Ófeigur

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Ófeigur - 01.03.1908, Qupperneq 10

Ófeigur - 01.03.1908, Qupperneq 10
10 í heildinni óhrekjandi sannindi, því held eg föstu, og það hefir A. K. ekki reynt að hrekja. Nokkur ónákvæmni í einstökum tölum hefir í þessu tilliti ekki mikla þýðingu, og allra sízt um lengri tímabil, enda eru engar hagskýrslur bygðar á nákvæmlega réttum undirstöðutölum, því að þær er ekki unt að fá, um það þarf ekki annað en að benda á búnaðar- og tíundarskýrslurnar, og yfir höfuð allar framtals- skýrslur. Eigi að síður eru af þeim dregin margs- konar hagfræðisleg sannindi, er hafa afar-mikla þýð- ingu, og reynslan hefir sýnt, að þessum almennu hagfræðisályktunum má fyllilega treysta, þrátt fyrir ónákvæmni í einstökum tölum. Ein slík almenn sannindi dró eg út úr verzlun- arskýrslunum; þau sannindi, að óhóflega dýrt væri fyrir almenning, að láta marga þróttlausa og þekk- ingarsnauða smákaupmenn reka viðskiftin við aðrar þjóðir með fratnleiðslu vora, eða hafa aðdrættina á hendi. Pessum meginsannindum hefir A. K. ekki hagg- að hið minsta, þrátt fyrir eltingaleik sinn við ein- stakar tölur, stóryrði sín og brigzlyrði sín til mín. Þetta veit eg að allir skynsamir lesendur okkar sjá, og þessvegna er heimskulegt að deila við A. K. um það, hvort starfsemi og «atvinna» Húsavíkurkaup- mannanna kostar Pingeyinga þúsundinu meira eða minnna, úr því að það er fullsannað, að það hleypur á tugum þúsunda, samanborið við það sem gæti ver- ið, ef fullkomin hagsýni væri við höfð, og engir kaup- menn notaðir. Svona veit eg að skynsamir menn

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.