Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 13 -mannlíf pósturu vf@vf.is RÁÐUM FAGMANN Í STÖÐU BÆJARSTJÓRA M eð nýjum sveitarstjórnar-lögum og fjárhagsreglum sveitarfélaga eru fjármál og skuldir þeirra í brennidepli. Við verðum að horfast í augu við þá alvarlegu staðreynd að skuldastaða Reykjanesbæjar er enn vel yfir þeim viðmiðunarmörkum sem yfirvöld hafa sett. Þar er gert ráð fyrir 150% skuldahlutfalli sem hámarki miðað við tekjur. Skuldahlutfall Reykjanes- bæjar er langt yfir þeim mörkum. Á þessu kjörtímabili hefur náðst allnokkur árangur í lækkun skulda bæjarfélagsins, en það hefur fyrst og fremst byggst á samningum um lækkun skulda og sölu eigna. Til að ná viðunandi árangri verðum við að sýna meiri aga og aðhald. Nú er nauðsynlegt að gera hvort tveggja að lækka útgjöld og auka tekjur, eigi einhver árangur að nást í áframhaldandi lækkun skulda. Við þurfum fleiri öflug, atvinnuskapandi fyrirtæki sem greiða há laun til að tekjur sveitarfélagsins aukist. Við þurfum ekki síður að draga markvisst úr rekstrarútgjöldum og stöðva ýmsar fjárfestingar sem vel geta beðið. Við það ástand sem ríkir í okkar bæjar- félagi verðum við að hafa manndóm í okkur til að greina á milli nauðsyn- legra verkefna og æskilegra verkefna. Til þess að ná árangri í lækkun skulda er að mínu mati nauðsynlegt að skipta um skipstjóra í brúnni. Þar er ég ekki að halla á núverandi bæjar- stjóra sem persónu enda er hann hinn vænsti maður. En fái ég til þess brautargengi í komandi prófkjöri Sjálfstæðismanna 1. mars n.k., mun ég beita mér fyrir því að ráðinn verði bæjarstjóri sem kemur ekki úr röðum bæjarfulltrúa. Ráðinn verði karl eða kona sem er fagmaður í rekstri og beintengist ekki stjórnmálaöflum í bæjarfélaginu. Þessi aðili getur þá tekið rekstur bæjarins föstum tökum og einbeitt sér að því að koma fjármálunum í lag. Þannig náum við bestum árangri í rekstri sveitarfélagsins okkar. Reykja- nesbær á sér bjarta framtíð verði rétt á málum haldið. Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúiFöstudaginn 7. mars frum-sýnir Leikfélag Keflavíkur söngleikinn Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur eða Kikku eins og hún er oftast kölluð. Kikka skrifaði Ávaxta- körfuna fyrir 15 árum síðan og því skemmtilegt að Leikfélag Keflavíkur fái að setja verkið á svið í Frumleikhúsinu á þessum tímamótum. Gunnar Helgason leikstjóri verks- ins sagði í samtali við VF að leik- arahópurinn væri frábær, valin manneskja í hverju hlutverki og lifandi hljómsveit á sviðinu sem spilar undir. Þrotlausar æfingar hafa staðið yfir frá því um miðjan janúar og gríðarleg vinna liggur að baki uppsetningu sem þessari. Það er því einlæg ósk þeirra sem að sýningunni standa að suðurnesja- menn fjölmenni á þessa frábæru sýningu sem fjallar um það hvernig einelti getur átt sér stað, hvar og hvenær sem er og hvernig hægt er að vinna með vináttuna. Þetta er sýning sem á erindi við alla fjöl- skylduna. Eins og áður sagði verður frumsýning föstudaginn 7. mars, kl.20.00, 2. sýning sunnudaginn 9. mars kl.14.00, 3. Sýning laugar- daginn 15.mars kl.14.00 og 4. sýn- ing sunnudaginn 16. mars kl.14.00. Miðapantanir eru í síma 4212540. Almennt miðaverð er 2000 kr. en börn á leikskólaaldri greiða aðeins 1500 kr. Sjá allar nánari upplýs- ingar í næsta tölublaði VF og á vf.is. Iðandi leikhúslíf í Reykjanesbæ - Leikfélag Keflavíkur frumsýnir Ávaxtakörfuna í Frumleikhúsinu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.