Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2018, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 27.01.2018, Qupperneq 32
Frá árinu 2010 hefur Orkustofn-un haft aðkomu að og tekið þátt í verkefnum Uppbygg- ingarsjóðs EES í nokkrum löndum Austur- og Suður-Evrópu, að beiðni utanríkisráðuneytisins. Vinnan hefur verið í formi aðstoðar við mótun, framkvæmd, útboð og eftir- lit áætlana á sviði endurnýjanlegrar orku. Aðallega eru verkefnin í formi aðstoðar við uppbyggingu á hita- veitum, við útboð verkefna, eftirlits með framkvæmd, þekkingarupp- byggingar með námskeiðum og auknum samskiptum og tengslum með heimsóknum hópa frá Íslandi til þessara landa og hópa frá lönd- unum hingað til lands. Mörgum verkefnum innan áætlunarinnar fyrir tímabilið 2009 til 2014, er að ljúka, en þau náðu til Asóreyja í Portúgal, Rúmeníu og Ungverjalands. Fjölmörg íslensk fyrirtæki komu að þeim. Einnig hefur Orkustofnun unnið að tví- hliða verkefnum í formi úttektar og stefnumótunar í sjö borgum og bæjum í Rúmeníu, Póllandi, Slóvakíu og Króatíu, sem nýtast vel við undirbúning stærri fjár- festingar- og útboðsverkefna fyrir aðila á markaði. Skýrslur um þetta má sjá á heimasíðu Orkustofnunar. Í heildina tókust þessi verkefni vel og eru góður grunnur að enn frekari verkefnum fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir í næstu áætlun Uppbygg- ingarsjóðsins fyrir árin 2014 – 2021. Nýtt tímabil Uppbyggingar- sjóðs EES 2014 til 2021 – fleiri lönd og verkefni Unnið hefur verið að undirbúningi fyrir nýtt tímabil Uppbyggingar- sjóðs EES og hafa megináherslur í samningum verið staðfestar af utan- ríkisráðuneytum EES-landanna og ráðuneytum viðkomandi landa, Rúmeníu, Búlgaríu og Póllands. Áherslan verður á endurnýjanlega orku, m.a. jarðhita. Samningar við fleiri lönd eru einnig í athugun. Að sögn Baldurs Péturssonar, verkefnisstjóra fjölþjóðlegra verk- efna og kynningar, er stærsta breyt- ingin frá fyrra tímabili að Pólland bætist við á sviði endurnýjanlegrar orku og verður langstærsta landið á því sviði þar sem gert er ráð fyrir um 15 milljörðum kr. í verkefni í Pól- landi á samningstímanum. Sendi- herra Íslands í Póllandi, Martin Eyjólfsson, staðfesti samning við Pólland í desember 2017, ásamt Marit Berger Rosland, ráðherra EES- og ESB-mála í Noregi, og Jerzy Kwiecinski, ráðherra efnahags- þróunar í Póllandi. Í framhaldinu verður unnið að nánari útfærslum samkomulagsins. Frá árinu 2016 hefur Orkustofn- un unnið að tvíhliða verkefnum á sviði jarðhita um stöðumat og stefnumótun í fjórum borgum í Pól- landi og eftir góðan árangur þessara verkefna var mikill áhugi á meira samstarfi við Ísland. Einnig hafa sendinefndir frá þessum fjórum borgum, ráðuneytum, stofnunum og háskólum í Póllandi komið til Íslands á árinu 2017, þar sem þær kynntu sér jarðhita á Íslandi og íslensk fyrirtæki kynntu sína starfsemi. Nánari upplýsingar um EES-verkefni má finna á heimasíðu Orkustofnunar. Ljóst er að mikil tækifæri eru á komandi árum á sviði jarðhitaverkefna sem tengjast Uppbyggingarsjóði EES. Önnur orkuverkefni innan EES Orkustofnun hefur einnig stýrt Geothermal ERA NET-verkefninu sem náði til 11 landa í Evrópu og framkvæmdastjórnar ESB, en það var rannsóknarverkefni á tíma- bilinu 2012 til 2016. Markmið Geo thermal ERA NET var að efla hlut jarðvarma í Evrópu og var það gert með auknu samstarfi rann- sóknaraðila, einkaaðila og stjórn- sýslustofnana í þessum löndum og var það fjármagnað af rannsóknar- áætlunum ESB/EES. Í framhaldi af ERA NET-verkefninu byggðu sömu samstarfslönd upp stærra rannsóknarverkefni sem kallast GEOTHERMICA árið 2017, en það er samstarfsverkefni Evrópusam- bandsins og 16 stjórnsýslu- og rannsóknarmiðstöðva í 13 löndum Evrópu. Á fundi stýrinefndar Evrópu- samstarfsins um orkutækni til framtíðar (SETPLAN) Í Brussel 24. janúar sl., gerði fulltrúi Íslands í nefndinni, Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, grein fyrir áætlun um innleiðingu jarðhita, m.a. til hitunar og raforkuvinnslu í Evrópu. Ísland á aðild að SETPLAN-sam- starfinu á grunni EES-samstarfsins en Guðni gegndi ásamt fleirum formennsku í vinnuhópi sem vann að þessari áætlun í fyrra. Áætlunin sem SETPLAN-nefndin samþykkti, gerir ráð fyrir fjármögnun rann- sóknar- og þróunarverkefna á sviði jarðvarma, sem nemur um 940 milljónum evra eða um 120 milljörðum íslenskra króna, sem koma frá aðildarlöndum, úr sjóðum Evrópusambandsins og frá iðnaði. Fyrsta samstarfsverkefni Evrópu- landa af þessu tagi, GEOTHERM- ICA, er þegar hafið og umsóknir sem nú eru þar til umfjöllunar gætu leitt til verkefna með heildar- fjárhæð allt að 60 milljónum evra eða um sjö milljörðum króna. Orkustofnun leiðir verkefnið og frá Íslandi taka einnig þátt Rannís sem stjórnar umsóknarferlinu og GEORG sem rekur skrifstofu verk- efnisins og annast daglega stjórnun þess. Markmið rannsóknarverk- efnisins er að styðja við og hraða framþróun jarðhitanýtingar innan þátttöku landanna. Endurnýjanleg orka minnkar gróðurhúsalofttegundir og vinnur gegn hlýnun jarðar Framleiðsla endurnýjanlegrar orku í vatnsaflsvirkjunum og jarð- varmavirkjunum á Íslandi kemur í veg fyrir um 18 milljóna tonna losun koldíoxíðs, sem er sú losun sem yrði ef orkan væri framleidd með jarðefnaeldsneyti. Þessi losun jafngildir bindingu koldíoxíðs í níu milljörðum trjáa. Sá fjöldi trjáa myndi þekja árlega um 43 þúsund ferkílómetra, eða sem svarar um 41% af flatarmáli Íslands. Það er mikið framlag, hér á landi og til alþjóðasamfélagsins, til að draga úr gróðurhúsalofttegundum og hlýnun jarðar. Jarðhitavæðingin, sérstaklega frá 1970 til 1985, hefur einnig skilað miklum efnahags- legum ávinningi þar sem jarðhiti kom í stað kyndingar með olíu og kolum og er ódýr í alþjóðlegum samanburði. Talið er að árlegur efnahagslegur ávinningur af þessu fyrir íslenskt samfélag sé að meðal- tali um 2,6% af landsframleiðslu eða um 60 milljarðar króna. Eitt af helstu markmiðum Upp- byggingarsjóðs EES á sviði endur- nýjanlegrar orku, er að draga úr losun á gróðurhúsaloftegundum í viðkomandi löndum. Aðstoð Íslands við uppbyggingu endurnýj- anlegrar orku, ekki síst hitun húsa með jarðvarma, getur haft mikil áhrif í þessum löndum, þar sem hús eru oft hituð upp með kolum. Í Rúmeníu var t.d. kolaorkuveri á stærð við Kárahnjúkavirkjun breytt í gasorkuver og húshitun með jarð- hita aukin með aðstoð sérfræðinga frá Íslandi. Enn stærri verkefni eru á þessu sviði í Póllandi, þar sem kol eru helst notuð til kyndingar. Með þessum verkefnum getur Ísland hjálpað til við að draga veru- lega úr notkun jarðefnaeldsneytis og þar með losun gróðurhúsaloft- tegunda sem gagnast öllum óháð landamærum. Einnig ber að geta þess mikla starfs sem er unnið hjá Jarðhitaskóla Háskóla Sam- einuðu þjóðanna sem rekinn er hjá Orkustofnun, og hefur síðan 1979 menntað yfir 600 sérfræðinga frá fleiri en 60 löndum um allan heim, en þessir aðilar eru núna víða stjórnendur á sviði uppbyggingar og nýtingar jarðhita í viðkomandi löndum. Allt þetta starf hefur bein og óbein áhrif í þá átt að auka nýtingu á endurnýjanlegri orku, og þá sérstaklega jarðhita, og draga um leið úr losun gróðurhúsaloft- tegunda í hinum ýmsu löndum. Árangur af þessu starfi hefur m.a. komið fram í aukinni áherslu á jarðhita innan Uppbyggingarsjóðs EES sem og með fjölgun landa með áherslu á þessi mál. Áhersla á jarð- hita hefur einnig aukist í rannsókn- aráætlunum innan EES, s.s. á vegum Horizon 2020 og með verkefnum eins og ERA NET og GEOTHERM- ICA innan Evrópu. Þessi árangur sýnir vel að aðilar frá litlu landi eins og Íslandi geta tekið þátt í stórum alþjóðlegum verkefnum og stýrt slíku starfi með góðu skipulagi og fagmennsku og haft þannig áhrif á stefnumörkun og fjárframlög til slíkra verkefna í samstarfi stærri landa innan ESB/EES. Heimasíða Orkustofnunar: www.os.is Framlag Íslands á sviði endurnýjanlegrar orku innan EES Endurnýjanleg orka minnkar losun gróðurhúsaloft­ tegunda og vinnur gegn loftslagsbreytingum. Sendinefnd frá borgum og bæjum, ráðuneytum, stofnunum og háskólum í Ungverjalandi í heimsókn á Íslandi árið 2017. Sendiherra Íslands í Póllandi, Martin Eyjólfsson, staðfesti samning við Pólland. Sendinefnd frá Póllandi í heimsókn á Íslandi á árinu 2017 í samstarfsverkefni Orkustofnunar og MEERI PAS, Orku- stofnunar Póllands. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . jA N úA R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RORKA ÍSLANdS 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 8 -4 7 1 0 1 E D 8 -4 5 D 4 1 E D 8 -4 4 9 8 1 E D 8 -4 3 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.