Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 og seinna hætti hún. Tveimur dögum fyrir bankahrunið gekk hún inn á bílasölu og keypti sér nýjan bíl á bílalánum. Hún hafði ekki talið nauðsynlegt að losa sig við gamla bílinn. Hann var líka á bílalánum. Á þessum sama tíma var fjöldi fólks í örvæntingu að reyna að losna við þessi lán til þess að forðast gjald- þrot, þetta var örugglega einsdæmi, enda réði hún ekki neitt við neitt og hefði farið í þrot og misst allt sitt ef tengdafólkið hennar hefði ekki komið til hjálpar.“ Bankinn vildi ekki hjálpa „Hún missti smám saman alla stjórn á fjármálunum,“ segir Sig- urjón Hermann Friðriksson, eig- inmaður hennar, en þau kynntust nokkrum árum áður en veikindin tóku af henni völdin. „Hún keypti allt sem henni datt í hug og sló lán í bönkum til hægri og vinstri, ég reyndi að láta loka greiðslukort- unum hennar en hún lét opna þau strax aftur,“ segir hann. „Einu sinni þurfti ég að fara vestur á firði í viku, þegar ég kom heim beið mín risa- stórt gróðurhús í bílastæðinu okk- ar sem hún hafði keypt meðan ég var í burtu.“ „Við grátbáðum bankana um að lána henni ekki peninga,“ segir Berglind. „Það var aldrei hlustað á okkur. Hún fékk að taka út pen- inga hvenær sem henni datt í hug og leggja allt að veði. Þeir sögðu að það væri ekkert hægt að gera nema svipta hana sjálfræði. Það er hins- vegar talsvert þung spor að svipta eiginkonu sína eða móður sjálfræði. Ekkert okkar langaði til þess.“ „Hún lét sér aldrei segjast, af neinu okkar,” þegar við reyndum að koma fyrir hana vitinu. Eina manneskjan sem réði við hana var mamma hennar,“ segir Sigurjón Hermann. „Hún hlýddi henni skil- yrðislaust,“ segir Bryngeir. „Hún var hinsvegar sjálf orðin veik á þessum tíma og hlutverk mömmu var því að fara með hana í hjóla- stól þangað sem hún þurfti að fara. Þetta voru oft mjög skrautlegar bílferðir undir það síðasta þegar mamma var orðin veik og hafði ekið oftar en einu sinni á aðra bíla og utan í skilti og ljósastaura.“ Sárt að horfa upp á „Það kom að því að nánustu að- standendur Dóru Elísabetar gátu ekki lokað augunum lengur fyrir ástandinu, hún var farin að detta út í alls kyns aðstæðum, ef hún var að drekka úr kaffibolla fraus hún jafnvel áður en hún var komin með bollann alla leið að munninum og sat lengi læst í sömu stellingu. Við vorum búin að átta okkur á því að hún hlyti að vera með einhvern heilasjúkdóm,“ segir Anna Björk. „Við héldum fjölskyldufundi til að ræða málin og fórum oft til heim- ilislæknis en aldrei kom neitt út úr því,“ segir hún. „Hún átti barnabörn með stuttu millibili árið 2012 en sýndi þeim nánast engan áhuga,“ segir Bryn- geir. „Hún kom að heimsækja son okkar, löngu eftir að hann fæddist bara af því systir hennar dró hana á staðinn. Hún rétt leit á hann en sá hann ekki og gerði enga tilraun til að tengjast honum. Hún hafði alltaf verið mikil barnagæla svo þetta var auðvitað mjög sárt að horfa upp á.“ Sjálfsagt verið örvæntingarfull „Í ársbyrjun 2013 var ég að læra um framheilabilun og afleiðingar henn- ar í skólanum. Mér fannst einkenn- in minna mig afar mikið á Dóru, mömmu mannsins míns, og sagði honum frá því,“ segir Margrét sem er talmeinafræðingur. „Ég var orðin samdauna þessari hegðun, þar til svona 2013, þá var þetta orðið of skrítið. Þá var búið að reyna að fara með hana í ýmis við- töl til lækna og sérfræðinga, meðal annars var hún greind með ofvirkni og látin taka rítalín,“ segir Bryngeir. „En ábendingar Margrétar leiddu okkur á Landakotsspítala til Jóns Snædal og það var tekin sneiðmynd af heilanum sem leiddi í ljós mikla rýrnun í framheila, líklega af völd- um hrörnunarsjúkdóms FTD, sem er sjaldgæfur og greinist ekki á Ís- landi nema á svona sjö ára fresti. Þegar þetta lá fyrir fengum við öll mjög mikið samviskubit.“ „Hún er enn með viti þegar hún fær greininguna en engan veginn í stakk búin til að taka henni,“ segir Anna Björk. „Hún átti ákaflega erfitt þótt hún hafi sjálfsagt vitað innst inni að það var ekki allt með felldu. Hún var sjálf búin að reyna að tak- ast á við afleiðingar sjúkdómsins með því að setja sér reglur og skrifa allt niður til minnis. Þá kom i ljós að hún hafði tekið hættulega stóra skammta af allskyns bætiefnum til að laga ástandið og sjálfsagt hefur hún verið mjög örvæntingarfull.“ Fjölskylda Dóru Elísabetar upp- lifði mikið úrræðaleysi í kerfinu, þótt greiningin væri komin og það var litla hjálp að fá. „Ég sagði upp vinnunni, pakkaði saman og flutti landshluta á milli heim til mömmu því ég vissi að þetta yrði tími sem ég fengi aldrei aftur,“ segir Eva Bryngeirsdóttir. „Við þurftum bara að gera það sem við gátum til að láta hlutina ganga upp. Mamma var orðin þung á brún og ráðvillt á svip. Ég upplifði hlut- verkin okkar snúast við. Mamma sem hafði alltaf gert allt fyrir mig og haft vit fyrir mér var komin í mitt hlutverk og ég farin að sjá um hana og reyna mitt besta til að hafa vit fyrir henni.“ Missti alla sjálfsstjórn „Það tekur mikið á að sjá mömmu sína í þessu ástandi,“ segir Anna „Hún keypti allt sem henni datt í hug og sló lán í bönkum til hægri og vinstri, ég reyndi að láta loka greiðslukortunum hennar en hún lét opna þau strax aftur.“ Mynd | Hari Dóra Elísabet með yngsta soninn, skömmu eftir að þessi mynd er tekin fór hún að veikjast. „Við grátbáðum bankana um að lána henni ekki pen- inga,“ segir Berglind. „Það var aldrei hlustað á okkur. Hún fékk að taka út peninga hvenær sem henni datt í hug og leggja allt að veði. Þeir sögðu að það væri ekkert hægt að gera nema svipta hana sjálfræði. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI STÆRÐ FRÁ 360-550 L FARANGURSBOX Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI HJÓLAFESTINGAR Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is 1-3 HJÓL Á FESTINGU VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Ifor Williams vélavagn 3500 kg. heildarburður, pallur 3,03 x 1,84 m Verð 685.484 kr. +/vsk

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.