Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2018, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 27.01.2018, Qupperneq 2
Veður Hæg suðvestlæg átt í dag og víða slydduél eða él. Hiti nálægt frost- marki. sjá síðu 40 Leitað áfram í dag Halda á áfram leit að Ríkharði Péturssyni í dag en leit var frestað upp úr fimm í gær. Tugir björgunarsveitarmanna á Suðurlandi leituðu í gær að Ríkharði sem sást síðast til á þriðjudag. Leitað var með þyrlu og björgunarsveitarmenn fóru einnig út á Ölfusá á bát. Fréttablaðið/Magnús Hlynur Rekstraraðili óskast Guðmundur 615 0009 fjordur@fjordur.is 231m2 / 70 manns í sæti · Full innréttað · Útbúið tækjum Möguleiki á rekstri spilasalar · Losnar fljótlega Á besta stað í hjarta Hafnarfjarðar á veitingastað með fallegt sjávarútsýni í Hafnarfirði Verslun „Við ákváðum að búa til bjór með súrhval en á okkar for­ sendum,“ segir Dagbjartur Arilíus­ son, eigandi Brugghúss Steðja í Borgarfirði, um nýjan þorrabjór fyrirtækisins sem inniheldur hvals­ eistu sýrð upp úr gerjaða drykknum Kombucha. Þorrabjórar Steðja hafa vakið heimsathygli síðan í janúar 2014 þegar brugghúsið kynnti bjór sem innihélt hvalmjöl. Ári síðar fór í sölu bjór með taðreyktum eistum langreyða sem Dagbjartur segir stoltur að sé umdeildasti bjór heims. Umfjöllun Fréttablaðsins um bjórinn rataði í fréttir erlendra fjölmiðla á borð við BBC og The Guardian og vakti fram­ leiðslan reiði erlendra dýra­ verndunarsinna. Eistun koma að sögn Dag­ bjarts frá Hval hf. í Hafnar­ firði eða sama fyrirtæki og sá Steðja fyrir hvalmjölinu og kynkirtlinum sem brugg­ húsið hefur taðreykt síðustu ár. Í umfjöllun um Kombucha í blaðinu í ágúst í fyrra kom fram að drykkurinn er gerð­ ur úr grænu tei, hrásykri og lifandi gerlum. „Þetta er mjög heilnæmt fyrir meltingarveginn og bætir þarmaflóruna. Við ákváðum að nota gerið til að búa til súrhval og svo er bjór­ inn bruggaður í belgískum Lambic­stíl en á okkar for­ sendum. Útkoman er súrbjór þar sem þetta gefur bjórnum eilitla sýru,“ segir Dagbjartur. „Við verkum eistun sam­ kvæmt ákveðinni gæðahand­ bók og það er mjög langt ferli að sýra þetta á réttan hátt. Yfirleitt eru súrbjórar bruggaðir með súrgeri eða villtum bakteríum en við notum bara sýrðu eistun og ölger,“ segir Dagbjartur og bætir við að mikið af erlendu ferðafólki heim­ sæki brugghúsið eingöngu vegna hvalabjóranna. „Við opnuðum gestastofu hjá okkur í fyrravor og þetta er það sem þeir eru að leita eftir eða að finna eitthvað íslenskt og öðruvísi,“ segir Dagbjartur og nefnir sem dæmi að leikararnir Tori Spelling og Ian Ziering, sem gerðu garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 á tíunda áratugnum, hafi heimsótt Steðja í september síðast­ liðnum. „Þau voru alveg vitlaus í þetta og fóru með þetta heim til sín í Hollywood og auglýstu þar. Ég er búinn að fá fullt af fyrirspurnum þaðan en þetta er auðvitað hvala­ furð og vandmeðfarin vara,“ segir bruggarinn. haraldur@frettabladid.is Umdeilt brugghús setur súr hvalseistu í bjórinn Eigandi Steðja í Borgarfirði selur þorrabjór sem inniheldur hvalseistu sýrð upp úr gerjaða drykknum Kombucha. Mjög heilnæmt segir eigandinn Hinir hvala- bjórar fyrirtækisins vöktu heimsathygli og reiði erlendra dýraverndunarsinna. brugghúsið er starfrækt á bænum steðja í borgarfirði. Þau voru alveg vitlaus í þetta og fóru með þetta heim til sín í Hollywood og auglýstu þar. Ég er búinn að fá fullt af fyrir- spurnum. Dagbjartur Arilíusson, eigandi Brugg- húss Steðja lögreglumál Karlmaður á fimm­ tugsaldri, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn ungum pilti um nokkurra ára skeið, var í gær úrskurðaður í áframhaldandi viku­ langt gæsluvarðhald. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lög­ reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu hafa gert kröfu um aðra viku á grundvelli rannsóknar­ hagsmuna í gær áður en fyrri gæslu­ varðhaldsúrskurður yfir manninum rann út. Héraðsdómur féllst á þá kröfu. Líkt og Fréttablaðið sagði frá á þriðjudag barst lögreglu kæra á hendur manninum í síðustu viku frá ungum manni um tvítugt. Brot mannsins eru sögð hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið er pilturinn var barn og unglingur. Lögregla handtók manninn í kjöl­ far kæru piltsins og gerð var húsleit á heimili hans. – smj Áfram í haldi eftir kæru pilts lögreglumál Íslenskur karlmaður var handtekinn við komuna til Íslands frá Spáni í fyrradag grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknar­ deildar lögreglunnar á höfuðborgar­ svæðinu. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins er maðurinn grunaður um aðild að innflutningi þeirra efna sem falin voru í sendingu merktri Skáksambandi Íslands. Tveir menn voru settir í gæsluvarðhaldi vegna þess máls 9. janúar. Annar þeirra var látinn laus í vikunni. Samkvæmt heimildum blaðsins var þessi sami maður handtekinn á Spáni í síðustu viku vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gegn eigin­ konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra fyrir viku. – aá Viku varðhald eftir heimkomu Tækni Fréttavefurinn Vísir.is vann í gær til verðlauna sem efnis­ og fréttaveita ársins á Íslensku vefverð­ laununum. „Þetta er ótrúlega ánægjuleg viðurkenning á starfi fjölmargra sem voru á bak við þessa stóru breytingu sem við gerðum á síðasta ári. Það var flókið verkefni sem heppnaðist svakalega vel og við erum ótrúlega ánægð með að fá svona jákvæðar viðtökur, bæði frá lesendum og fagfólki,“ segir Tinni Sveinsson, vefstjóri Vísis. Nova fékk verðlaun sem vefur ársins. Þá fékk Nova einnig verð­ launin í flokkunum fyrirtækjavefur ársins í flokki stórra fyrirtækja og vefverslun ársins. Sorpa vann í flokki samfélagsvefs ársins fyrir Flokkunarleiðbeiningar Sorpu og í flokki markaðsvefs ársins fyrir Lygamæli Sorpu. – þea Vefverðlaun til Vísis og Nova 2 7 . j a n ú a r 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r2 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 8 -4 2 2 0 1 E D 8 -4 0 E 4 1 E D 8 -3 F A 8 1 E D 8 -3 E 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.