Ljósið - 01.02.1909, Qupperneq 15
hjá mér frú er sprottin,
allir meta eiga menn
almáttugan drottin.
I kirkjum vígðir klerkar lands
og kær biskupinn nýji
hætti að minnast meistarans
með hjátrú og lýgi.
Synd er ekki saga ný,
synd kemur frá rnunni,
lærðir hafa’ enn lag á því
að ljúga i dómkirkjunni.
Þó mikil sé guðs náðar nægð
í náðarinnar brunni,
lýgi ei skapar frama’ og frægð
fögru í dómkirkjunni.
Orð koma frá munni’ á mér,
menn ei dóminn flýi,
klerkar hætti’ að kenna hér,
kreddur, heimsku og l}Tgi.
Hróp mitt-nær i himininn,
heiðindómur kafni.
Drottinn virðir vilja minn
vel í Jesú nafni.
"V & i* s.
Sendi guð þér sorg og þrautir
segðu ekki neinum frá,
gakk ei út á gatna-brautir
að gráta, svo að allir sjá.
En, ef aftur happ þig hendir,
hann sem alla gæfu sendir
lofaðu’ í augsýn allra þá.