Ljósið - 01.04.1909, Page 6

Ljósið - 01.04.1909, Page 6
70 LJOSIÐ. í'angskilin er ritning öll, ritning er ei drottinn. Góð mér kendi móðir mál, málið rétt hún kunni. Fólkið aldrei frjálsa sál finnur í ritningunni. Hrindum ljótum heiðnum móð, heimur betur mannist, einn drottinn á þessa þjóð, þar við allir kannist. Þingmenn noti vit sitt vel, vinni fyrir drottinn. Eg anda þeirra ekki stel, öldin sér þess vottinn. Þó sumir að mér geri grín góð trú mín er sprottin, eilífur skapar orðin mín alvizkunnar drottinn. Það má vita þjóðin svinn þunga hún dregur hlekki. Blessaður nýi biskupinn bannfærir mig ekki. Öll verk manna umbreytast, ei er drottinn þrenning; fögur sól ei formyrkvast þá fer burt villukenning. Víst er Kristur vera góð, hann virðir skepnur sínar. Götótt fái þing' og^þjóð þingvísurnar mínar.

x

Ljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.