Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 48
Páskaliljur Lífgaðu upp á heimilið með gulum páskaliljum í fallegum vasa. Þær minna okkur á að vorið sé á næsta leiti þó að páskahret dynji yfir. Svo er gulur auð- vitað einstaklega fallegur litur sem fer vel á stofu- borðinu. Máluð egg Það er gaman að föndra sitt eigið páskaskraut og það að mála venjuleg hænuegg í fallegum litum er alltaf klass- ískt. Það þarf að byrja á því að gera lítil göt á eggin til að ná innihaldinu út, en leiðbein- ingar má finna á Youtube. Páskagreinar Einfaldasta páskaskrautið er venjuleg trjágrein með gulum slauf- um á. Það er auðvelt að fara í stuttan göngutúr og tína nokkrar greinar. Gula borða má svo fá í búðum eins og Tiger og Söstrene Grene. Settu afraksturinn í vasa og njóttu þess að hafa í stofunni. ÞRJÁR HUGMYNDIR AÐ PÁSKA­ SKRAUTI Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú? Náttúrulegt Þörungamagnesíum ENGIN MAGAÓNOT Mikil virkni Bragðlaust duft í kalt vatn 5 mán. skammtur Nýjar umbúðir Kolbrún Helga Pálsdóttir Ég væri ljón. Mér finnst þau svo tignarleg og töff, það er ákveðin fyrirmynd í því. Svo sofa þau frekar mikið og ég hef ósjaldan verið kölluð ljón út frá makkan- um á höfðinu á mér svo kannski er einhver tenging þar. Rakel Dögg Óskarsdóttir „Gíraffi. Af því að hann er með svo langan háls og getur náð í allt.“ Magni Freyr Möller Magnússon „Ég fékk að hringja í vin og hann sagði: Refur, af augljósum ástæð- um.“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.