Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.05.2004, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 13.05.2004, Qupperneq 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!    S jö heimagerðar hasspíp-ur hafa fundist á hafnar-svæ ði Njarðvíkur á síð- ustu tveimur mánuðum. Í búi í Njarðvík sem b r nálæ gt hafn- arsvæ ðinu hefur fundið hass- pípurnar í gö nguferðum um svæ ðið. Pípurnar eru útbúnar úr hálfs lítra plastflö skum  ar sem álpappír hefur verið kom- ið fyrir á stút hverrar flö sku. Í búinn sem vill ekki láta nafns síns getið segir að hann hafi fundið hasspípurnar á gönguferð- um um hafnarsvæðið. „ É g geng oft um svæðið og hef fundið þær víða.  að eru margir staðir hér á hafnarsvæðinu þar sem unglingar geta verið í skjóli og reykt,“ segir íbúinn og hann segir töluvert um að unglingahópar séu á svæðinu. „ É g get náttúrulega ekkert fullyrt hvað krakkarnir eru að gera þarna en maður getur svosem lagt saman tvo og tvo.“ Í búinn segir að hann hafi einnig orðið var við bíla sem lagt er við gömlu olíutankana við Njarðvík- urhöfn. „  eir eru kannski að stoppa þarna í 20 mínútur og maður veit náttúrulega ekki hvort þeir eru bara á rúntinum.“ Víkurfréttir fóru um hafnarsvæð- ið og í þeirri athugun komu í ljós nokkrir staðir sem unglingar virðast koma saman á. Inn í hin- um svokölluðu Olsen húsum fannst Smirnoff flaska ofan af Keflavíkurflugvelli. Hægt er að fara inn um glugga á húsinu en þar inni er allt brotið og bramlað og verður að teljast slysagildra fyrir þá sem þangað fara inn. Bakvið sjöstjörnuhúsin þar sem Fiskmarkaður Suðurnesja er til húsa hefur íbúinn fundið hasstól en þar er gríðarlegt rusl og gam- all trébátur sem unglingar virðast hafa verið í. Einnig fannst heimagerð hasspípa bakvið vinnuskúr Skipaafgreiðslu Suð- urnesja. Ein pípa fannst við gömlu olíutankana við Njarðvík- urhöfn og ein bakvið hin svoköll- uðu FR hús. Í búinn sem fann hasspípurnar hefur ekki haft samband við lögregluna í Kefla- vík vegna hasstólanna sem hann hefur fundið. Rúnar Á rnason rannsóknarlög- reglumaður í fíkniefnadeild lög- reglunnar í Keflavík segir það nokkuð algengt að lögreglumenn finni heimagerðar hasspípur á eftirlitsferðum. Einnig sé nokkuð um að íbúar á Suðurnesjum finni slíkar pípur og tilkynni til lög- reglunnar í Keflavík. Að sögn Rúnars hafa hasspípur fundist á hafnarsvæðinu í Njarðvík, á Stapanum og í Grófinni, auk þess sem hasspípur hafi fundist á hafnarsvæðinu í Grindavík. Rún- ar segir að lögregluna gruni að þarna séu unglingar á ferð. Einnig viti lögreglan til þess að bifreiðum sé lagt á þessum svæð- um og þær notaðar til hassreyk- inga. „ Við höfum fengið vit- neskju um slíkt en ekki staðið neina að verki.  að er fylgst með þessum svæðum og fara lög- reglubílar reglulega í eftirlitsferð- ir um þau,“ sagði Rúnar í samtali við Víkurfréttir. ➤ Tól til fíkniefnaneyslu finnast á hafnarsvæðinu í Njarðvík: Hass reykt við höfnina Tónleikar í Kálfatjarnarkirkju ■ Á uppstigningardag, fimmtudaginn 20. maí kl.17.00, verða haldnir tónleikar í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Á tónleikunum kemur fram kvartettinn „ Dísurnar“ , skipaður Eydísi Franzdóttur, óbóleikara, Bryndísi Pálsdóttur, fiðluleikara, Herdísi Ö nnu Jónsdóttur, víóluleikara og Bryndísi Björgvinsdóttur, sellóleikara. „ Dís- urnar“ hafa allar verið virkar í íslensku tónlistarlífi um árabil. Sem kvartett hafa þær starfað saman frá árinu 1997 og m.a komið fram á Há- skólatónleikum, Poulenc-hátíð í Iðnó og 15:15 tónleikum í Borgarleik- húsinu. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð kvartettsins um landið. Rúnar Árnason rann- sóknarlögreglumaður í fíkniefnadeild lögregl- unnar í Keflavík segir það nokkuð algengt að lögreglumenn finni heimagerðar hasspípur á eftirlitsferðum. 20. tbl. 2004 umbrot 12.5.2004 14:20 Page 10

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.