Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 2
2 fimmtudagur 24. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR ALLTAF PLÁSS Í B Í L N U M FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG. S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K SÍMI: 845 0900 FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222 Hringbraut 99 - 577 1150 FAGLEG, TRAUST OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA VIÐ BJÓÐUM MEDISMART RUBY BLÓÐSYKUR- MÆLA, STRIMLA, BLÓÐHNÍFA OG NÁLAR FRÍTT FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ SKÍRTEINI FRÁ TR. Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00. MJÖG EINFALDUR Í NOTKUN, STÓR SKJÁR, LÉTTUR OG HANDHÆGUR - „No coding“ þarf ekki að núllstilla - Þarf mjög lítið magn til mælinga, aðeins 0,6µl - Mælir blóðsykur á bilinu 1.1 - 35 mmol/L - Mæling tekur aðeins 5 sek. - Geymir 480 mælingar í minni - Hægt að tengja við tölvu Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarks- verði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi. Sjálfboðaliðar á öllum aldri óskast Viltu koma í hóp skemmtilegra sjálfboðaliða hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ og gefa af þér nokkra tíma í viku? Endilega gefðu þig fram á staðnum eða í síma 897-8012- Anna. Baldursgötu 14, Reykjanesbæ Tónlist, menning og fjör á Ljósanótt 2017 Ljósanótt verður ekki haldin án styrktaraðila né aðkomu bæjarbúa að dagskrá. Skrifað var undir samn- inga við þrjá stærstu styrktaraðil- ana í vikunni, Landsbankann, Isavia og Nettó. Valgerður Guð- mundsdóttir framkvæmdarstjóri sagði við undirskrift fulltrúa stærstu viðburða verða stærri og stærri með ári hverju. „Það er fagnaðarefni fyrir mig sem er að upplifa Ljósanótt í 18. sinn.“ Ljósanótt verður haldin 30. ágúst til 3. september. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fór yfir helstu styrktaraðila og þær breytingar sem orðið hafa í hátíðar- dagskránni að undanförnu. Allt er þó með hefðbundnu sniði. „Í fyrra slepptum við blöðrum að ósk bæjar- búa sem láta sér annt um umhverfið og vegna aukinna öryggiskrafna munu bílar fornbílaklúbbsins ekki aka niður Hafnargötu í ár. Þá styrkir HS Orka ekki flugeldasýninguna í ár þar sem hún samræmist ekki ný- samþykktri umhverfisstefnu fyrir- tækisins.“ Kjartan Már sagði flugeldasýningu hins vegar ekki sleppt, enda væri ósk bæjarbúa að hafa hana áfram. Í ár verður sýningin í boði Toyota um- boðsins í Reykjanesbæ. Auk Toyota eru stærstu styrktarað- ilar Landsbankinn, sem býður upp á stórtónleika á stóra sviði að kvöldi laugardags, Isavia býður upp á bryggjuball á föstudagskvöldi og styrkir Heimatónleika í gamla bænum, Securitas tryggir öryggi Skessunnar í hellinum og Lagardére styrkir hátíðina á veglegan hátt. Þá styrkir Nettó barnadagskrá og ár- gangagöngu, Skólamatur býður upp á kjötsúpu við bryggjuball eins og undanfarin ár við miklar vinsældir. Að venju geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölskyldan getur unað saman við leik og fjölbreytta barna-, unglinga- og fjölskyldudagskrá, sótt sýningar og tónleika af ýmsum toga og tekið þátt í íþróttaviðburðum. Súpuveislur Nettó fyrir árganga- göngu og Skólamatar á bryggjuballi sjá svo um að allir séu saddir. Alla dagskrárliði má nálgast á vef Ljósanætur, ljosanott.is. ■ Sandgerðisdagar ná hámarki á laugardag en alla þessa viku hefur staðið yfir fjölbreytt dagskrá víðs- vegar um Sandgerðisbæ. Hátíðarhöldin hófust á mánudag þegar íbúar við Vallargötu og í Vörð- unni tóku á móti gestum en íbúar Vallargötu og Vörðu eru gestgjafar Sandgerðisdaga í ár. Formleg setning Sandgerðisdaga var í hádeginu í gær með þátttöku leik- og grunnskólabarna. Þá fóru fram hverfaleikarnir og hátíðardagskrá í safnaðarheimilinu. Í dag, fimmtudag, verður móttaka nýrra Sandgerðinga í Vörðunni. Það er boð bæjarstjórnar fyrir fólk sem hefur sest að í sveitarfélaginu frá síðustu Sandgerðisdögum. Þá er Loddugangan á fimmtudagskvöld. Þar er slagorðið „Lífið en ljúft er veitt í Loddu“. Loddugangan hefur 18 ára aldurstakmark, enda veitingar ekki fyrir börn en gengið verður af stað frá Vörðunni. Á föstudag ber hæst keppni milli Norðurbæjar og Suðurbæjar í knatt- spyrnu og síðan saltfiskveisla fyrir keppendur um kvöldið. Einnig verður sagna- og söngvakvöld í Efra Sand- gerði, listsýningar, tónlist og svo stór- dansleikur í Samkomuhúsinu. Laugardagurinn er hápunktur Sand- gerðisdaga. Þá verður dorgveiði við höfnina, lyftingamót í íþróttahúsinu, dagskrá í Þekkingarsetri Suðurnesja, handverk, markaður, vöfflukaffi og tónlist í Miðhúsum þar sem Sigurður H. Guðjónsson sýnir einnig húsalík- ön. Dagskrá verður á hátíðarsvæði við Grunnskóla Sandgerðis milli kl. 13-17. Þar verða leiktæki og fjör og fjölbreytt dagskrá á sviði. Kvölddag- skrá verður svo á hátíðarsviði þar sem fram koma m.a. Klassart, Ba- bies flokkurinn og hljómsveitin Buff. Kynnir verður Halli Valli. Dagskránni lýkur svo með flugeldasýningu við höfnina. Á sunnudeginum verður svo golf- mót, listsýningar og Þekkingarsetrið verður opið. Líflegir Sandgerðisdagar Frá móttöku sem íbúar Vörðunnar og Vallargötu stóðu fyrir á mánudaginn. Setning Sandgerðisdaga fór fram í grunnskólanum í gær. Fulltrúar styrktaraðila og Reykjanes- bæjar saman komnir í skrúðgarðinum. VF-mynd/pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.