Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 1
Þrettán manns bjóða sig fram í prófkjöri Sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ sem fram fer á laugardag. Óhætt er að segja að óvæntri „sprengju“ hafi verið varpað í vikunni þegar Gunnar Þórar- insson, forseti bæjarstjórnar og 2. maður á lista flokksins við síðustu kosningar, sagð- ist ætla beita sér fyrir því að ráðinn yrði nýr og ópólitískur bæjarstjóri, fengi hann til þess brautagengi í prófkjörinu. Gunnar býður sig fram í 1.-2. sætið. „Ráðinn verði karl eða kona sem er fagmaður í rekstri og bein- tengist ekki stjórnmálaöflum í bæjarfélaginu,“ segir Gunnar í grein á vf.is og í auglýsingu í Víkurfréttum. Það vakti einnig athygli að í stuðnings-auglýsingu sem birt var í Víkurfréttum, t i l handa Árna Sigfússyni, bæjar- stjóra, skrifa undir hana allir núver- andi bæjarfulltrúar utan Gunnars, for- menn allra ráða flokksins sem og nær allir frambjóð- endurnir í próf- kjörinu. Flokkurinn var með sjö bæjar- fulltrúa eftir síðustu kosningar og hefur verið með hreinan meirihluta þrjú síðustu kjör- tímabil í bæjarstjórn Reykja- nesbæjar. Í skoðanakönnun sem gerð var nýlega hélt flokkurinn meirihlutanum en með sex bæjarfulltrúum í stað sjö áður. Úrslit úr prófkjörinu verða birt um leið og nýjustu tölur berast á vef Víkurfrétta á laugardaginn. vf.is Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 FIMMTUDAGURINN 27. FEBRÚAR 2014 • 8. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR Hringbraut 99 - 577 1150 Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00. VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ 20% afsl átt a f Nu trile nk G old TILB OÐ VIKU NNA R af lyfjum utan greiðsluþátttöku af lausasölulyfjum og öðrum vörum Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ 16% afsláttur 12% afsláttur Lyfja Reykjanesbæ Krossmóa 4 Sími 421 6565 www.lyfja.is Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19 laugard. 10–16 sunnud. 12–16 Betri kjör fyrir heldri borgara Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ. Við stefnum að vellíðan. Herþotugnýr og hamagangur í loftrýmisgæslu NATO og samnorræna þjálfunarverkefninu Iceland Air Meet 2014, sem stóð yfir í febrúar á Keflavíkurflug- velli og nágrenni, skilar Suður- nesjamönnum viðskiptum upp á hundruð milljóna króna. Samtals voru þessir þrír herir; Svía, Norðmanna og Finna með á fjórða hundrað manns í Reykjanesbæ í febrúar en auk þeirra starfaði fjöldi heimamanna við loftrýmisverkefnið en það hefur verið hér reglulega frá því Varnarliðið fór frá Keflavík 2006, með manni og mús. Hópurinn flutti gríðarlega mikið af búnaði til Kefla- víkurflugvallar en m.a. tóku 18 her- þotur og flugvélar og tvær þyrlur þátt í verkefninu. Svona NATO verkefni skilur eftir sig viðskipti við aðila á Suðurnesjum upp á hundruð milljónir króna. Því er nú lokið en á meðan það stóð yfir var öll hótelgisting nýtt en um helmingur hópsins gisti á hótelum en hinn hlutinn í íbúðum á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Veitingastaðir og fleiri þjónustuað- ilar nutu góðs af heimsókn frænda okkar frá Skandinavíu. Einn þessara aðila var veitingafyrirtækið Menu Veitingar sem er með aðsetur í gamla Yfirmannaklúbbnum á Ásbrú. „Svona heimsóknir koma mjög sterkt inn í okkar rekstur og skipta okkur miklu máli. Við vorum að útbúa um tólf hundruð máltíðir á dag þegar hópurinn var hér nær allan febrúar. Næsta heimsókn verður í maí þegar Bandaríkjamenn koma og sinna loft- rýmisgæslu frá Keflavíkurflugvelli. Þá verða steiktar stórsteikur eins og forðum daga hér í gamla Yfirmanna- klúbbnum á Vellinum,“ sagði Ás- björn og lofaði samstarf við alla aðila sem koma að loftrýmisgæslunni, bæði Íslendingana og útlendingana. Í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld kl. 21:30 Heimsókn í Menu Veitingar og inn- slag um Iceland Air Meet 2014 er hluti af efni í 3. Suðurnesjaþætti Sjónvarps Víkurfrétta sem sýndur er í kvöld á ÍNN kl. 21:30, á Kapal- væðingu Suðurnesja og á Víkur- fréttavefnum, vf.is. -Suðurnesjafyrirtæki njóta góðs af Loftrýmisgæslu NATO Hundruð milljóna hagnaður af herþotugný ÞRETTÁN Í PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆÐISMANNA Ástandið á jarðvegslosunarsvæði Reykjanesbæjar á Stap-anum, rétt innan við byggðina í Dalshverfi, er skelfilegt. Þar fara umhverfissóðar í skjóli myrkurs og jafnvel um hábjartan daginn og losa sig við rusl sem alls ekki má losa á þessum stað. Meðfylgjandi ljósmyndir tók ljósmyndari Víkurfrétta á losunar- svæðinu sl. föstudag og það þarf ekki að hafa mörg orð um það sem sést á myndunum. Ástandið er skelfilegt, svo vitnað sé til íbúa sem hafði samband við blaðið og blöskraði ástandið. Á svæðinu eru að myndast risastórir haugar og rusl og drasl fýkur um allar jarðir og yfir byggðina í Innri Njarðvík. - Sjá nánar vf.is Skelfilegt ástand á Stapa - ruslið fýkur yfir Reykjanesbæ

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.