Ófeigur - 01.03.1908, Síða 21
21
getur náð í af íslenzkum vörum. Ýmsir þeirra, er
hann lánaði útlendu vöruna, bregðast, og því verð-
ur hann að kaupa af öðrum til þess að geta staðið
í skilum. Þetta gerir skiljanlegt kapp kaupmanna
hér um íslenzku vörurnar, og tilboð þeirra um hátt
verð, sem auðvitað er nauðungarboð. Það gerir líka
skiljanlegt, að þeir kaupa vörurnar, hversu illar sem
þær eru, til þess að hafa eitthvað handa umboðs-
manninum. Pegar svo loks þessi samtíningur af íslenzk-
um vörum kemur til umboðsmannsins, standa á hon-
um ótal greiðslur, sem eru að falla í gjalddaga, ým-
ist fyrir keyptar vörur eða hjá bönkum, sem lánað
hafa. Honum liggur því æran á, að fá seldar ís-
lenzku vörurnar svo fljótt sem unt er, ella verða
svikari og missa lánstraust. Hann bfður hana því
út, og allir vita að eitt fyrsta skilyrðið fyrir greiðri
útsölu er lágt verð. Þessvegna undirbjóða þessir
umboðsmenn hver annan, og selja stundum vörurn-
ar fyrir hvaða boð sem í þær fæst, því að þeir hafa
ekki efni eða bolmagn til að bfða betri tíma, eða
Ieita lengi fyrir sér með söluna. Persónulega hags-
muni þeirra snertir það lítið eða ekkert, hvaða álit
varan hefir á markaði, hvort hún er ill eða góð, og
hvaða verð fæst fyrir hana, aðeins ef þeir fá sitt og
geta staðið í skilum við Iánardrotna sína, og alveg
gildir hið sama um kaupmennina hér heima.
Pannig er árlega mikið af afurðum vorum selt
erlendis einskonar nauðungarsölu i smásmökkum af
mönnum, sem, eftir hlutarins eðli, enga hvöt hafa til
þess, að hirða uin gæði varanna, álit og verð. Og