Ljósið - 01.02.1909, Blaðsíða 3
L J Ö S I Ð
19
mér þá speki, að það borgaði sig illa að reyna að vekja
guðfrœðinga þjóðar vorrar,»því að þeir elskuðu mest af
öllu smér og gemlinga«, sagði Skúli. Síðan að guðfræð-
ingurinn frá Yigur varð samgróinn Skúla, lastar Gj'ðing-
urinn ekki sinn daglega lagsbróður.
Þess gerist heldur ekki þörf, þar sem Yigur-klerk-
urinn er nægilega pólitiskur vantrúarmaður á þá kristi-
legu siðmenning er kemur, þá prestar bætta að gylla
lýgina og um leið að fela sannleikanu, sem getur orðið
frelsari þjóðanna, ef hann væri ekki í höndum biblíu-
dýrkaranna, sem kenna guð eftir bókföstum lyga-sögum,
er svivirða guðdóminn og leiða krókavegi til falls og
hrösunar.
Eg ætlast til að guðfræðingar, sem á þingi sitja, taki
eftir því, að eg lítt mentaði bóndinn, alin upp í sama
hreiðrinu og guðfræðingurinn og skáldið Matthías bróðir
minn, hefi einurð og kraft til að segja ykkur til syndanna.
Eg set ykkur alla, guðfróðu þ'ingmennina, í bónda-
beygju — svo nefnda — með orðum mínum. Ykkur,
herrana, sem tekið hafið próf og vigslu í guðfræði.
Þið eruð bersyndugb' heimskingar, ónýtir drottins
jjónar. Annað tveggja skiljið ])ið ekki sannleikkann eða
)ið látið hann eins og vind hlaupa fram hjá ykkur. —
?ó sannleikurinn snerti hjörtu ykkar á augnabliks tíma,
þá sofnið þið aftur á veralar-vantrúar-kveldi.
Talið þó um vantrú bjá blessaðri alþýðunni sem
þið sjúgið blóð og merg úr fyrir ramvitlausa guðfræði,
argasta guðlast.
Skiljið þið ekki íslenzkuna sem eg tala og læt prenta,
velæruverðugu bræður?
Hefi eg stolið l'rá ykkur vopnum ykkar og verjum?
Eg liygg það rétt, að eg megi hugsa með mínum
beila eg. þori að dæma hneyksliskenningar þær er ílest-
um rétthugsandi mannvinum ofbíður, að þið haldið í
dauðahaldi.
Guðfræðin ykkar er að mínum skilningi ekki mik-
dsvirði, þrátt fyrir það, þó að mörgum barnamanni
veitist erfitt að íylla sál prestsins síns, og borga með ó-
svikinni vöru fúið og svikið sálarfóður.