Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 BUDAPEST Í UNGVERJALANDI GDANSK Í PÓLLANDI RIGA Í LETTLANDI WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 GLÆSILEGAR BORGIR Í AUSTUR-EVRÓPU Við bjóðum uppá glæsilegar borgir i A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt 3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði i mat og drykk. Þá eru hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. Verð frá 87.900 kr. Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Búdapest hefur verið kölluð heilsuborg Evrópu en baðmenningu Ungverja má rekja hundurðir ára aftur í tímann. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands og þó víða væri leitað. Saga hennar nær aftur til ársins 997. Þetta er borg með mikla sögu en hún var helsta vígi Hansakaupmanna i Evrópu. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og fjölmargar tónlistarhátíðir hafa gert borgina við flóann að vinsælustu ferðamannborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. Miðaldaborg fra 12 öld. Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október Viku ferðir sumarið 2017, frá 137.000 kr. per mann i 2ja man na herbergi BELGRAD FRÁ KEFLAVIK 29. SEPT- 2 OKT, 4 DAGAR OG 3 NÆTUR DUBROVNIK KRÓATÍA – BEINT FRÁ KEFLAVIK OG AKUREYRI 13. – 16 OKTÓBER, 4 DAGAR, 3 NÆTUR ROM - BEINT FRÁ KEFLAVIK OG EGILSSTÖÐUM 6.-9. OKTÓBER , 4 DAGAR OG 3 NÆTUR GRANADA – BEINT FRÁ KEFLAVIK 6.- 9. OKTOBER , 4 DAGAR OG 3 NÆTUR WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 GLÆSI R BORGIR Í BEINU FLUGI FRÁ KEFLAVIK, AKUREYRI OG EGILSSTÖÐUM. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki sem og einstaklinga. Verðlag er hagstætt i mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsum mörkuðum og verslunum. Spennandi skoðunarferðir i boði Belgrað er höfuðborg Serbíu og ein af elstu borgum Evrópu, nafnið Belgrad þýðir „Hvíta borgin“. Sag n blasir við á hverju götuhorni og minnir á forna tíma. Glæsilegur arkitektur er þar víða að finna. Belgrad þekkt fyrir að vera mjög lifandi borg þar sem mikið er um að vera á sviði tónlistar og annara menningar. Mikið úrval er af veitingahúsum með rétti frá fjölmörgum löndum og kaffhúsin eru einstök. Perlan við Adriahafið. Borgin Dubrovnik er talin ein fegursta borg veraldar og má rekja upphaf hennar allt til 7. Aldar. Borgin er heimsþekkt, mikið til vegna þáttanna Games og Thrones. Dubrovnik er staðsett i Suðu hluta Króatíu. Allt umhverfið er töfrum líkast. Fallegar strendur eru við borgina, enda er hún ekki síður vinsæl sem sólarlandastaður. Þar er allt til alls úrval verslanna veitingstaða, kaffihúsa og margt fleira. Einstaklega heillandi og áhugaverða ferð til Rómar á Ítalíu þar saga kristinnar trúar er út um allt með sjálft Vatika ið í forgrunni. Þá er óvíða að sjá og upplif forna tíma hins rómverska heimsveldis hvort sem um er að ræða virkisveggi, rústir halla eða forn torg og hringleikahús, enda er borgin ein listasmið. Rómverjar eru svo höfðingjar heim að sækja i mat og drykk, þá drýpur menningin og sagan af hverju götuhorni Granada er st ðsett á Suður Spáni og ein allra fallegasta borg landsins, hún er í um 630 m. hæð. Granada er borg Spánar þar sem arabisk áhrif eru einna mest, byggingalist og minnismerki Mára blasa við hvarvetna í borginni og ber þar fyrst að nefna Alhambra höllina, eina glæsilegustu byggingu veraldar. Það má segja að Granada sé borg sem sniðin er fyrir hinn gangandi vegfaranda. Litlar götur, torg, gosbrunnar og svo hinar fögru byggingar. Innifalið: Hótel með morgunm at, flug ísl. fararst jóri, rúta til og frá flugvelli. Innifalið:. Flug, glæsileg strand hótel með morgunm at, fararstjóri, rúta til og frá flugvelli . Innifalið: Hótel með morgunm at, flug ísl. fararst jóri, rúta til og frá flugvelli. iInnifalið:. Flug, glæsileg strand hótel með morgunm at, fararstjóri, rúta til og frá flugvelli . Verð per mann í 2ja manna hrb. kostar 114.900. Verð per mann í 2ja manna hrb. kostar 109.900 kr. Verð á mann 111.287 kr. Í 2ja manna hrb. Verð per mann í 2ja manna hrb. kostar 99.800. Björk. „Þú fæðist ekki með vit- neskju um hvernig á að koma fram við fólk með heilabilun. Ég er leik- skólakennari og hef kynnst margs- konar frávikum frá hinu venjulega en þarna hef ég engin verkfæri.“ „Auðvitað eyðilagði þetta fyr- ir henni félagslega og allt þetta undarlega framferði varð til þess að fólk sem þótti vænt um hana reyndi stundum að forðast hana,“ segir Bryngeir. „Þegar amma mín, mamma hennar, dó fyrir þremur árum, hló hún og gerði að gamni sínu í jarðarförinni,“ segir hann. „Systkini hennar sátu og grétu en mamma virtist gersamlega ósnortin og lék á als oddi.“ „Það er ótrúlega sárt að horfa á móður sína hrynja, án þess að geta neitt gert til að stöðva það,“ segir Berglind. „Hún missti smám saman alla sjálfstjórn, en áður fyrr var það mjög ríkjandi í hennar fari að láta alla aðra ganga fyrir, sérstaklega börnin. Hún var eins og einhver allt önnur manneskja.“ Ástandið fór smám saman versn- andi. „Hún fór að fá þráhyggj- ur, læsa hurðum á heimilinu og ímynda sér að það væri verið að ljúga að henni, stela frá henni hlut- um. Hún fékk mágkonu sína sem áður hafði verið hennar besta vin- kona nánast á heilann, fann henni allt til foráttu og kenndi henni um allt sem aflaga fór,“ segir Bryngeir. „Hún varð skeytingarlaus um litla bróður minn, eða kannski frekar óþarflega áhyggjulaus, nema þegar kom að hennar eigin þráhyggjum. Hún gat gleymt að gefa honum að borða en látið hann skipta um nær- buxur 10 sinnum yfir sama daginn. Þegar leið á fór hún að missa stjórn á sér yfir hlutum sem áður skiptu litlu máli og skella hurðum og lemja í veggi. Hún var alltaf mjög reiði- leg útlits, og röddin breyttist smám saman varð alltaf tilbreytingarlaus og í sömu tónhæð, alveg sama hvað hún var að segja. Hún gat verið ógnvekjandi, sat kannski og borð- aði með hníf og gafli en stökk svo skyndilega á fætur með hnífinn í annarri hendi. Hún var ekki að reyna að hræða en hún áttaði sig ekki á því hvað þetta stjórnleysi var erfitt fyrir alla í kringum hana.“ Þekkti ekki son sinn Þótt það var væri komin sjúk- dómsgreining fyrir Dóru Elísabetu voru fá eða engin úrræði sem hún gat nýtt sér. Lengi vel var eigin- maður hennar og börn í algerlega lausu lofti. Ýmis úrræði voru þó reynd. Hún fékk til að mynda til- sjónarmanneskju frá borginni, en þar sem hún stóð í þeirri meiningu að þetta væri húshjálp sem ætti að þrífa heimilið lenti þeim fljótlega saman og hún rak tilsjónarkonuna á dyr. „Árið 2014 þurftum við að láta taka af henni bílprófið,“ segir Bryn- geir. „Það var ekki öfundsvert hlut- skipti enda var hún fyrrverandi at- vinnubílstjóri.“ „Hún var orðin hættuleg í um- ferðinni, en þetta var samt sem áður mjög erfið ákvörðun. Hvenær má maður ákveða fyrir aðra að þeir megi ekki keyra,“ segir Anna Björk. „Ég sá hana einu sinni keyra með litla bróður minn í bílnum og aksturslagið var þannig að það var ekki aftur snúið,“ segir Bryngeir. „Við ræddum við læknana á Landa- koti sem samþykktu að láta fara með hana í ökumat. Ökukennar- inn fór með henni einn hring. Þegar þau sneru aftur, var hann með lífið í lúkunum, báðir hliðarspeglarnir brotnir og bíllinn beyglaður að aft- an og framan.“ Þótt hún tæki því illa að missa bílinn gafst hún ekki upp og fór að ganga allra sinna ferða, enda göngukona af ástríðu. „Hún gekk því oft úr Grafarvogi og niður í mið- bæ, þegar frá leið var það þó orðið hættulegt,“ segir Bryngeir. „Ég kom að henni á Gullinbrú, þar sem hún gekk á miðri brúnni, og bílarnir flautuðu allt í kringum hana. Einu sinni hitti ég hana á bensínstöð, hún horfði beint á mig en þekkti mig ekki. Hún var hætt að þekkja okkur í sundur nema í réttu sam- hengi. Þarna var ég, sonur hennar, orðinn bara einhver maður á bens- ínstöð.“ Hún er farin – það er verra Sigurjón Hermann, eiginmaður hennar, þurfti stundum að leita að henni, í 3 til 4 tíma á dag. Hún not- aði hvert tækifæri til að stinga af og æða beint af augum. „Ég reyndi að láta hvern dag líða, enda vissi ég ekki mitt rjúkandi ráð,“ segir hann. „Ég er þó alin upp með systur sem var þroskaskert, þannig að ég var ekki alveg ókunnugur heilabilun.“ Það kom að því að Dóra Elísabet var lögð inn en hún lá fyrst í stað upp undir ár á Landakoti. „Ég von- aði lengst af að það væri hægt að hjálpa henni, gefa henni lyf eða eitt- hvað til að hægja á þessari hrörnun en allt kom fyrir ekki,“ segir Sigur- jón Hermann sem þurfti að horfa á eiginkonu sína og móður ungs son- ar, nánast leysast upp. Þau kynntu- st árið 2002 og áttu því nokkur góð ár saman þar til hún veiktist. „Ég tek hana enn heim þrisvar í viku og eina og eina nótt um helgar,“ segir hann, „Hún er orðin róleg og þótt hún virðist úti á þekju þá tengir hún við umhverfi sem hún þekkir.“ „Það er vont að horfa á eftir móð- ur sinni inn á stofnun með gömlu og ósjálfbjarga fólki, þegar hún er ekki eldri en þetta,“ segir Anna Björk. „Það eru engin úrræði fyrir ungt fólk með heilabilun, það litla sem er, er yfirfullt af gömlu fólki, þar sem það skortir svo sárlega hjúkr- unarrými.“ „Einu sinni komst hún út af heimilinu, þar sem einhver gest- komandi hafði hleypt henni út fyr- ir slysni enda lítur hún út fyrir að vera venjuleg 56 ára kona en ekki heimilismaður á hjúkrunarheimili,“ segir Bryngeir. „Það var sárt að sjá þessa flottu konu, mömmu mína, hetjuna mína, missa alla hæfileika sína og séreinkenni sín og týnast inn í þessum líkama,“ segir Eva. „Hún var orðin smábarn aftur en í líkama venjulegrar miðaldra konu. Hún setti sjálfa sig og aðra í hættu. Þetta er í rauninni eins og að missa mömmu sína, það er enginn þarna,“ segir Anna Björk. „Maður veit ekki hvort hún þekkir mann, hvort hún man eitthvað. Þótt hún sé ekki dáin er hún farin, það er eig- inlega verra.“ Litla hjálp að fá Systkinin segja mikilvægt að segja sögu mömmu sinnar til að aðrir í sömu sporum geti áttað sig á því hvað sé þarna á ferðinni. Þá þurfi að gera einhverjar ráðstafanir til að koma til móts við aðstandend- ur þegar svona stendur á. Bæði hafi verið erfitt að fá læknana til að hlusta, þau hafi nánast þurft að beita þá valdi til að fá greiningu fyrir mömmu sína. Síðan hafi verið afar litla hjálp að fá. Það sé umhugs- unarefni hvort margt fólk sem lend- ir úti á jaðrinum í samfélaginu glími í raun við heilasjúkdóm. „Hún hefur nú fengið inni á hjúkrunarheimilinu Eir, þar sem hún hefur nú búið í 13 mánuði og jafnvel þótt að hún væri ósátt við það í fyrstu vill hún nú hvergi annars staðar vera,“ segir Bryngeir. „Í dag er hún hætt að tala og mat- ast ekki sjálf heldur þarf að mata hana.“ Hjúkrunarheimilið er einungis steinsnar frá húsi Sigurjóns Her- manns og Dóru í Vesturhúsum, þannig að umhverfið er kunn- uglegt. Í fyrstu reyndi hún oft að stinga af en nú hefur hún róast. „Einu sinni slapp hún út og lenti í alvarlegu hálkuslysi þar sem hún hafði ekki lengur vit á að bera fyrir sig hendurnar þegar hún rann til á svelli. Hún slasaðist því frekar illa og lá ósjálfbjarga á götunni þar til komið var að henni,“ segir Bryn- geir. „Ég ætla að halda áfram að taka hana heim öðru hvoru meðan hún kemst upp stigana hérna,“ segir Sig- urjón. „Ég þarf hálfvegis að halda á henni í dag en það tekst. Þetta hef- ur vissulega verið ömurlegt en mín leið til að takast á við erfiðleikana er að láta þetta ganga. Hin leiðin er að hella mér út í vinnu og það geri ég vissulega líka.“ Brúðkaupsmynd af Dóru Elísabetu og Sigurjóni Hermanni Friðrikssyni. Þau kynntust árið 2002 þegar hún var að aka leigubíl og eiga saman einn son, sem fæddist árið 2006. „Ég kom að henni á Gull- inbrú, þar sem hún gekk á miðri brúnni, og bílarn- ir flautuðu allt í kringum hana. Einu sinni hitti ég hana á bensínstöð, hún horfði beint á mig en þekkti mig ekki. Hún var hætt að þekkja okkur í sundur nema í réttu samhengi. Þarna var ég, sonur hennar, orðinn bara einhver maður á bensínstöð.“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.