Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 42
42 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 www.ullarkistan.is Laugavegi 25, Reykjavík Glerártorgi, Akureyri Höfum lækkað vöruverð vegna hagstæðs gengis ! 20% afsláttur af ungbarnafötum janus og safa Tilboðs- dagar 6 - 10.apríl Kynna íslenska jaðar­ tónlist í útlöndum Sólveig Matthildur og Kinnat Sóley stofn­ uðu nýlega dreif ng ar­ fyrirtækið Myrk fælni og til sten dur að gefa út sam nefnt tímarit. Myrkfælni er nýtt dreifingarfyr- irtæki íslenskrar jaðartónlistar, stofnað af Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur og Kinnat Sóleyju. Þær ætla að leggja sig alla fram við að koma íslensk- um tónlistarmönnum, sem falla í skugga Atlantshafsins, á fram- færi á meginlandinu, þá aðallega með útgáfu tónlistarblaðs á ensku. „Eftir að hafa verið hluti af ís- lensku tónlistarsenunni bæði sem tónlistarkona og atburðastjórnandi hef ég fundið fyrir þörfinni fyrir tengingu á milli íslensku jaðartónlist- arsenunnar hérlendis og erlendis,“ útskýrir Sólveig, sem er meðeigandi jaðarútgáfu- og viðburðafyrirtæk- isins Hið myrka man. Kinnat Sóley er grafískur hönnuður, nátengd tónlistarsenunni í gegnum hönnun fyrir hljómsveitir og útgáfufyrirtæki, ásamt því að fara á tónleikaferðalög og sjá um markaðsetningu og sölu af tónlistartengdum varningi. „Vef- og samfélagsmiðlar hafa ákveðna yfirburði í dreifingu og kynningu á tónlist en prentmiðl- ar hafa enn mikilvægi í jaðartón- listarsenum um allan heim, meðal annars í framleiðslu tónleikaplakata, dreifiblöðum og heimatilbúnum aðdáendatímaritum. Tímaritið Myrkfælni starfar því fyrst og fremst sem prentmiðill en teygir anga sína einnig til vefsins,“ segir Sólveig. Til þess að fjármagna fyrstu út- gáfu Myrkfælni hafa þær stöllur stofnað Karolinafund síðu. Allur ágóði söfnunarinnar rennur beint til prent- og dreifingarkostnaðar. Í staðinn fá styrktaraðilar að forpanta eintak af tímaritinu og auglýsa í blað- inu. | slr Útgáfan Myrkfælni var stofnað af Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur og Kinnat Sóleyju. Kátasti starfsmaður Vesturbæjar Skapið er smitandi Með komu stórmarkaða á borð við Hagkaup eða Bónus snarminnkaði fjöldi smáverslana og kaupmaðurinn á horninu hefur nær horfð. Enn eru þó nokkrar hverfsbúðir starfandi í borginni þar sem hægt er að skjótast út, kaupa mjólk og fá persónulega og góða þjónustu frá fólki sem þekkir þig. Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is Í Pétursbúð í Vesturbænum starfar brosmildur starfsmað-ur sem flestir sem þangað fara muna eftir. Það er myndlist-arneminn Sigrún Erna Sig- urðardóttir sem hefur starfað í búðinni í tæp tíu ár og líkar starfið óskaplega vel, enda hentar það vel mjög með skóla. Eigendurnir eins og fjölskylda „Þetta var fyrsta vinnan sem ég fékk þegar ég byrjaði í mennta- skóla. Ég var ekki með nein tengsl við eigendurna en núna lít ég á þau sem fjölskyldu eftir margra ára vináttu,“ segir Sigrún. Hún bjó líka, þar til nýlega, nokkrum hús- um frá Pétursbúð og náði þannig að kynnast nágrönnunum sínum enn betur í gegnum starfið, en það fannst henni sérstaklega dýrmætt. Enda er Sigrún er mikil félagsvera og finnst gaman hvað hún hittir mikið af fólki í vinnunni. „Þetta býr til ákveðna stemningu í búð- inni, ég veit hvað er að gerast í lífi þeirra og þau vita hvað er að ger- ast í mínu lífi.“ Þekkir heilu kynslóðirnar Í Pétursbúð er góður andi og Sig- rún er með það mottó að skap hennar sé smitandi. Enda finnst henni eins og hún sé að hitta vini sína í vinnunni. Sigrún segist líka þekkja heilu fjölskyldurnar og vita hvað sé í gangi í þeirra lífi. „Sum börn er ég búin að þekkja síðan þau voru pínulítil eða jafn- vel í bumbunni á mömmu sinni og núna eru þau byrjuð í skóla.“ Börnin koma svo trítlandi um helgar og kaupa nammi hjá Sig- rúnu. Vegna þess hve mikið er að gera í búðinni um helgar bjó Sig- rún svo til sérstakan nammileik til að afgreiðslan gengi hraðar fyrir sig. Í kapp við börnin „Ég vinn mikið á laugardögum og þá koma öll börnin úr hverfinu með klinkið sitt og kaupa bland í poka, þetta getur tekið ofboðs- legan tíma svo ég stakk upp á því að búa til leik þar sem þau eru bæði snögg að velja nammi og hafa gaman af því.“ Leikurinn gengur þannig fyrir sig að börnin þurfa að keppa við hönd Sigrúnar sem er al- deilis fljót að raða ofan í skrjáfandi pokana. Börnin þurfa líka að lýsa sælgætinu en þau mega ekki bara benda á nammið og segja „svona.“ „Þá er ég bæði miklu fljótari að af- greiða og krökkunum finnst þetta þvílíkt sport, þau eru sannfærð um að ef þau eru nægilega fljót þá gleymi ég að vigta,“ segir Sigrún og hlær dátt. Mottó um spariskap Pétursbúð er á Ránargötunni og því er töluvert af gistiheimilum og íbúðum fyrir ferðamenn í ná- grenni verslunarinnar. Sigrún seg- ir ferðamenn gjarnan koma í búð- ina og henni finnst mjög gaman að spjalla við þá, enda hefur henni oftar en einu sinni verið boðin gisting í heimalandi þeirra. „Þetta er náttúrulega hverfisbúð og göm- ul íslensk búð og það breytir miklu þegar búðin er full af túristum, en persónulega hef ég mjög gaman af þeim.“ Sigrún reynir líka að vera alltaf í spariskapi í vinnunni og er í rauninni með mottó um að skapið sé smitandi. „Þá smitar þú frá þér góðri orku og færð hana til baka.“ Sigrún er búin að vinna í Pétursbúð í tíu ár enda finnst henni eins og hún sé að fara að hitta vini sína þegar hún fer í vinnuna. Mynd | Hari Í Pétursbúð er góður andi og Sigrún er með það mottó að skap hennar sé smitandi. Enda finnst henni eins og hún sé að hitta vini sína í vinnunni. Sigrún segist líka þekkja heilu fjölskyldurnar og vita hvað sé í gangi í þeirra lífi.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.