Fréttablaðið - 27.01.2018, Side 114

Fréttablaðið - 27.01.2018, Side 114
Góðar lausnir á skemmtilegum vandamálum Sjónvarpsmarkaðurinn sálugi bauð upp á alls konar dót sem gerði daglegt amstur einfaldara. Oft var þar talað um lausn á „skemmti- legu vandamáli“. Facebook hefur leyst markaðinn af hólmi og þar hefur framboð á ómissandi tækjum aldrei verið meira og betra. Ljósi varpað á tennur Útlitskröfurnar sem samfélagið leggur á okkur geta verið þrúgandi. Hvítar tennur eru mjög í tísku þessi misserin. En því miður erum við ekki öll svo lánsöm að vera með skjannahvítar tennur. Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar til þess að hvítta tennur, sumar hverjar ansi óþægilegar. Þessi uppfinning er hins vegar ákaflega þægileg. Maður bara stingur LED-ljósi upp í sig í smástund og dundar sér við einhver verkefni á meðan lampinn lýsir tennurnar. Kylie Jenner notar HiSmile tækið sem var fundið upp 2014. Hún mælir eindregið með þessu þannig að það getur varla klikkað. Hinn langi armur þægindanna Snjalltæki hafa að mest leyst ból- félaga af holdi og blóði af hólmi. Pör hjúfra sig nú sundur hvort í sínu horni og góna á skjáinn frekar en hvort annað. Það getur samt verið ósköp lýjandi að halda á símanum eða spjaldtölvunni þegar maður er útafliggjandi. Ekki síst ef maður er að skransa í gegnum bíómynd eða heila þátta- röð á Netflix. Þá er sveigjanlegi símaarmurinn mikið þarfaþing. Hægt er að festa hann við rúm- gaflinn, náttborðið, eldhúsborðið eða bara hvað sem er. Sveigja svo tækið að líkamsstöðunni og liggja sultuslakur og handfrjáls í símanum. Persónuverndar- stimpillinn Á þessum síðustu og sturluðu inter- net-tímum er einkalíf öllum opið. Hver og einn situr uppi með að þurfa að berjast með kjafti og klóm í persónuvernd sinni. Þótt háskinn sé vissulega mestur á netinu, í tölvupóstum og snjalltækjum rata ýmis viðkvæm einkamál enn á prent. Þá er nú aldeilis fínt að vera með persónuverndarstimpilinn í vasanum. Upplýsingar á lyfseðlum, greiðslukortanótum og viðkvæm- um skjölum eru dulkóðaðar með einu handbragði og enginn getur komist að því hvaða pillur maður er að gleypa eða að dularfulla póst- sendingin með kynlífshjálpartækj- unum sé einmitt ætluð manni. Líkamsrækt letingjans Krafan um að hver einasta sál spóki sig í stæltum og fitusnauðum líkama er orðin ærandi hávær. Það er þó ekki tekið út með sældinni að koma skrokknum í hið skilyrta form. Það kostar fé, tíma og bölvað puð að rækta líkamann. Letihaugar geta nú massað sig upp fyrirhafnarlaust með því að skella The Ultimate Abs Stimulator á bumbuna, halla sér aftur með kók og snakkpoka á meðan tækið örvar vöðvana og herðir þá upp. Alger bylting. Loðinn er hver á baki nema sköfu eigi Mörgum finnst bringuhár karl- mannleg og kynþokkafull. Kaf- loðið bak þykir aftur á móti lítt sexí ef ekki beinlínis subbulegt. Vitaskuld er erfitt að eiga við óæskilegan hárvöxt á bakinu þar sem hendur okkar eru full stuttar frá náttúrunnar hendi til þess að hægt sé að athafna sig þar með góðu móti. Nú er komin lausn á þessu skemmtilega vandamáli. Bakskafan er handhæg og stækk- uð útgáfa af andlitsrak sköfunni og með henni er hægðarleikur að skafa feldinn burt. Allt í röð og reglu Fólk þarf oft að hafa með sér alls konar farangur á bílferðum sínum í gegnum hversdaginn. Símar, hleðslusnúrur, snýtuklútar, smá- mynt, gosdósir, kaffibollar, snyrti- dót og alls konar annað dót velkist í óreiðu í kringum gírstöngina, milli sætanna og í lausum sætum. Þetta skapar vitaskuld stórslysahættu þegar bílstjórinn fálmar í fáti eftir því sem hann vantar. En ekki lengur því þessi handhæga hirsla sem er einfaldlega komið fyrir við hlið sætanna heldur utan um þetta allt saman. Héðan í frá er allt á sínum stað. Stórkostleg en ákaflega ein- föld lausn á hættulegu vandamáli. 2018 Háskólabíó 3. febrúar Í beinni og í opinni dagskrá HATARI HERRA HNETUSMJÖR BIRGIR DIMMA ALBATROSS JÓIPÉxKRÓLI ÁSA LÉTTÖL ÍSLENSKT TÍSKUTÍMARIT 2 7 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r50 L í f i ð ∙ f r É T T a B L a ð i ð Lífið 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E D 8 -7 8 7 0 1 E D 8 -7 7 3 4 1 E D 8 -7 5 F 8 1 E D 8 -7 4 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.