Fréttablaðið - 27.01.2018, Page 36

Fréttablaðið - 27.01.2018, Page 36
Á veturna förum við oft í skíða- brekkuna í Árbænum til að leika okkur í snjónumt PROTIS ehf. er íslenskt líftækni-fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu IceProtein®, sem er hreint prótín sem er unnið úr íslenskum þorski,“ segir dr. Hólmfríður Sveins- dóttir, stofnandi og fram- kvæmdastjóri PROTIS. „Fiskprótín- ið er unnið samkvæmt IcePro- tein® tækni sem byggir á svokall- aðri vatns- rofstækni, sem tryggir skjóta virkni prótínsins og byggir á lang- tíma rannsóknum vísindamanna hér heima og erlendis. Prótínið er að öllu leyti íslensk framleiðsla.“ Hólmfríður er hugmynda- smiður Protis Liða, en hún er með meistaragráðu í næringarfræði og doktorsgráðu frá matvæla- og nær- ingarfræðideild Háskóla Íslands og hefur áralanga reynslu í rann- sóknum á fiskprót- ínum. Liðkandi blanda Protis Liðir er liðkandi blanda með náttúru- legum efnum úr hafinu við Ísland. Það inni- heldur íslensk sæbjúgu og þorskprótín,“ segir Hólmfríður. „Sæbjúgu samanstanda að mestu leyti af brjóski og eru því mjög rík af kollageni, en einn- ig lífvirka efninu chondroitin sulphate, sem verndar brjósk og er talið hafa bólguhemjandi áhrif. Þar að auki eru sæbjúgu rík af sinki, joði og járni sem og bólgu- hemjandi efnum sem nefnast saponin,“ segir Hólmfríður. „Auk þess inniheldur Protis Liðir túrm- erik, D-vítamín, C-vítamín og mangan. Allt eru þetta efni sem eru mikilvæg fyrir liðaheilsu.“ Vegna sívaxandi eftirspurnar fást Protis Liðir nú í tvöfalt stærri pakkningu en áður og eru nú fáanlegir í 120 og 240 stykkja pakkningum. Hjálpar með stirðleika og gigt Snorri Snorrason vélamaður hefur notað Protis Liði með góðum árangri en fyrir rúmu ári fór að bera á miklum stirðleika í liðum hjá honum. „Ég hef ekki fengið neina nákvæma skýringu á hvað hrjáði mig,“ segir Snorri. „En liðir stirðn- uðu og bólgnuðu svo mikið að ég gat ekki stigið í fæturna. Ég prófaði ýmislegt en ekkert virkaði almenni- lega,“ segir Snorri, en konan hans benti honum á að prófa Protis Liði. „Það vantaði ekki virknina! Ég fann mun á rúmri viku, allt í einu gat ég bara stigið óhikað í fæturna,“ segir Snorri. „Í dag er enginn stirðleiki og ég tek bara Protis Liði inn. Þetta svínvirkar á mig og gerir mér gott, engin spurning.“ Ida Haralds Malone er líka ánægð með áhrifin. „Ég hef glímt við liðagigt í um 30 ár,“ segir hún. „Stundum hefur gengið vel í nokkur ár en svo fer alltaf að síga á ógæfuhliðina. Ég á ekki nógu mörg orð yfir hvað ég er ánægð með Protis Liði og vonandi geta Protis Liðir hjálpað öðrum í mínum sporum.“ Protis Liðir er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu Protis, protis.is. Vinnur á verkjum og bólgu í liðum Protis Liðir inniheldur hágæða fiskprótein og náttúruleg efni sem eru mikilvæg fyrir liðaheilsu. Það hefur reynst þeim sem stríða við verki í liðum einstaklega vel og er nú til í tvöfalt stærri pakkningum en hingað til. Hólmfríður er stofnandi og framkvæmdastjóri PROTIS. MYND/ANTON BRINK Snorri Snorrason er ánægður með Protis Liði. Ida Haralds Malone er mjög ánægð með áhrifin. Ég er búin að lofa börnunum mínum að fara með þeim í sund um helgina,“ segir Heiða Björg og bætir því við að þau reyni að fara í sund að minnsta kosti einu sinni í viku. „Við reynum að fara helst alltaf um helgar og helst einu sinni í miðri viku líka. Við erum með sundkort þar sem hægt er að krossa yfir þær laugar í borginni sem við höfum farið í og við erum búin að prófa þær allar og erum byrjuð á öðrum hring.“ Hún segir það fara eftir aldri fjölskyldumeð- lima hvaða laug er í uppáhaldi hverju sinni. „Ég er mjög hrifin af Laugardalslauginni. Við getum hjólað þangað sem er mikill munur og við nýtum reyndar Laugardalinn mikið til útivistar, einkum þó á sumrin. Á veturna förum við oft í skíðabrekkuna í Árbænum til að leika okkur í snjónum þó við séum ekkert sérstakt skíðafólk. Við förum líka mikið í Elliðaárdalinn á sumrin og finnst við ótrúlega heppin að hafa svona náttúruparadís innan borgarmarkanna.“ Hún segir að oft geti verið mikill asi á virkum dögum og því reynir fjölskyldan að eiga notalega stund um helgar. „Ég einsetti mér það þegar ég byrjaði í pólitík að vera alltaf heima að minnsta kosti annað kvöldið um helgi, þó stundum bætist kvöldveislur við dagleg störf borgarfulltrúans. Þá borðum við eitthvað gott, horfum á mynd eða spilum. Yngri dóttir mín er mikil spilakona og hún vinnur okkur alltaf þannig að eldri stúlkan er minna spennt fyrir að spila. Við gerum alltaf pönnukökur á sunnu- dagsmorgnum, það er einhver hefð sem skapaðist óvart fyrst en svo eins og er oft með börn, eitthvað gerist tvisvar og þá er það orðið að hefð og einhverju sem við gerum alltaf! Maðurinn minn vinnur reyndar erlendis svo þegar hann er heima er oft aðeins meira um að vera um helgar.“ Heiða viðurkennir að undirbún- ingur fyrir prófkjör eigi mögulega eftir að setja mark sitt á helgina en hún sækist eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. „Ég verð örugglega meira í símanum en venjulega en ég mun ná að gera pönnukökurnar og hafa eitt kósíkvöld. Og ég á enga harðari stuðningsmenn en börnin mín. Við ræðum oft hvað ég er að gera í vinnunni og dætur mínar hafa oft mikið til málanna að leggja. Mér finnst mjög gaman að fá þeirra sjónarmið á borgarmálin, hvernig er í strætó og hvað er í matinn í skólanum og svo framvegis. Borgar- málin snerta alla fjölskylduna svo ég er með góða ráðgjafa heima hjá mér.“ Í kvöld stefnir Heiða á að fara í leikhús. „Ég ætla að reyna að komast að sjá Lóaboratoríum. Ég er mikill aðdáandi Lóu, finnst mynda- sögurnar hennar æðislegar og hlakka til að sjá hvernig þær koma út á sviði.“ Búin að prófa allar sundlaugar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi er oft önnum kafin um helgar en hefur það þó fyrir sið að helga fjölskyldunni að minnsta kosti eitt kvöld hverja helgi. Heiða Björg og dætur hennar, Sólkatla og Ísold, ásamt fjölskylduvinkonunni Ninnu Björk . MYND/ERNIR 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . JA N ÚA R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 8 -A 4 E 0 1 E D 8 -A 3 A 4 1 E D 8 -A 2 6 8 1 E D 8 -A 1 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.