Ljósið - 01.04.1909, Blaðsíða 8

Ljósið - 01.04.1909, Blaðsíða 8
72 LJÓSIÐ. blaði. Slíkur aumingi er nú látinn vera fulltrúi vor og konungs. Það er illa farið, að öll íslenzka þjóðin verð- ur að líða skömm og skaða af þessu villumannaæði spiritistanna og' þeim meiri hluta, er saurblaðarógur og lýgi gat til leiðar komið. Eg veit, að drottni almáttugum er ekki um megn að láta þetta ókristilega guðleysi ritstjóranna og prest- anna vefða til þess, að opna augun á íleirum en mér, svo þing og þjóð vilji kannast við, að höfundur gleði- boðskaparins, Jesús, var ekki að kenna lærisveinum um sínum að breyta eftir skriftlærðum lögbrotamönn- um drottins, Gyðingum og heiðingjum. — Sannleikur- inn getur aldrei frelsað okkar veiku þjóð með þeirri að- ferð, að setja unga menn í skóla og kenna þeim að verða heiðingjum og Gyðingum verii. Þingmönnum vorum væri sómi að tala um lagfær- ingu á kristindómi kirkjunnar, því ekki fyllist sál guð- fræðinga með anda og krafti frá drottni, þó þeir fái margar krónur fyrir að kenna lýgi í stað sannleika. — Enginn fulltrúi, sem þjóðin hefir kosið, er fær um að verja guðfræði þá, sem prestar kenna og seija sóknar- börnum sínum. Ekki heldur er neinn sá óviti eða sam- vizkulaus maður á þingi, aðhannjfari að reyna að sanna það, að Björn Jónsson, fyrverandi ábyrgðarmaður »ísa- foldar« sé nú orðinn kristilegur, trúverðugur ágætismað- ur, og því sómi lýðs og lands að flagga fyrir karlinum, enda hefir það ekki verið gert. En þar sem dönsk hátigii náðaði Björn, fyrirgaf honum alla þá skömm, er hann reyndi að gera dönsku þjóðinni, þá ber oss Íslendíngum ekki síður að fyrirgefa aumingja persónu þessari bæði skaðann og skömmina, sem þjóðin er búin að fá af hamaskiftum vindhanans. Eg áminni alla kristilega hugsandi menn um að fyrir- gefa nj'ja ráðgjafanum, eg vil að sem flestir styðji veik- an mann og gamlan í háu sæti, jiví ekki er guði ó- mögulegt að laga mannskepnuna. Eg leyfi mér að minnast á það í »Ljósinu«, sem undarlegt glappaskot Landvarnarmanna, að þeir brugð- ust Skúla sínum, trúðu Birni betur. Skúli hefði gætt

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.