Ljósið - 01.04.1909, Page 12

Ljósið - 01.04.1909, Page 12
76 LJÓSIÐ. Ósatt skapar ófögnuð, alla villir ritningin, þá við Jakob glímdi guð gekk úr liði fóturinn!! A guð vorn ljúga guðlast er, guð liefir aldrei slasað menn, guðssonur vill þjóna þér, hann þjónar sínum vinum enn. Af heimsku l}yðsins hafa not heimskir prestar þessa lands. Yinur drottins var hann Lot, þó varð að salti frúin lians. Reiddist -skepnu skaparinn, skepnan þó að liti við? Blessaður svari hiskupinn ef hundið skilur lögmálið. Með dætrum sínum lagðist Lot, hann líktist svínum manna, því af holdslyst dætra hafði not, þær heltu víni karlinn í ! Er nú þetta gott guðs orð? Gætið herrar vel að^þvi, þetta eg má bera á borð fyrst biblíunni það er í! Þá Samson berjast forðum fór, frægð lilaut asnakjálkinn hans, asnakjálkinn sterkur, stór, steinrotaði þúsund manns. Þetta eru ljótar þjóðsögur, þessu trúðu'Gyðingar, einn smíðaður eyrormur á eyðimörku læknir var! í ritning margur lýgi les, K'gi marga fiun eg þar.

x

Ljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.