Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 27.02.2014, Blaðsíða 22
fimmtudagurinn 27. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR22 -íþróttir pósturu eythor@vf.is Jón Axel Guðmundsson vakti mikla athygli fyrir töffara- lega innkomu í bikarúrslitaleik karla um síðastliðna helgi, þar sem Grindvíkingar fögnuðu sigri gegn ÍR. Grindvíkingurinn ungi var svellkaldur í fjórða leikhluta og setti niður öll fjögur skot sín, þar af tvær þriggja stiga körfur í horninu. Jón Axel hefur verið viðloðinn meistaraflokk í að verða þrjú ár þrátt fyrir að verða ekki 18 ára fyrr en síðar á árinu. Körfuboltaspek- ingar vita af honum enda er hann gríðarlegt efni. Eftir að Jón Axel steig á stóra sviðið á laugardaginn og sýndi hæfileika sína, vita eflaust fleiri hver þessi gutti er. Hvað flaug í gegnum hausinn á bakverðinum unga í fjórða leik- hluta? „Ég hugsaði bara um að gera mitt besta. Sverrir sagði að ef ég fengi opin skot þá ætti ég að taka þau. Ég fékk skotin og lét bara vaða.“ Jón Axel segir að það hafi verið draumi líkast að setja niður þessi stóru skot fyrir framan fulla stúku af glöðum Grindvíkingum. „Maður ímyndar sér að svona skot heppnist einn daginn þegar maður er að fíflast með félögum sínum. Svo gerðist þetta bara. Æsku- draumur rætist.“ Jón Axel lék að- eins í 16 mínútur í leiknum en lét mikið að sér kveða, átti tvær stoð- sendingar, stal tveimur boltum og hirti eitt frákast, auk þess að skora 10 stig. Jón Axel segir að hann hafi bætt sig töluvert sem leikmaður á undan- förnu ári. Hann sé umvafinn reynsluboltum sem séu duglegir að leiðbeina honum til betri vegar. Hann er duglegur að æfa sig auka- lega og stefnir hátt í boltanum. Stefnan er tekin til Bandaríkjanna, en ef allt gengur að óskum mun bakvörðurinn leika í framhalds- skóla í Philadelphiu næsta haust. Það er þegar komið í ferli en fyrst skal klára tímabilið með stæl á Ís- landi. „Það væri ekki leiðinlegt að taka tvöfalt í ár og vinna Íslands- meistaratitilinn þriðja árið í röð áður en ég fer til Bandaríkjanna,“ en Grindvíkingar hafa unnið titil- inn undanfarin tvö ár. Einhver bið hafði þó verið eftir bikartitlinum sem síðast kom til Grindavíkur árið 2006. Fékk gæsahúð þegar flautan gall „Þetta er langþráður titill. Þegar um 30 sekúndur voru eftir af leiknum áttaði maður sig á því að þetta væri orðið að raunveruleika. Ég fékk þvílíka gæsahúð þegar fagnaðarlætin brutust úr, þetta var alveg geðveikt,“ rifjar Jón Axel upp. Faðir Jóns er goðsögn í Grinda- vík, Guðmundur Bragason, sem af mörgum er talinn besti miðherji sem Ísland hefur alið. Sjónvarps- myndavélarnar voru duglegar að sína þann gamla í stúkunni sem skiljanlega var að rifna úr stolti yfir syninum. „Hann sagði mér að hann væri ótrúlega stoltur af mér eftir leikinn. Sagði mér að ég hafi sýnt hvar í mér býr, að þetta væri bara spurning um að þora.“ Samkeppni er hörð í sterku Grindavíkurliði. Jón Axel leggur hart að sér til þess að fá sem flest tækifæri. Ef hann nýtir þau eins og hann gerði í Laugardalshöll þá eru honum allir vegir færir. „Draumur minn er að komast í byrjunarliðið. Það er erfitt en maður verður að vinna sér inn mínútur,“ segir bakvörðurinn ungi. Draumurinn er á endanum að komast í háskólaboltann vestan- hafs en það verður tíminn að leiða í ljós. Hver er fyrirmynd þín í körfubolta? Pabbi hefur alltaf verið fyrir- myndin mín en nú er hann hættur, þannig að Lebron James og Jón Arnór eru spilandi menn sem ég lít upp til núna. Hvernig myndir þú lýsa þér sem leikmanni? Mér finnst frekar gott að klappa boltanum, en ef menn eru opnir þá hika ég ekki við að gefa boltann. Ég á það til að vera frekar villtur leik- maður en annars er ég bara mjög mikill alhliða leikmaður, get skotið, gefið, drive-að, dripplað og póstað. Eftirlætislið í NBA? Miami og já, ég er einn af þessum Lebron James gæjum. Eins og staðan er í dag, hvor vinnur í 1-á-1, þú eða pabbi gamli? Sko, pabbi er ekki lengur jafn frár á fæti og hann var, þann- ig að ég hef hann. Hann er lúmskur í sókninni sá gamli en vörnin drepur hann alltaf. Hver er furðufuglinn í Grindavíkurliðinu? Það muna vera Ómar, en Óli Óla er ekki langt á eftir honum. Hvernig er framtíðin hjá Grindavík? Framtíðin í Grindavik er mjög björt og unglingastarfið er virkilega gott. Ég er sáttur með leikmenn sem eru að leggja mikið aukalega á sig með einstaklingsæfingum. Áttu þér einhverjar hefðir varðandi körfuboltann. Hjátrú? Ég er ekki með sérstakar hefðir fyrir utan það að ég er með lagalista sem heitir leikdagur sem ég hlusta á fyrir alla leiki. Lög sem peppa mig upp eru m.a. Ain't worried 'bout nothin' með French Montana og Lebron James með Yo gotti. Hver eru markmið þín sem körfuboltamaður? Það er helst að bæta mig með hverjum deginum. Ef maður gerir það mun maður ná langt! Hvor er sætari, Bikarinn eða Íslandsmeistaratitilinn? Ég myndi segja Íslandsmeistara- titillinn því maður er búinn að vera heila úrslitakeppni að berjast fyrir honum. Annars er svo lítill munur á þessu, bæði geðveik til- finning en sá stóri er aðeins betri. Áttu þér viðurnefni? Páll Axel var alltaf kallaður Paxel og svo þegar ég mætti í meistaraflokk þá byrjaði hann bara að kalla mig Jaxel, þannig hefur það verið síðan. ÆSKU- DRAUMUR AÐ RÆTAST -Paxel hver? Bjóðið velkominn Jaxel! Jón Axel á fullri ferð í bikarúrslitaleiknum. VF/myndir Páll Orri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.