Ljósið - 01.04.1909, Blaðsíða 10

Ljósið - 01.04.1909, Blaðsíða 10
74 LJÓSIÐ. Jesú Krist á meta meir en menn og heimsins vald og auð, brákaðan hann ei brýtur reyr, bókstafstrúin min er dauð. í landi voru er trúartrufl, til of lítið er af dygð. Margir æfa dans og dufl, draugatrúar-hneixli og lygð. Sannleikann menn grata í gröf svo guðs-neitendur fjölga her. Mín orð fari heims um höf, herrans andi stjórnar mér. Mentar Jesú mína sál Messíasar á eg trú, — fullskýrt tala móðurmál, málið, biskup, skilur þú. Víst er kominn tími til að trúfræðin sé skoðuð vel, eg skriftlærða vekja vil, vonda trúin fái hel. Ritning dautt er sögusafn, sannur veit það andi minn, henni í fann eg herrans nafn og' hneixlið, Ijóta djöfulinn. Það á skilja þjóðin fróm að þörf er að kasta djöfli frá, hneixlið passar páfi í Róm ogjiprestar vorir landi á. Þó biblían fornt sé barnagull, börn guðs sjá að hún er ljót, henni í er hneixli og bull, heimska, lýgi, klárn og blót. Það vel skilja þjóðirnar, þjóðskáldin og báðir við:

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.