Ljósið - 01.04.1909, Blaðsíða 6

Ljósið - 01.04.1909, Blaðsíða 6
70 LJOSIÐ. í'angskilin er ritning öll, ritning er ei drottinn. Góð mér kendi móðir mál, málið rétt hún kunni. Fólkið aldrei frjálsa sál finnur í ritningunni. Hrindum ljótum heiðnum móð, heimur betur mannist, einn drottinn á þessa þjóð, þar við allir kannist. Þingmenn noti vit sitt vel, vinni fyrir drottinn. Eg anda þeirra ekki stel, öldin sér þess vottinn. Þó sumir að mér geri grín góð trú mín er sprottin, eilífur skapar orðin mín alvizkunnar drottinn. Það má vita þjóðin svinn þunga hún dregur hlekki. Blessaður nýi biskupinn bannfærir mig ekki. Öll verk manna umbreytast, ei er drottinn þrenning; fögur sól ei formyrkvast þá fer burt villukenning. Víst er Kristur vera góð, hann virðir skepnur sínar. Götótt fái þing' og^þjóð þingvísurnar mínar.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.