Gripla - 20.12.2017, Side 81
81
aðferð til þess að sýna skyldleika handrita og ekki er útilokað að draga upp
stemma Jómsvíkinga sögu en gagnsemi þess er takmörkuð. Þegar kemur að
Jómsvíkinga sögu eru gerðirnar það fjarskyldar og bútarnir sem vantar inn í
myndina of margir til þess að stemma geti lýst sambandi þeirra nægilega.
Ef markmiðið er að komast nær því í hverju munur gerðanna felst er lestur
á hverri gerð sem sjálfstæðri einingu mun vænlegri til árangurs og líklegri
til þess að veita innsýn í umhverfi og hefð sögunnar.
3. aM 291 4to og Holm perg 7 4to
Þó að hefð sé fyrir því að telja varðveittar gerðir Jómsvíkinga sögu fimm tals-
ins má færa rök fyrir því að bera sérstaklega þrjár þeirra saman til þess að
varpa ljósi á þróun textans og mögulegar viðtökur hans, það er 291, Perg
7 og 510. Þessar þrjár gerðir eru sjálfstæðar í þeim skilningi að þær eru
skrifaðar frá upphafi til enda án nokkurra athugasemda eða stórvægilegra
breytinga á byggingu, ef frá eru taldir fyrstu kaflarnir sem ekki eru í 510.
Þetta gildir vitaskuld einnig um þýðingu Arngríms en vegna þess að hún
er þýðing frá lokum sextándu aldar og forritið er óþekkt verður saman-
burður á orðalagi og stíl ómögulegur og líkt og Jakob Benediktsson benti
á er ómögulegt að vita hvort frávik frá öðrum gerðum í þýðingunni komi
beinlínis frá Arngrími sjálfum eða úr forriti.24 í Flateyjarbók er Jómsvíkinga
saga á hinn bóginn hluti af stærra samhengi.25 Þó að hægt sé að taka textann
út úr Flateyjarbók og prenta sem sjálfstæða sögu yrði það alltaf upp að vissu
marki tilbúin eða endurgerð saga. Sannarlega er orðalag á köflum mjög líkt
á síðari hluta 291 og síðari þætti Jómsvíkinga í Flateyjarbók, en heildin er
ólík. Líkt og gildir um þýðingu Arngríms er forrit textans í Flateyjarbók
óaðgengilegt og sagan hefur þar öðlast annan tilgang; hún er saga í sögu.26
24 Jakob Benediktsson, Arngrimi Jonae Opera Latine Conscripta 4. Bibliotheca Arnamagnæana
12 (Kaupmannahöfn: Munksgaard, 1957), 121.
25 Fyrir nánari umræðu um þættina í Ólafs sögu Tryggvasonar í Flateyjarbók sjá Elizabeth ash-
man rowe, The Development of Flateyjarbók. Iceland and the Dynastic Crisis of 1389 (odense:
the university Press of Southern Denmark, 2005), 33–97.
26 Það væri vissulega vert að kanna nákvæmar hvernig Jómsvíkinga saga er meðhöndluð af skrif-
urum Flateyjarbókar en það er utan ramma þessarar rannsóknar. Niðurstöður hennar má þó
nýta til framhaldsrannsóknar í samhengi við aðrar rannsóknir á sögum Flateyjarbókar eins
og til dæmis niðurstöður Lárusar H. Blöndals um Sverris sögu, sjá Um uppruna Sverrissögu
(reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 1982), 19–29; Þórdís Edda Jóhannesdóttir,
„Jómsvíkinga saga,“ 30.
ÞrJÁr GErÐ Ir J Ó M S V Í K I N G A S Ö G U