Ófeigur - 01.03.1908, Side 12

Ófeigur - 01.03.1908, Side 12
12 innlenda. Málstaður A. K. batnar ekkert í’mínum aug- um, þótt liann geri sig að frumherja innlendrar kaup- mannastéttar, eða reyni að skreyta sig með þeim fjöðrum í augum almennings. Margir og merkir hag- fræðingar hafa—mjög heppilega — Iíkt smákaupmönn- um (og meira er nú A, K. ekki) við sníkjudýr á þjóðarlíkamanum. Pað liggur því þráðbeint við í þessu sambandi að minna A. K. á vísuna þá arna: «Vertu ekki’ að aka þér, ættarlandsins blómi; bara’ ef lúsin íslenzk er, er þér bitið sómi.» ! I í mínum augum eru öll sníkjudýr jafn ógeðsleg og óþörf, hvort sem þau eru íslenzk eða útlend. Eg viðurkenni ekkert lúsaþjóðerni, en held því hiklaust fram, að vér eigum og þurfum að hreinsa af oss öll sníkjudýr, hvort sem þau eru af innlendum eða útlendum ættum. Þetta eru nú almennar hugleiðingar um flug- rit A. K. og tildrög þess. En nú er að líta á þau ummæli A. K., sem nokkuð snerta röksemdir Ófeigs eða málefni þau, er hann berst fyrir, því þeim tel eg rétt að veita bein andsvör með rökum. A. K. segir að eg eigi eftir að sanna, að eitt kaupfélaggeti fullnægt viðskiftaþörf héraðsmanna. Ætl- ast hann víst til, að þetta nægi til þess, að sanna nauðsyn verzlunar hans, sem eftir því ætti að vera tilraun A. K. til þess, að hlaupa undir bagga með K. Þ. II! Til þessa liggja þau svör, að Ófeigur hefir fyr og síðar marg sannað, svo sem framast er hægt

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.