Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Hér áður fyrr voru alltaf tvær eða þrjár sortir með miðdegiskaffinu, alla daga. Þetta var bara svona hérna í þá
daga,“ segir Margrét Jónsdóttir, hús-
frú á Bergistanga í Norðurfirði, bet-
ur þekkt sem Maddý.
Maddý heldur reyndar enn fast
í þann gamla sið að drekka alltaf
kaffi klukkan hálf fjögur, alla daga.
Þá setjast þau Gunnsteinn Gísla-
son, eiginmaður hennar, niður við
eldhúsgluggann á Bergistanga með
kaffibolla, þó tími sætabrauðsins sé
liðinn. En þegar gesti ber að garði
þá er alltaf eitthvert góðgæti á borð-
um og oftar en ekki ástarpungarn-
ir sem hún Maddý er orðin víðfræg
fyrir um allar Strandir.
Matarstúss alla daga
„Já, svona var þetta,“ segir Gunn-
steinn. „Það var byrjað á kaffisopa
fyrir morgunverkin, en ekki með
neinu sætabrauði. Nema á sunnu-
dögum, þá var lagað kakó og ein-
hverjar kökur með fyrsta kaffinu því
það borin virðing fyrir því að hafa
Ástarpungar frá Ströndum
Í heimsókn hjá
Maddý og Gunnsteini
á Bergistanga á
Ströndum rennur
kaffisopinn
ljúflega niður með
ástarpungum og
sögum úr sveitinni.
einhverja tilbreytingu á sunnudög-
um í þá daga. Svo um tíuleytið var
hafragrautur og slátur. Síðan kom
hádegismatur klukkan tólf og svo
klukkan hálffjögur kom kaffi með
kökum og brauði. Svo var kvöld-
matur milli sjö og átta og það var
nú oftast afgangur af hádegismatn-
um. Oftar en ekki plokkfiskur með
rúgbrauði og smjöri, og einhver súr-
matur með því. Og svo kom kvöld-
kaffið með kökum,“ segir Gunn-
steinn og brosir til Maddýjar og þau
fara bæði að skellihlæja.
„Já, svona var þetta,“ segir hún
og þau halda áfram að hlæja saman.
„Maður var í matarstússi alla
daga en það er liðin tíð. Maður tók
einn dag í viku til að baka, bæði
brauð, flatbrauð og sætindi.“
„Þetta var auðvitað gert fyrir
fólk sem vann erfiðisvinnu,“ segir
Gunnsteinn.
„Já, og það var nú ekki alltaf
litið á húsmóðurstarfið sem erfið-
isvinnu,“ segir Maddý.
„Jú, það var borin mikil virðing
fyrir því, eins og öllum störfum,“
mótmælir Gunnsteinn þá.
Samfélagið hjálpaðist að
Uppskriftina af ástarpungunum
víðfrægu fékk Maddý í Húsmæðra-
skóla Blönduóss þegar hún fór
þangað í nám árið 1958, þá nítján
ára gömul. „Ég lærði ýmislegt nyt-
samlegt í þessum skóla, en ætli ég
hafi nú samt ekki verið búin að
læra langflest á þessum aldri,“ seg-
ir Maddý sem var næstelst í hópi
Margrét Jónsdóttir, húsfrú á
Bergistanga í Norðurfirði á Strönd-
um, er fyrir löngu orðin víðfræg fyrir
ástarpungana sem hún hefur bakað
eftir sömu uppskrift frá því hún
var nítján ára gömul. Gunnsteinn
Gíslason, eiginmaður hennar og fyrr-
verandi kaupfélagsstjóri og oddviti
Árneshrepps, hefur notið góðs af
bakstrinum í öll þessi ár en segist
forðast sykurinn eftir að einhverjum
datt í hug að hann væri óhollur.
Myndir | Halla Harðardóttir
Það er ákveðinn galdur sem felst í því að baka fullkomna ástarpunga, stökka og
brakandi að utan en lungamjúka að innan. Fólkið í sveitinn segir Maddý vera
ókrýnda drottningu ástarpunganna, en að Badda, húsfrúin á Melum, eigi vinn-
inginn þegar komi að kleinunum.
Það er alltaf heitt á könnunni klukkan hálf-þrjú á Bergistanga. Gunnsteinn var
kaupfélagsstjóri í þrjátíu ár og bjuggu þau hjónin alla tíð í íbúð fyrir ofan versl-
unina.