Víkurfréttir - 13.05.2004, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I 20. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 13. MAÍ 2004 I 17
safnsins. Einnig kynnti bæjar-
stjóri hugmyndir um að útbúin
verði sérstök sýningarsvæði fyrir
ferðamenn tengd virkjun Hita-
veitu Suðurnesja á Reykjanesi.
Á síðasta ári voru um 350 þús-
und ferðamenn sem fóru fram
hjá Reykjanesbæ frá Flugstöð
Leifs Eiríkssonar til Reykjavíkur.
Aðeins um 1% af þessum ferða-
mönnum komu til Reykjanes-
bæjar.
„ É g vil stefna að því að fram-
kvæmdir við Víkingaheim hefjist
á þessu ári. Allur undirbúningur
miðar að því og við finnum fyrir
stuðningi við verkefnið. etta er
ein mikilvægustu stoðum í ferða-
þjónustu í Reykjanesbæ,“ sagði
Á rni á fundinum.
Í tengslum við Víkingaheiminn
er gert ráð fyrir að sýning Smith-
sonian safnsins, Vikings - the
North Atlantic Saga verði sett
upp. Einnig er gert ráð fyrir að
komið verði upp söguslóðum í
tengslum við Víkinga innan
þorpsins.
Víkingasýning Smithsonian sem
sett var upp í Washington á árinu
1999 þóttist takast afar vel. Sýn-
ingin var sett upp í fimm borgum
innan Bandaríkjanna og var að-
sókn að þeim mun meiri en
væntingar stóðu til. Hluti af þeir-
ri sýningu verður settur upp inn-
an Víkingaþorpsins.
Fjármögnun vegna undirbúningsfé-
lags Íþróttaakademíu á lokastigi
Á fundinum kynnti bæjarstjóri
fjölmörg verkefni sem unnið er
að í Reykjanesbæ og er þar stærst
svokölluð Í þróttaakademía. ar
er gert ráð fyrir að svæðið við
Reykjaneshöllina verði eitt al-
hliða íþróttasvæði með íþrótta-
mannvirkjum og að þar verði að-
staða til náms á íþróttabrautum.
Bæjarstjóri sagði að undirbún-
ingur Í þróttaakademíunnar gengi
vel og að fjármögnun til stofnun-
ar undirbúningsfélags væri á
lokastigi. Í hugmyndunum er gert
ráð fyrir tengingu við háskóla-
stigið á sviði íþróttanáms. „ Á
svæðinu er gert ráð fyrir að fram
fari fjölbreytt námskeiðahald á
sviði íþrótta fyrir íþróttaþjálfara,
íþróttamenn, íþróttafélög og
börn,“ sagði Á rni. Sýndar voru
skipulagsmyndir af svæðinu þar
sem gert er ráð fyrir að öll
íþróttamannvirkin verði innan
800 metra radíuss.
Framkvæmt fyrir 6,2 milljarða í
Reykjanesbæ á árinu 2004
Framkvæmt verður fyrir 6,2
milljarða króna á árinu 2004 í
Reykjanesbæ. Inni í þeirri upp-
hæð eru verkefni á vegum
Reykjanesbæjar, Reykjaneshafn-
ar, Varnarliðsins, Flugstöðvarinn-
ar, Hitaveitu Suðurnesja og fleiri
aðila. Ö nnur möguleg verkefni
sem ekki eru inn í þessari tölu
eru bygging Nausts Í slendings,
stálpípuverksmiðja í Helguvík,
Stjórnsýsluhús á Keflavíkurflug-
velli og byggingaframkvæmdir í
Tjarnarhverfi.
Kom fram hjá bæjarstjóra að í
tengslum við þessi verkefni skap-
ist um 130 störf í byggingariðn-
aði og 50 störf í þjónustu á þessu
ári. Á árinu 2005 er gert ráð fyrir
sama fjölda í byggingarstörfum
en 80 í þjónustustörfum.
Ellefu þættir fyrirmyndarsveitarfélags
Atvinnumál, menntun og um-
hverfismál eru forgangsverkefni
sem unnið er að innan Reykja-
nesbæjar og eru verkefnin hluti
af ellefu atriðum sem bæjarstjóri
segir að séu skilyrði þess að
Reykjanesbær verði fyrirmyndar-
sveitarfélag. Ö nnur atriði sem
teljast til forgangsverkefna eru að
í Reykjanesbæ sé gott öryggis-
net, landrými fyrir ný heimili og
atvinnustarfsemi, lág glæpatíðni,
lipur stjórnsýsla, góð heilbrigðis-
þjónusta, sanngjarnt verð fyrir
þjónustu, fullnægja áhugasviðum
íbúa og tryggja að auðvelt sé að
sækja þjónustu.
Gatnamót tvöfaldrar Reykjanesbraut-
ar við Innri-Njarðvík. Á myndina vant-
ar húsnæði Kaffitárs.
20. tbl. 2004 umbrot 12.5.2004 16:39 Page 17