Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 -fréttir pósturu vf@vf.is UPPELDI BARNA MEÐ ADHD / ADD Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar stendur fyrir námskeiði sem ætlað er foreldrum barna með athyglisbrest og/eða ofvirkni (ADHD/ADD) og ekki flóknar fylgiraskanir s.s. einhverfu. Á námskeiðinu fá foreldrar fræðslu um ADHD, hvaða þæir geta styrkt ADHD einkenni í sessi og hvað dregið úr þeim. Foreldrar deila með sér hugmyndum um hvað hefur gagnast þeim í uppeldinu. Umsjón verður í höndum Ingibjargar S. Hjartardóur og Sigurðar Þ. Þorsteinssonar, sálfræðinga á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Námskeiðið fer fram í Holtaskóla og er opið öllum sem búa á þjónustusvæði Fræðsluskrifstofunnar. Tími: Sex skipti, tvo tíma í senn. Hefst 12. mars og lýkur 30. apríl. Tveggja vikna hlé er á milli 5. tíma (9. apríl) og 6. tíma (30. apríl). Skráning fer fram í síma 421-6700, skráningarfrestur er til og með 9. mars. Verð: 3000 kr fyrir einstaklinga / 5000 kr fyrir pör. ÖSKUDAGURINN 2014 Miðvikudaginn 5. mars verður haldin öskudagshátíð fyrir 1.-6. bekk í Reykjaneshöll við Sunnubraut. Hátíðin stendur yfir frá kl. 14 – 16. Dagskráin verður með hefðbundnum hæi: Köurinn sleginn úr tunnunni, hoppukastalar, leikir, dans, glens og grín. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar sér um framkvæmdina. Foreldrar yngri barna eru beðnir um að taka virkan þá í þessari skemmtun og aðstoða börnin. Ömmur og afar eru velkomin. Menningarsvið. ATVINNA LAUST STARF Á HEIMILI FATLAÐS FÓLKS Framtíðarstarf – 70% staða - vaktavinna Helstu verkefni: Veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs, heimilishald og samfélagslega þátöku. Hæfniskröfur: Reynsla í starfi með fötluðu fólki Áhugi á málefnum fatlaðra Hæfni í mannlegum samskiptum Jákvæðni og víðsýni Framtakssemi Þjónustulund Aldurslágmark 20 ára Menntun á sviði fötlunarmála er kostur Umsóknum skal skilað á www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf  fyrir 13. mars n.k. Karlar jafnt sem konur eru hvö til að sækja um. Laun samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéarfélög. BJÖRK 5. SÆTIÐ óskar eft i r stuðningi í í prófkjör i S já l fstæðisf lokksins í Reykjanesbæ 1. mars Styrktarsjóður Isavia hefur veitt 2.925.000 króna til níu samfélagsverkefna sem tengjast forvörnum ungmenna, líknar- málum, góðgerðarmálum, um- hverfismálum og flugtengdum verkefnum. Sjóðnum bárust nærri 100 umsóknir vegna marg- víslegra góðgerðarmálefna á liðnu ári og voru styrkir afhentir í aðalstöðvum Isavia á Reykja- víkurflugvelli sl. föstudag. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki Isavia að þessu sinni: Félag heyrnarlausra til framleiðslu á fræðsluefninu Tinna táknmáls- álfur - 350.000 Fræðsla og forvarnir til endurút- gáfu bókarinnar Fíkniefni og for- varnir - 300.000 Átakið „Allir öruggir heim“ til kaupa á endurskinsvestum fyrir leikskólabörn - 490.000 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til kaupa á EKG hjartalínuritstæki fyrir heilsugæslu - 485.000 Rauði krossinn á Íslandi til kaupa á búnaði til hjálparstarfa - 500.000 Barnaheill vegna átaksins Jóla- peysan 2013 - 100.000 Blái herinn vegna umhverfishreins- unar - 150.000 Flugmálaútgáfan til útgáfu tíma- ritsins Flugið - 250.000 Heiðarholt – skammtímavistun til smíði á aðstöðu fyrir vistmenn - 300.000 Styður fjölda samfélagsverkefna Auk ofangreindra samfélagsverk- efna styður Styrktarsjóður Isavia Slysavarnafélagið Landsbjörgu sem hefur með höndum afar mikilvæga viðbragðsþjónustu vegna flug- valla Isavia um land allt. Jafnframt styrkir félagið Háskólann í Reykja- vík og Háskóla Íslands vegna meistara- og doktorsverkefna og veitir aðstöðu fyrir söfnunarbauka góðgerðarfélaga í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli þar sem 2,5 - 3 milljónir króna söfnuðust á ný- liðnu ári. Isavia annast rekstur og uppbygg- ingu allra flugvalla ríkisins og stýrir flugumferð í íslenska flugstjórnar- svæðinu sem er eitt hið stærsta í heiminum. Um 650 manns starfa hjá félaginu auk 175 hjá dóttur- félögunum Fríhöfninni og Tern Systems. Isavia veitir 3 milljónum til samfélagsverkefna - Sjóðnum bárust nærri 100 umsóknir Samstarfssamningar Sand-gerðisbæjar við íþróttafélögin í Sandgerði voru undirritaðir í síðustu viku. Hittust fulltrúar Knattspyrnufélagsins Reynis, Golfklúbbs Sandgerðis og Sand- gerðisbæjar á hádegisfundi og undirrituðu samstarfssamning- ana sem framlengdir hafa verið um eitt ár. Rætt var um hvernig íþróttastarfið í bæjarfélaginu gengi, aðstöðu íþróttafélaganna og fleira. Tækifærið var notað og smellt af mynd þar sem fulltrú- arnir spenntu tvíhöfðann á höfð- inglegan hátt. Á meðfylgjandi mynd eru: Rut Sigurðardóttir, frístunda- og for- varnafulltrúi Sandgerðisbæjar, Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðis, Tyrfingur Andrésson, formaður aðalstjórnar Reynis, Sig- urður Jóhannsson, varaformaður Knattspyrnudeildar Reynis, Ingi- björg Oddný Karlsdóttir, fulltrúi unglingaráðs knattspyrnudeildar Reynis, Guðmundur Einarsson, fulltrúi Golfklúbbs Sandgerðis, Sveinn Hans Gíslason, formaður Körfuknattleiksdeildar Reynis og Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjar- stjórnar Sandgerðis. Spenntu tvíhöfðann við undirritun samstarfssamninga

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.