Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 TAX FREE afsláttur af öllum rúmum til páska* LÁTTU DRAUMINN RÆTAST ÞÚ FINNUR OKKUR Í HOLTAGÖRÐUM Á SMÁRATORGI AKUREYRI OG ÍSAFIRÐI Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði * Taxfree tilboðið jafngildir 19,35% afslætti. Gildir ekki af stillanlegum botnum eða ofan á önnur tilboð t.d. fermingar tilboð. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátt urinn er alfarið á kostnað Dorma. Menntamál Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð lofuðu stórfelldri hækkun til háskóla- stigsins í kosningastefnu sinni og því vekur furðu að ekki hafi náðst sátt milli stjórnarflokkanna um að standa við þau loforð. Fjárframlög til framhaldsskólastigsins munu dragast saman á næstu árum. Atli Þór Fanndal ritstjorn@frettatiminn.is Segja fjármálaáætlun staðfesta kosningasvik stjórnarflokkanna Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur ekki í hyggju að fjármagna menntastofnanir í samræmi við kosningaloforð stjórnarflokkanna. Þetta kemur skýrt fram í fjármála- áætlun Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra og formanns Við- reisnar. Áætlunin, sem er til fimm ára, gerir þvert á móti ráð fyrir að háskólar verði áfram fjársveltir þrátt fyrir loforð, stjórnarsáttmála og samþykkta stefnu Vísinda- og tækniráðs. Í ráðinu sitja alla jafna fjórir ráðherrar þar á meðal for- sætisráðherra sem fer með for- mennsku. Minna fé til framhaldsskóla „Það er alveg greinilegt að það á að taka það fé út sem sparast vegna styttingu framhaldsskólanáms,“ segir Guðríður Arnardóttir, for- maður Félags framhaldsskóla- kennara, um framtíðarsýn ríkis- stjórnarinnar. Þá gagnrýnir hún að 25 ára reglan svokölluð verði áfram við lýði. „Það er algjörlega ljóst að með þessari fjármálaáætl- un er ekki verið að auka aftur rými fyrir eldri nemendur til að kom- ast í nám í framhaldsskólunum.“ Sorglegast finnst henni þó að sjá metnað ríkisstjórnarflokkanna til að lækka framlög til framhalds- skólastigsins. „Þegar þú skoðar framlög til framhaldsskólanna fyr- ir árið 2017 til 2020 þá eru fram- lögin að lækka frá ári til árs á verð- lagi ársins 2016. Þegar námstími til stúdentsprófs var styttur með tilheyrandi skerðingum þá var það réttlætt með því að það ætti halda fjármagninu inn í framhaldsskól- ana til þess að hægt væri að nota það fé til þess að auka þjónustu við nemendur. Það er ekki gert með þessari áætlun.“ Svipaða sögu má segja frá há- skólastiginu þar sem þó er ekki gert ráð fyrir lækkun framlaga en við- mælendur Fréttatímans voru ein- huga um að markmið fjármálaáætl- unar séu ekki í samræmi við loforð stjórnarflokkanna og samþykkta stefnu í menntamálum. „Það er al- veg ljóst, miðað við þetta, að það eru mjög litlar hækkanir til há- skólastigsins, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Jón Atli Bene- diktsson, rektor Háskóla Íslands. Hann bendir á að sú litla hækkun sem þó er gert ráð fyrir fari því sem næst öll í byggingu Húss ís- lenskra fræða fyrstu árin. Jón Atli bendir um leið á að háskólastigs- hluti áætlunarinnar grauti saman háskólum, LÍN og öðru og því sé ekki ljóst hvaða fjármagn losni eft- ir byggingu hússins sem setja megi í bætt háskólastarf. Það sé þó ljóst að fjárframlög verði ekki í sam- ræmi við loforð um að ná meðaltali OECD-landanna miðað við núver- andi nemendafjölda. Jón Atli óttast að hér birtist sú stefna að fækka nemendum til þess að ná upp með- altali framlaga á hvern nemanda. „Ef það á að ná þessum meðaltöl- um þá þyrfti að fækka nemendum og fækka verulega.“ Það segir rekt- or HÍ aðför að rannsóknarháskól- um og ekki í samræmi við þau sam- félagslegu markmið sem ættu að vera ráðandi. „Mér finnst fækkun nemenda ekki vera leiðin. Ég get al- veg skilið það ef yfirvöld vilja ræða fjölda í ákveðnum námsleiðum en ég tel fækkun ekki rétta nálgun.“ Stúdentaráð ósátt „Nei, það er ekki hægt að segja það og í raun mikil vonbrigði,“ segir Ási Þórðarson, starfandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, að- spurður hvort fjármálaáætlun sé í samræmi við upplifun stúdenta af kosningaloforðum Sjálfstæðis- flokks, Viðreisnar og Bjartrar fram- tíðar. „Það lítur út fyrir að það sé ekki verið að standa við þau loforð sem voru gefin fyrir kosningar. Við upplifum þetta líka sem svo að það sé hreinlega verið að fara gegn stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinn- ar.“ – Að hvaða leyti? „Að því leyti að talað er um í stjórnarsáttmál- anum að styðja skuli háskólana til að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni. Með þeirri fjárveitingu sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætluninni er alveg ljóst að það mun ekki ganga eftir.“ – Hvað með loforð um að fjármögn- un háskólanna yrði í samræmi við meðaltal OECD? „Þau loforð komu skýrt fram fyrir kosningar, með- al annars hjá stjórnarflokkunum. Verði fjármálaáætlunin samþykkt óbreytt erum við ekki að fara að ná þessu markmiði á kjörtímabilinu, það er alveg á hreinu. Gildandi stefna Vísinda- og tækniráðs er að „styrkja fjármögn- un háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sam- bærileg við meðaltal aðildarríkja OECD árið 2016 og Norðurlanda árið 2020.“ Þetta hefur ekki verið raunin og með fjármálaáætlun er ljóst að þessi stefna er slegin út af borðinu. Það skýtur þó skökku við að stefnumarkandi ráð með fjóra ráðherra innanborðs hafi ekki rík- ari áhrif á fjármálaáætlun en raun- in er. Fjármálaáætlun gerir ekki ráð fyrir því að vinna eftir stefnu ráðsins. Þrátt fyrir að í áætluninni komi fram að langvarandi fjársvelti hafi haft neikvæð áhrif á starfið. „Ljóst er að langvarandi aðhald í fjárheimildum til háskóla á síðustu árum hefur leitt til minni þjónustu við nemendur og stærri nemenda- hópa.“ Meiri áherslu á velferð ungmenna „Við hefðum viljað sjá velferðarmál barna og ungmenna í forgrunni,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, um fjármálaáætlun. „Við hefðum viljað aðgerðir til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leik- skólagöngu. Lengingu á fæðingar- orlofi þannig að það myndist ekki þetta erfiða tímabil hjá foreldrum með yngstu börnin vegna þess að þau komast ekki að hjá dagforeldr- um eða á leikskóla.“ Það hefði líka verið rík ástæða til þess í fjármála- áætluninni að byrja að stefna að gjaldfrjálsum leikskóla. „Við hefð- um til dæmis líka viljað sjá áætlan- ir um útgáfu námsgagna fyrir öll skólastigin, námsstyrki til handa nemendum á framhaldsskólastigi til að draga úr óhóflegri vinnu margra nemenda með námi, og að fram- haldsskólarnir væru opnaðir fyrir 25 ára nemendum og eldri.“ Kosningaloforðin Í kosningum lofuðu stjórnarflokk- arnir að fjárframlög til háskólanna yrðu í samræmi við meðaltal OECD sem og að unnið yrði að því að ís- lenskir háskólar yrðu á pari við Norðurlöndin þegar kemur að fjár- mögnun. „Stjórnvöld munu auka framlög til háskólastigs til meðal- tals OECD-landa,“ segir í samþykkt- um kosningaáherslum Sjálfstæð- isflokksins. „Í lok kjörtímabilsins verða útgjöld til háskólanna 6 millj- örðum króna hærri á föstu verðlagi en í dag,“ sagði Viðreisn í sínum loforðum. Viðreisn nefndi ekki í sínum loforðum að Hús íslenskra fræða yrði dregið frá rekstrar- framlögum háskólastigsins líkt og fjármálastefna gerir ráð fyrir. Sé bygging hússins tekin frá er ljóst að aukning framlaga eru um 2,8 millj- arðar. Það er því ekki staðið við loforðið. „Björt framtíð vill öflugt háskólakerfi, fjölbreytt námsfram- boð og áherslu á rannsóknir og ný- sköpun. Fjárframlög á hvern há- skólanema á Íslandi eru lægri en að meðaltali í OECD-ríkjunum og mun lægri en annars staðar á Norður- löndunum. Íslenskir háskólar hafa verið verulega vanfjármagnaðir og munu ekki standast samkeppni um starfsfólk, nemendur og getu til að afla styrkja með þessu áfram- haldi,“ segir í kosningaloforðum Bjartrar framtíðar. Frá undirritun stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Hagsæld landsmanna og þróun þekkingarsamfélags byggist á öflugu menntakerfi,“ segir í sáttmálanum. Mynd | Hari Jón Atli Benediktsson, rektor Há- skóla Íslands, segir ljóst, miðað við fjármálaáætlun, að ekki standi til að efna kosningaloforð um fjármögnum háskólanna. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir ljóst að yfirvöld hafi ekki í hyggju að efna loforð um að sparnaður vegna styttingu framhaldsskóla verði eftir í skólunum.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.