Víkurfréttir - 13.05.2004, Qupperneq 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
S ýslumaðurinn í Keflavíkhefur sent dómsmála-ráðuneytinu bréf þar
sem varðstaða vopnaðra her-
manna utan varnarsvæðis er
gagnrýnd. Sýslumaður gagn-
rýnir sérstaklega varðstöðu
hermanns sem var í pallbíl við
kirkjugarð Keflavíkur við
gatnamót Stakksbrautar og
Garðvegar. Hermaðurinn var
vopnaður vélbyssu, en fleiri
vopnaðir hermenn voru á
svæðinu við Helguvíkurhöfn,
ýmis utan eða innan varnar-
svæðis.
Í bréfi sýslumanns kemur fram
að börn hafi sést á hafnarkantin-
um í Helguvík þar sem loðnu-
skip landa að jafnaði og segir í
bréfinu að varðstaðan hafi valdið
Suðurnesjamönnum óróa.
„ Ó heppilegt er að hermenn sýni
vopn sín innan um almenning
eða þannig að almenningur verði
var við þau. Breytir þar engu
hvort hermenn eru innan eða
utan samningssvæða. Varðstaða
utan samningssvæðanna ætti að
vera í höndum íslenskra yfir-
valda,“ segir í lok bréfsins.
Sýslumaðurinn í Keflavík hafði
árið 1993 afskipti af svipuðum
toga er hermenn varnarliðsins
keyrðu um Keflavík vopnaðir
vélbyssum.
H ervörður var allan sl.sunnudag við kirkju-garð Keflvíkinga við
Garðveg. Ómerktum pallbíll
frá Varnarliðinu var lagt á vegi
sem liggur inn á þann hluta
kirkjugarðsins sem er í upp-
byggingu. Íbúa í Reykjanesbæ
blöskraði þetta og setti sig í
samband við lögregluna í
Keflavík. Laganna verðir
komu á vettvang í sömu mund
og hermönnum fjölgaði á
staðnum. Bifreið frá herlög-
reglunni á Keflavíkurflugvelli
kom í kjölfar Keflavíkurlög-
reglunnar og út úr honum
stigu tveir vopnaðir hermenn.
Þeir gerðu m.a. athugasemdir
við það að ljósmyndari Víkur-
frétta væri að mynda á svæð-
inu, en þá stóð ljósmyndarinn í
vegarkanti Garðvegarins.
Hermennirnir gáfu þær skýringar
á veru sinni í kirkjugarðinum að
þeir væru að vakta bensínflutn-
ingaskip sem væri verið að af-
ferma í Helguvíkurhöfn. Við at-
hugun Víkurfrétta kom í ljós að
hermenn vopnaðir stórum skot-
vopnum voru á víð og dreif eftir
bjargbrúninni í Helguvík. Einn
þeirra gaf sig á tal við ljósmynd-
ara Víkurfrétta, sem framvísaði
skírteini blaðamanna og fékk því
að halda vinnu sinni áfram óá-
reittur.
Aðilinn sem kallaði til lögregl-
una var síður en svo sáttur við
þetta framferði Varnarliðsins og
sagði Varnarliðsmenn hafa vísað
kunningja hans á brott, þar sem
bifreið hans var lagt í vegarkant á
mótum Hafnavegar og afleggjara
að aðalhliði Keflavíkurflugvallar
á dögunum. á væri það móðgun
að staðsetja hervörð við kirkju-
garð bæjarins á sunnudegi, þegar
margir eiga erindi í kirkjugarðinn
til að huga að leiðum ástvina
sinna.
Kona játar íkveikju í
húsi í Njarðvík
■ Kona hefur játað að hafa
kveikt í íbúð í Njarðvík aðfar-
arnótt fimmtudags en konan var
ásamt húseiganda í íbúðinni þar
sem áfengi var haft um hönd. Til-
kynnt var um eld í íbúðinni um
fjögurleytið aðfaranótt fimmtu-
dags og logaði eldur á þremur
stöðum í íbúðunni. Húsráðandi
og konan sem var gestkomandi
voru handtekin grunuð um
íkveikju. Við yfirheyrslur játaði
konan að hafa kveikt í íbúðinni.
Í búar á efri hæð hússins voru
sofandi þegar eldurinn kom upp.
Að sögn Karls Hermannssonar
yfirlögregluþjóns í Keflavík er
málið litið alvarlegum augum.
Ekið á sex ára
dreng í Sandgerði
■ Ekið var á sex ára gamlan
dreng við Sandgerðisskóla í
síðustu viku. Hljóp drengurinn í
veg fyrir bifreið við skólann.
Drengurinn var fluttur með
sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja en hann fékk að fara
heim að skoðun lokinni. Hafði
hann fengið högg á mjaðmirnar
og var allur blár og marinn að því
er fram kemur í dagbók lögregl-
unnar í Keflavík.
■ Atvinnu- og hafnarráð
Reykjanesbæjar hefur fengið for-
ræði yfir Njarðvíkurbraut 51-55,
en Reykjanesbær keypti eignina
á uppboði fyrir 24 milljónir
króna. Eins og greint var frá í
Víkurfréttum sem komu út í gær
hyggst Haukur Guðmundsson
hefja karfavinnslu í húsunum.
orsteinn Erlingsson formaður
Atvinnu- og hafnarráðs Reykja-
nesbæjar sagði í samtali við Vík-
urfréttir að krafist yrði banka-
trygginga af þeim sem hyggðust
hefja rekstur í húsinu. „ Í búar
Reykjanesbæjar geta verið alveg
rólegir því húsin verða ekki leigð
einhverjum ævintýramönnum“ .
VOPNAÐIR HERMENN
VIÐ KIRKJUGARÐ
stuttar
f r é t t i r
Brynjólfshús:
Bankatrygginga
krafist vegna leigu
Óheppilegt að hermenn sýni
vopn sín utan varnarsvæðis
Sýslumaðurinn í Keflavík:
FRÉTTASÍMI VÍKURFRÉTTA
898 2222
Í I Í
20. tbl. 2004 umbrot 12.5.2004 15:48 Page 2