Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017
Hér er besta avókadóið í bænum
Patience Adja-
hoe Karlsson
rekur verslun
í Hólagarði
í Breiðholti
sem er í raun
hálfgerð
félagsmiðstöð.
Mynd | Hari
Ég á níu ára dóttur sem er með ótrúlegt hár. Ég veit ekki alveg hvaðan það eiginlega kemur. Það er svo svakalega
þykkt og krullað að það er algjör-
lega vonlaust að vinna með það,“
segir Patience Adjahoe Karlsson
og hlær en það var einmitt þetta
ótrúlega hár sem varð til þess að
hún ákvað að flytja inn hárvörur til
Íslands og opna sína eigin verslun.
Patience er frá Gana þar sem hún
hitti Íslending á túnfiskveiðum fyr-
ir fjórtán árum. „Við giftum okkur
í Gana og fluttum svo til Íslands. Á
þeim tíma var ég í skóla að læra að
verða bókari og ég ákvað að halda
áfram að læra þegar ég kom hing-
að. Ég kláraði svo námið þegar ég
var búin að eiga börnin mín, seg-
ir Patience sem hafði lengi átt sér
þann draum að opna sína eigin
verslun þar sem hún gæti selt vör-
ur frá Afríku.
„Ég hafði mikið reynt að tala
við Hagkaup og Kost til að benda
þeim á að það væri stór markað-
ur fyrir afrískar vörur á Íslandi en
það hlustaði enginn á mig. Hér er
stórt samfélag fólks sem vantaði
bæði mat og hreinlætisvörur og ég
benti þeim á að ef þeir flyttu þetta
inn gæti ég selt vöruna fyrir þá.
En þeir hlustuðu ekki á mig svo á
endanum gerði ég þetta bara sjálf,“
segir Patience. Hún tók endanlega
ákvörðun þegar hún var stödd á
Englandi, í skiptinámi frá Háskól-
anum í Reykjavík.
„Það er bara eitt krem sem
virkar á hárið á dóttur minni og ég
var vön að fá það sent frá vinkonu
minni sem býr í Bandaríkjunum.
En svo þegar hún bjó þar ekki leng-
ur var ég í algjörum vandræðum.
Þegar ég svo bjó á Englandi fann
ég þetta krem aftur og keypti hell-
ing. Vinkonur mínar fóru að biðja
mig um að kaupa fyrir sig og senda
til Íslands og ég sá að nú yrði ég
bara að opna búðina. Ég var ekki
alveg viss um hvernig búðin myndi
líta út og hvað ég myndi nákvæm-
lega selja en ég vissi að ég vildi
ekki bara selja hárvörur heldur
líka mat.“
„Vinsælasta varan í búðinni, fyr-
ir utan hárkremin, er grænmetið
og ávextirnir,“ segir Patience
en hún fær ferskmetið sent frá
London í hverri eða annari hverri
viku. „Ég er með allt sem ekki er
hægt að fá annarsstaðar eins og
til dæmis okru, en líka mangó,
papaya og hér er besta avokaódið
í bænum,“ segir Patience en í búð-
inni hennar er hægt að finna allt
frá kryddum, þurrkuðum fiski, olí-
um, smjöri og sósum yfir í hælaskó,
afrísk efni, föt, húðkrem og gervi-
hár. Í einu horni búðarinnar er
hárgreiðslustofa og í öðru er borð
og tveir kollar þar sem situr næst-
um alltaf einhver og spjallar eða
borðar. Patience segir verslunina í
raun líkjast meira félagsmiðstöð en
búð enda þekki hún örugglega alla
frá Gana á Íslandi, sem eru hátt í
hundrað manns.
„Mér finnst skipta mestu máli
að hafa mat í búðinni því matur
er svo mikilvægur fyrir innflytj-
endur. Þegar þú ert langt í burtu
frá heimalandinu er svo huggandi
að borða þinn eigin mat, sérstak-
lega í félagi við annað fólk,“ seg-
ir Patinence sem hittir landa sína
reglulega og þá oftar en ekki til að
elda saman. „Hér áður fyrr hittu-
mst við allar helgar en núna er það
ekki jafn oft en samfélagið okkar
er mjög samheldið. Þetta er eig-
inlega meiri menningarmiðstöð
en búð. En það kemur hingað alls
konar fólk, bæði úr hverfinu og líka
fólk sem kemur langt að sem er að
leita að einhverju sérstöku. Þetta
er einmitt það skemmtilega við að
reka búð, allt þetta fólk.“
Í verslun Patience Adjahoe Karlsson er hægt að finna allt frá hælaskóm og afrískum efnum yfir í þurrkaðan
fisk, krydd og ferskvöru frá London. En þar er líka alltaf hægt að lenda á spjalli og panta sér hárgreiðslu.
„Mér finnst skipta mestu
máli að hafa mat í búð-
inni því matur er svo
mikilvægur fyrir innflytj-
endur. Þegar þú ert langt
í burtu frá heimalandinu
er svo huggandi að borða
þinn eigin mat.“
Voxis hálstöflur eru unnar úr
laufum íslenskrar ætihvannar og njóta
mikilla vinsælda.
VELDU VOXIS FYRIR RÖDDINA
„VOXIS ER MITT FYRSTA VAL“
Gissur Páll Gissurarson, tenór
SÆKTU
RADDSTYRK Í
ÍSLENSKA
NÁTTÚRU
Sykurlaus Voxis, klassískur og sykurlaus með engifer
NÝJARUMBÚÐIR
NÝJAR BRAGÐ-
TEGUNDIR
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
80
9
16
INNFLYTJANDINN
Patience Adjahoe Karlsson