Gripla - 20.12.2017, Page 81

Gripla - 20.12.2017, Page 81
81 aðferð til þess að sýna skyldleika handrita og ekki er útilokað að draga upp stemma Jómsvíkinga sögu en gagnsemi þess er takmörkuð. Þegar kemur að Jómsvíkinga sögu eru gerðirnar það fjarskyldar og bútarnir sem vantar inn í myndina of margir til þess að stemma geti lýst sambandi þeirra nægilega. Ef markmiðið er að komast nær því í hverju munur gerðanna felst er lestur á hverri gerð sem sjálfstæðri einingu mun vænlegri til árangurs og líklegri til þess að veita innsýn í umhverfi og hefð sögunnar. 3. aM 291 4to og Holm perg 7 4to Þó að hefð sé fyrir því að telja varðveittar gerðir Jómsvíkinga sögu fimm tals- ins má færa rök fyrir því að bera sérstaklega þrjár þeirra saman til þess að varpa ljósi á þróun textans og mögulegar viðtökur hans, það er 291, Perg 7 og 510. Þessar þrjár gerðir eru sjálfstæðar í þeim skilningi að þær eru skrifaðar frá upphafi til enda án nokkurra athugasemda eða stórvægilegra breytinga á byggingu, ef frá eru taldir fyrstu kaflarnir sem ekki eru í 510. Þetta gildir vitaskuld einnig um þýðingu Arngríms en vegna þess að hún er þýðing frá lokum sextándu aldar og forritið er óþekkt verður saman- burður á orðalagi og stíl ómögulegur og líkt og Jakob Benediktsson benti á er ómögulegt að vita hvort frávik frá öðrum gerðum í þýðingunni komi beinlínis frá Arngrími sjálfum eða úr forriti.24 í Flateyjarbók er Jómsvíkinga saga á hinn bóginn hluti af stærra samhengi.25 Þó að hægt sé að taka textann út úr Flateyjarbók og prenta sem sjálfstæða sögu yrði það alltaf upp að vissu marki tilbúin eða endurgerð saga. Sannarlega er orðalag á köflum mjög líkt á síðari hluta 291 og síðari þætti Jómsvíkinga í Flateyjarbók, en heildin er ólík. Líkt og gildir um þýðingu Arngríms er forrit textans í Flateyjarbók óaðgengilegt og sagan hefur þar öðlast annan tilgang; hún er saga í sögu.26 24 Jakob Benediktsson, Arngrimi Jonae Opera Latine Conscripta 4. Bibliotheca Arnamagnæana 12 (Kaupmannahöfn: Munksgaard, 1957), 121. 25 Fyrir nánari umræðu um þættina í Ólafs sögu Tryggvasonar í Flateyjarbók sjá Elizabeth ash- man rowe, The Development of Flateyjarbók. Iceland and the Dynastic Crisis of 1389 (odense: the university Press of Southern Denmark, 2005), 33–97. 26 Það væri vissulega vert að kanna nákvæmar hvernig Jómsvíkinga saga er meðhöndluð af skrif- urum Flateyjarbókar en það er utan ramma þessarar rannsóknar. Niðurstöður hennar má þó nýta til framhaldsrannsóknar í samhengi við aðrar rannsóknir á sögum Flateyjarbókar eins og til dæmis niðurstöður Lárusar H. Blöndals um Sverris sögu, sjá Um uppruna Sverrissögu (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 1982), 19–29; Þórdís Edda Jóhannesdóttir, „Jómsvíkinga saga,“ 30. ÞrJÁr GErÐ Ir J Ó M S V Í K I N G A S Ö G U
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266

x

Gripla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.