Fréttablaðið - 27.01.2018, Side 16

Fréttablaðið - 27.01.2018, Side 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif SigmarsdóttirAnnað er vanhugsað, eins og t.d. lækkun virðisauka- skattsþreps á áskriftar- miðla. Er þar ekki verið að mismuna miðlum eftir rekstrarformi? Væri ekki nær að lækka skattheimtu af auglýsinga- sölu? KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A Skýrslan um rekstrarumhverfi fjölmiðla, sem lengi hefur verið beðið eftir, er vonbrigði. Ekki síður svör menntamálaráðherra. Enn á að setja málið í nefnd. Ráðherra kallar það „að setja strax af stað frekari stefnumótun innan ráðuneytisins um stöðu fjöl- miðlunar hér á landi. Þar verða áhrifin metin af fyrirhug- uðum aðgerðum. Leitað verður eftir samvinnu og sam- starfi við hagsmunaaðila, stjórnmálaflokka og almenning. Markmiðið er að ná breiðri sátt um starfsemi fjölmiðla og hugsanlega aðkomu ríkisins að lýðræðis- og menningar- hlutverki þeirra“. Í erindisbréfi nefndarinnar segir meðal annars að henni sé ætlað að gera tillögur um breytingar á lögum og aðrar nauðsynlegar aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi og tryggja að hér á landi fái þrifist fjölbreyttur markaður frjálsra fjölmiðla, með tilliti til mikilvægs hlutverks þeirra fyrir lýðræðisþróun og samfélagsumræðu. Nefndin var skipuð hagsmunaaðilum og fulltrúum stjórnmálaflokka. Í skýrslunni er fjallað um stöðu fjöl- miðlunar á Íslandi og í löndunum í kringum okkar. Hagsmunaaðilar fengu tækifæri til að koma sínum sjónar- miðum á framfæri. Nú virðist eiga að endurtaka þá vinnu. Enn virðist eiga að draga málið á langinn, óvíst hversu lengi. Ekkert er í sjónmáli sem bendir til þess að breyting verði á starfsumhverfi fjölmiðla í næstu framtíð. Nefndin kemur með nokkrar tillögur. Sumar líta ágæt- lega út, þótt ljóst sé að mikil andstaða verði við það eitt að leyfa áfengisauglýsingar. Annað er vanhugsað, eins og t.d. lækkun virðisaukaskattsþreps á áskriftarmiðla. Er þar ekki verið að mismuna miðlum eftir rekstrarformi? Væri ekki nær að lækka skattheimtu af auglýsingasölu? Þegar talað er um að ríkisrisinn fari af auglýsinga- markaði, er langur kafli um hvernig megi bæta honum upp tekjumissinn. Ekki er nefnt, að við brotthvarfið af auglýsingamarkaði verður hagræðing, því ekki kostar lítið að berjast um bitana í bullandi samkeppni á auglýsinga- markaði. Samkeppni við risa sem getur endalaust sótt í almannasjóði verður aldrei heilbrigð nema skýrar reglur séu settar. Markmiðið, að jafnvægi þurfi að ríkja á fjölmiðla- markaði, er litlu nær eftir lesturinn. Sjálfstætt starfandi fjölmiðlum eru ekki sköpuð réttlát skilyrði á meðan ríkisrisi þrengir að einkamiðlum. Ríkisútvarpið þarf að skerpa sérstöðu sína og skilgreina hlutverk sitt, í orði og á borði. Er ekki kominn tími til að gera þá kröfu til RÚV að fyrirtækið sé rekið með hagsýni að leiðarljósi? Helstu fréttirnar sem berast þaðan eru um fjölgun í yfirmanna- skaranum sem fyrir er. Við þurfum fjölbreytni. Yfirvöld hygla Ríkisútvarpinu um of. Nýja skýrslan og nýframlögð fjármálaáætlun ríkis- stjórnarinnar gefa ekki til kynna að breyting verði á. Engu er líkara en að stjórnarherrarnir átti sig ekki á þessu. Þeir bregðast einkareknum fjölmiðlum æ ofan í æ með dekri sínu við ríkisfjölmiðilinn – þvert á fyrirheit margra þeirra um að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, til viðhalds lýðræðinu eins og sagt er á tyllidögum. Þetta er afleitt því þróttmiklir og fjölbreyttir fjölmiðlar tryggja lýðræðið. Löggjafanum ber að standa vörð um þróttmikla og fjölbreytta fjölmiðla. Vonbrigði Undanfarnar vikur, þegar ég hef farið með dóttur mína á leikskólann sem hún sækir hér í London, hef ég læðst með veggjum. Ástæðan er sú að ég vildi heldur plokka af mér hvert einasta líkamshár með flísatöng en að tala við aðra foreldra. Á hverjum einasta morgni í anddyri leikskólans, í hverju einasta barna- afmæli, í hverjum einasta blauta bröns ræða breskir foreldrar ekki um annað en skólamál. Með svalasta freyðivínið í glasi í annarri hendi – að sögn er kampavín úti en prósekkó inni – kál og kínóabollur á tannstöngli í hinni og litlu Suzie eða litla John hangandi á fótleggnum ræða foreldrarnir um gæði grunnskólanna í hverfinu af svo miklum tilfinningahita að ætla mætti að verið væri að leysa sjálfa lífsgátuna. Málið er þeim svo hugleikið að þótt fréttir bærust af því að loftsteinn stefndi í átt að jörðu og væri við að má út allt líf snerist umræðan enn um skólamál. Dóttir mín mun byrja í skóla næsta haust. Frestur til að sækja um skóla rann út í síðustu viku. Ég nenni því ekki að ræða þessi mál lengur. Eins og við Íslendingar segjum: „Þetta reddast.“ Ég get að vísu trútt um talað. Því fyrir einskæra tilviljun nýt ég góðs af áhrifamætti gagnaöflunar. Frábær falleinkunn Eftir að ég flutti í hverfið þar sem ég bý nú komst ég að því að skólinn næstur heimili okkar var í lamasessi. Opinbera eftirlitsstofnunin Ofsted, sem mælir gæði skóla í Bretlandi, gaf skólanum næstlélegustu einkunn sem gefin er. En þessi falleinkunn reyndist það besta sem gat komið fyrir skólann. Foreldrar hverfisins urðu brjálaðir. Ráðinn var nýr skólastjóri og var honum falið að gera umbætur á skóla- starfinu. Skólinn tók svo miklum framförum að í nýjustu mælingu Ofsted fékk hann næstbestu einkunn. Upplýsing gamaldags Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, nýkjörinn formaður Félags grunnskólakennara, var tekin tali í Kastljósi Sjón- varpsins í vikunni. Þar var hún spurð út í bága frammi- stöðu íslenskra nemenda í samanburðarrannsóknum á borð við PISA-könnunina. Þorgerður Laufey brást við með því að gera lítið úr mælingunum. Sagði hún menntun eiga að auka og ydda mennskuna og PISA-könnunin mældi þekkingu sem gæti „orðið úrelt á morgun eins og bensín- bílarnir“. Við Íslendingar tökum að jafnaði mark á alþjóðlegum samanburðarkönnunum. Oft komum við vel út úr þeim og fögnum árangrinum stolt. Ein er hins vegar sú könnun sem virðist hafa verið dæmd ómarktæk með öllu. Og fyrir undarlega tilviljun er það einmitt könnunin sem við komum hvað verst út úr. Það virðist vera orðin þjóðaríþrótt að gera lítið úr PISA-könnuninni. Árið 2014 hafnaði skóla- og frístunda- ráð Reykjavíkurborgar tillögu Sjálfstæðisflokksins um að aflétta leynd af frammistöðu reykvískra grunnskóla í PISA- könnun frá árinu 2012. Var tillagan sögð bera vott um „gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnis- íþrótt“. Í fyrra var sama uppi á teningnum. Að PISA í skóinn sinn En Þorgerður Laufey ræddi fleira í Kastljósinu en PISA- kannanir. Eitt helsta baráttumál sitt sagði hún vera að tryggja að horfið yrði frá aukinni viðveruskyldu kennara því breytingin hefði dregið mjög úr starfsánægju stéttar- innar. Ef kannanir sýna að dregið hafi úr starfsánægju kennara er bæði brýnt og rökrétt að gripið sé til úrbóta. En er ekki eðlilegt að nemendum sé sýnd sama virðing? Ef kannanir sýna að námsárangur íslenskra grunnskóla- nema sé undir meðallagi og að hann fari jafnvel versnandi, er ekki brýnt og rökrétt að bregðast við með úrbótum? Skóli dóttur minnar í London fékk falleinkunn fyrir ekki svo löngu. Vegna þess að árangur breskra skóla er mældur og niðurstöðurnar gerðar opinberar var hægt að krefjast úrbóta sem skiluðu sér hratt og vel. Í stað þess að gera lítið úr könnunum sem sýna óviðunandi árangur íslensks menntakerfis, í stað þess að kalla mælingar „gamaldags sýn“ og námsfög á borð við stærðfræði og lestur „úrelta þekkingu“, í stað þess að leyna foreldra markvisst upplýsingum, væri ekki nær að líta á niðurstöðurnar sem hvatningu til að gera betur? Leyndarhyggja menntakerfisins 2 7 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 8 -3 D 3 0 1 E D 8 -3 B F 4 1 E D 8 -3 A B 8 1 E D 8 -3 9 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.