Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 THE FULL RAY-BAN EXPERIENCE NÝTT! RAY-BAN - nú með styrkleikaglerjum framleidd af RAY-BAN. Styrkleika- glerin eru með RAY-BAN merkingum. Fást bæði ólituð eða sem sólgler. fólkinu að bráðum kæmu félags- ráðgjafar á vegum borgarinnar til að fara yfir stöðu hvers og eins og komast til botns í því hverjir eigi rétt á húsnæðisbótum. „En er sanngjarnt að leigan hækki upp í hundrað og eitthvað þúsund þegar við fáum 230 þúsund krónur á mánuði? Hvernig á það að ganga upp?“ kallar Ingibjörg háum rómi. „Já, mér finnst hundrað þúsund krónur sanngjarnt leiguverð fyr- ir 57 fermetra íbúð,“ segir Auðun. Birgir tekur undir og segist alls ekki vilja valda ruglingi. Margt sem sagt hafi verið um söluna á Seljahlíð sé beinlínis rangt og það sé alls ekki allt rétt sem fjallað hafi verið um í fjölmiðlum. „Við viljum ekki ala á einhverjum misskilningi og ótta. Við viljum skapa hérna sátt við íbú- ana. Eigum við ekki að hafa þetta heilbrigt samtal?“ spurði Birgir. „Vilt þú ekki bara orða spurn- ingar okkar líka, úr því þér finnst þær ekki vera nógu heilbrigðar?“ spurði Ingibjörg. Þið kölluðuð sjokkið yfir fólkið Gissur Guðmundsson tekur til máls en foreldrar hans hafa búið í Selja- hlíð í nokkra mánuði. „Áður en þau fluttu hingað inn skoðuðu þau aðra möguleika. Við litum meðal annars á leiguverðið þegar þau voru að gera upp hug sinn og þetta hent- aði þeim vel. Hér gátu þau hugsað sér að búa áhyggjulaus fram á sína síðustu daga, því planið þeirra gekk upp. Allt þar til að plaggat var hengt upp hér í húsinu um að Félagsbú- staðir væru búnir að kaupa og til stæði að hækka leiguna. Foreldrar mínir eiga að öllum líkindum ekki rétt á húsnæðisbótum og þessar fyrirhuguðu hækkanir er enginn smá biti fyrir þau. Það er ekki verið að hækka húsaleigu hjá venjuleg- um þegnum Reykjavíkurborgar, það er verið hækka leigu á öldruðu fólki sem getur ekki varið sig og er kannski að kljást við Alzheimer. Fólkið hér er ekki óánægt með að Félagsbústaðir kaupi húsið. Þið köll- uðuð sjokkið yfir fólkið með þess- um hækkunum. Hefði ekki verið réttara að hækka leiguna þegar nýtt fólk flytti inn og hlífa íbúunum hér við þessum breytingum?” Gissur telur að kaup Félagsbú- staða á Seljahlíð hafi verið keyrt í gegn í kerfinu á miklum hraða án þess að borgarfulltrúar hafi áttað sig á afleiðingum kerfisbreyting- anna á íbúa hússins. Birgir svarar því að rekstur Fé- lagsbústaða verði að standa undir sér og aðrir leigjendur hjá Félags- bústöðum geti ekki að niðurgreitt leiguna fyrir íbúa Seljahlíðar. Erlendar konur úr eldhús- inu koma og taka af borðum íbú- anna. Fleiri íbúar safnast saman í matsalnum og einhverjir ættingj- ar líka. „Hvað með mötuneytið?“ kallaði einn aftast í salnum. „Verður það áfram? Ég má til með að hæla matnum hérna, hann hefur verið frábær.“ Forstöðukonan og mennirnir frá Félagsbústöðum fullvissa fólkið um að þjónustan í húsinu haldist óbreytt með öllu. Kom brunavörnum af stað Birgir bætir við að Félagsbústaðir vilji taka hraustlega á því í viðhaldi hússins. „Við hyggjumst ráðast hér í viðhald á hitakerfi sem er komið til ára sinna, við munum yfirfara brunavarnir og ýmislegt fleira.“ „Já ég hef nú ekki áhyggjur af brunakerfinu, ég hef komið því að af stað í þrisvar með þessum hellu- borðum,“ sagði Sigrún. „En má ég þá spyrja ykkur að því, hvað er það sem þið eruð svona ósátt við?“ spurði Birgir. „Þessar hækkanir,“ sagði Ingi- björg. „En það er búið að taka ákvörun um þær og því verður ekki breytt. Þannig er staðan,“ sagði Birgir. „En húsaleigan hækkar ekkert fyrsta árið. Svo hækkar hún um 3500 krónur á mánuði þar til hún er orðin jafn há og í öðrum íbúðum Félagsbústaða,“ sagði Margrét for- stöðukona. Það fer kliður um salinn. „Ha?“ spurði einhver. „Hækkar leigan ekki strax?“ „Nei,“ sagði Margrét. „Af hverju var okkur ekki sagt þetta strax?“ spurði annar íbúi. Aðstandendur á staðnum hvísla í eyru blaðamanns að í salnum sé meðal annars fólk sem glími við heilabilun og minnisglöp og það sé erfitt fyrir þau að meðtaka breytingarnar. Fundurinn stóð í meira en klukkustund og var ekki annað að heyra en að íbúarnir yrðu sáttari þegar á leið. Enn voru þeir þó ósáttir við þá einhliða ákvörðun að leiguverðið yrði hækkað, því engir íbúar Seljahlíðar sjá fram á að tekjur þeirra hækki á næstu árum. Birgir Ottóson, forstöðumaður Félagsbústaða, og Auðun Freyr Ingvarsson framkvæmdastjóri heimsóttu Seljahlíð. „Það er verið hækka leigu á öldruðu fólki sem getur ekki varið sig og er kannski að kljást við Alzheimer.“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.