Fréttablaðið - 27.01.2018, Síða 24

Fréttablaðið - 27.01.2018, Síða 24
Í litlu húsi á Eyrarbakka hafa þrjár kynslóðir kvenna, ásamt smáhundinum Tinu Turner, hreiðrað um sig. Amma, mamma og dóttir rækta þar kartöflur og jarðarber á sumrin og fæða fugla bæjarins yfir vetrarmánuðina. Mæðgurnar Drífa og Unnur voru orðnar langþreyttar á himinhárri leigu á höfuðborgarsvæðinu og fóru einn vetrardaginn fyrir rúmu ári að skoða möguleikann á því að fjár- festa í fasteign saman. Fyrir röð til- viljana fóru þær að skoða fasteignir á Suðurlandi sem Drífu fannst í fyrstu fáránleg hugmynd en hún er nú alsæl í litla bænum sem hefur tekið þeim opnum örmum. „Ég segi örugglega tvisvar eða þrisvar í viku: Mamma trúir þú því að við búum hérna? Ég er alveg enn þá hérna,“ tjáir gagnasérfræðingurinn Drífa Pálín Geirs blaðamanni. Fyrir rúmu ári voru Drífa og sex ára dóttir hennar Svanhildur Pálín við það að missa tveggja herbergja leiguíbúðina sem þær bjuggu í en hún átti að fara á sölu. Greiðslu- byrði Drífu var þar hátt í 200 þúsund á mánuði en leigan var 170 þúsund. Á sama tíma var móðir Drífu, Unnur Ósk Kristjónsdóttir, nýlega fráskilin og bjó í stofunni hjá þeim mæðgum. „Svo það stóð ljósast við að við myndum leita að einhverju saman, en þá hefðum við þurft að fara upp í leigu upp á 300 þúsund á mánuði sem er algjör sturlun,“ segir Drífa. „Svo fór Drífa í Twitter-sauma- klúbb,“ segir Unnur móðir hennar meðan hún grandskoðar rabarbara- böku sem Drífa bakaði eftir upp- skrift móður sinnar með rabarbara úr garðinum. Varð að flýja streituna í borginni Drífa er í saumaklúbbi með konum sem kynntust á samfélagsmiðlinum Twitter. Í einum saumaklúbbnum stakk vinkona hennar upp á því að þær mæðgur myndu skoða hús á Eyrarbakka. „Ég var alveg: Hver býr á Eyrarbakka?“ segir Drífa og skellihlær. „Alveg þessi hroki. Svo kom ég heim og fannst þetta alveg fáránleg hugmynd og sagði þetta við mömmu.“ Unni fannst þetta hins vegar ekki jafn fráleit hugmynd og dótturinni og náði að sannfæra Drífu um að kíkja í það minnsta á fasteignavef- inn með sér. Nú er komið ár síðan þær mæðgur flúðu leigumarkaðinn í höfuðborginni yfir í kyrrð og öryggi smábæjarins og þær eru yfir sig ánægðar með ákvörðunina. Greiðslumatið flækti þó málin töluvert vegna veikinda sem Drífa hefur þurft að takast á við. „Þetta var svolítið maus og vesen. Ég er með sjaldgæfan sjúkdóm í heiladingli svo ég þjáist oft af ofnæmi og veikindum og verð lengi veik. Ég þarf þá að passa mikið upp á streitu því ég framleiði ekki hormón sem vinna á móti streitunni. Ég var í stöðugu streituumhverfi og þar af leiðandi voru tekjurnar mínar ekki stöðugar og það var erfitt að fá greiðslumat,“ segir Drífa alvarleg en bætir svo við kát: „En það hafðist.“ Einangrun í margmenninu Eftir flutningana gerðust þær mægður svo meðlimir í nær öllum mögulegum hópum á Eyrarbakka. Í öllu frá skógræktarfélagi þorpsins til kvenfélagsins hafa þær Drífa og Unnur látið til sín taka. Unnur fer líka á prjónakvöld einu sinni í viku með eldri borgurum bæjarins. „Það er ofsalega góður andi hérna og okkur hefur verið tekið svo vel. Ég hef aldrei átt öflugra félagslíf en síðan ég flutti hingað,“ segir Drífa. Það sé frekar að fólk einangrist á höfuðborgarsvæðinu. „Þar er svo mikið af fólki og svo auðvelt að vera einn; að fara inn í sína íbúð og vera bara við sitt, hérna þarftu á nágrönnunum að halda varðandi vissa hluti og færð þessi tengsl, ef þú kærir þig um.“ Drífa gerði sér lítið fyrir síðasta sumar og stóð fyrir kvennahlaupinu í þorpinu, þá nýflutt þangað. „Þá vantaði einhvern og Drífa er náttúrulega svona „ég skal, já, ég er til“ og svo er hún komin með allt of mikið af verkefnum,“ segir Unnur sem þekkir greinilega sína konu vel. En er ekki erfitt fyrir fullorðnar mæðgur að eiga og reka heimili saman? „Þetta bara gengur upp, fólki sem þekkir okkur finnst þetta ekk- ert skrítið, við höfum alltaf náð vel saman og verið miklar vinkonur. Það kom fólki í rauninni ekkert á óvart að við skyldum enda í svona nábúð.“ Sérherbergi ef þolinmæðin þrýtur Áður en þær mæðgur fjárfestu í íbúðinni höfðu þær búið saman í tvo mánuði þar sem Unnur svaf í stofunni. „Við hugsuðum eiginlega að ef við gætum það gætum við allt. Þolin- mæðin var reyndar á þrotum þá en þetta hefur gengið alveg rosalega vel hérna, hér erum við líka með okkar eigin herbergi,“ segir Drífa kímin. Þær mæðgur eru með verkaskipt- ingu á heimilinu sem gengur bara ágætlega. Þar sér Unnur helst um þvottinn en garðurinn er að sögn Drífu hennar yfirráðasvæði. „Mamma sagði strax að hún ætl- aði ekki nálægt þessum garði, en svo þegar hún er byrjuð þá er erfitt að ná henni inn. Hér tökum við þessu samt ekki svo alvarlega, við erum ekkert að stressa okkur á þessum hlutum.“ Drífa segir sambúðina þó ekki heldur vera svo ólíka því þegar þær ráku sitt heimilið hvor á höfuðborg- arsvæðinu. En vegna veikinda Drífu hefur hún þurft töluverða aðstoð. Þetta sé í rauninni ekki svo ólíkt því. Svanhildur litla græðir líka á því að búa með móður sinni og ömmu. Mæðgurnar eiga líka ýmis sam- eiginleg áhugamál. „Við erum handavinnuóðar, mæðgurnar, varstu búin að segja henni það?“ spyr Unnur dóttur sína og hlær. Í bjartri stofu heimilisins má því finna ótal heimaprjónuð teppi og hekluð sjöl ásamt aragrúa potta- plantna. „Við prjónum, heklum og saum- um, ég á líka mynd sem hangir inni á Alþingi – svona andspyrnuútsaum,“ segir Drífa sem gaf Andrési Inga, þingmanni Vinstri grænna, útsaum- aða mynd þegar hann komst á þing fyrir rúmu ári. Skólabíll og bréfaskriftir í bæinn „Dóttir mín var búin að flytja fjórum sinnum,“ segir Drífa en dóttir hennar Svanhildur Pálín verður sjö ára síðar á þessu ári. Hún byrjaði í fyrsta bekk síðasta haust og er í litlum bekk með fjórtán börnum. Að sögn Drífu byrj- uðu í fyrsta skipti í lengri tíma fleiri börn í skólanum í haust en hættu. „Hún hefur aldrei átt sitt eigið herbergi og aldrei búið við þetta öryggi,“ segir Drífa sem telur Svan- hildi hafa skynjað þá stöðugu streitu sem fylgir því að vera í ótryggu hús- næði á leigumarkaði. „Krakkar finna alltaf fyrir streitu og nú veit hún að við erum ekki að fara neitt. Þetta er alltaf punkturinn sem er heim. Það er gott fyrir krakka að fá þessa jarð- tengingu.“ Lífið á Eyrarbakka er að vissu leyti frábrugðið því sem gengur og gerist á höfuðborgarsvæðinu. Svanhildur tekur til að mynda skólabíl í skólann flesta daga vikunnar. Að sögn Drífu voru þetta svolítil viðbrigði fyrir erf- ingjann að flytja en þá skipti mestu Ánægðar með lífið á Eyrarbakka Þrjár kynslóðir kvenna, amma, mamma og dóttir, voru orðnar þreyttar á himinhárri leigu á höfuðborgarsvæðinu og ákváðu að flytja út á land, þrátt fyrir að sumum hafi þótt sú hugmynd afleit í fyrstu. Mæðgurnar Drífa og Unnur rækta nú kartöflur og jarðarber á sumrin, fæða fugla bæjarins á veturna og skipta milli sín verkum á heimilinu. Unnur Ósk Kristjónsdóttir, Drífa Pálín Geirs og Svanhildur Pálín eru glaðar í bragði enda í öruggu húsaskjóli á vinalegum stað eftir barning á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/VilhElm Bryndís Silja Pálmadóttir bryndissilja@frettabladid.is 2 7 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r24 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 8 -8 7 4 0 1 E D 8 -8 6 0 4 1 E D 8 -8 4 C 8 1 E D 8 -8 3 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.