Ljósið - 01.04.1909, Blaðsíða 16

Ljósið - 01.04.1909, Blaðsíða 16
LJÓSIÐ. 80 Hneykslislög-. Molto : Belra cr trúar bænagjörð en bezta vín að morgni dags. Jesús verndar veika hjörð við það kannist bræður strax! Jesús breytti vatni í vín vínið má því glcðja oss. Góðir þingmenn gæti sín gjöri léttan þjóðarkross. Aðflutningsbann víns ætti ekki að samþykkjast af alþinginu, því það eru skrælingjaleg fþvingunarlög. — Heldur á þjóðin að læknast á kristilegan hátt með því að kristindómurinn hefir í sér nægan sannleikskraft, ef hann er rétt kendur æskulýðnum, þá kemur hann fram í sinni fullri feg'urð og dýrð. Það er sönnun upp á íslendinga, að þeir eru »tart- aralýður« ósjálfstæðari en Danir, el ekki má flytja neitt vín inn í landið. — Öll ófrelsislög er svo langt ganga, að allir menn, sekir sem ósekir, verða að búa undir sömu harðstjórnarlögum, það spillir kristilegri siðmenn- ing, og er ekki heilbrigð hugsun, því hún spillir frelsi göfugra manna, þeirra sem gæta sín, og falla ekki á svellinu, því það er kristileg skylda, að njóta þess í hófi, sem gleður og hressir volaðar sálir, því Drotlinn er góður og' miskunnar sig yfir öll sín verk. En sjálfir eigum við að vinna að frelsinu án þess að lúta þving'- unarlögum. Ef takið saman toll-lög ný tollið mat hjá konum, . minkar lilóð og mergur í mörgum landsins sonum. Gyðingdómur blindar Björn bita feitum karlinn riáði, i hæðsta sæti einn er örn auðsjúkur á þessu láði. Prentsmiðjan Gutenberg. 1

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.