Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 23
23fimmtudagur 24. ágúst 2017 VÍKURFRÉTTIR Grindavík í toppbaráttunni þrátt fyrir tap ■ Grindavík tapaði fyrir Val 2:0 á Valsvelli í Pepsí-deild á mánudag- inn. Einar Karl Ingvarsson skor- aði bæði mörk Valsmanna. Fyrra markið skoraði hann á 22. mínútu og það síðara á 80 mínútu. Grinda- vík er í 3. - 4. sæti deildarinnar með 24 stig. Keflavík hélt 1. sæti Inkasso- deildar ■ Keflavík tapaði 4:2 fyrir Haukum um síðustu helgi í Inkasso-deild- inni. Keflavíkingar skoruðu tvö fyrstu mörkin. Fyrsta markið var sjálfsmark á 5. mínútu. Jeppe Han- sen skoraði fyrir Keflavík úr víta- spyrnu í byrjun síðara hálfleiks. Keflavík var í þægilegri stöðu og fátt benti til þess að Haukar myndu jafna, hvað þá skora fjögur mörk. Harrison Hanley minnkaði mun- inn á 54. mínútu áður en Björgvin Stefánsson jafnaði metin sex mín- útum síðar. Aron Jóhannsson kom svo Haukum yfir áður en Björgvin gulltryggði óvæntan sigur Hauka. Lokatölur 4-2 og þrátt fyrir tapið er Keflavík er áfram í efsta sæti deildarinnar með 34 stig. Grindavík kom með eitt stig úr Eyjum ■ Grindavík gerði 2:2 jafntefli við ÍBV í gær í Vestmannaeyjum í Pepsí-deild kvenna í síðustu viku. Fyrsta markið kom strax á 3. mínútu og var það Cloé Lacasse sem skoraði það fyrir ÍBV. Þann- ig var staðan í hálfleik. Kristín Anítudóttir Mcmillan jafnaði fyrir Grindavík á 56. mínútu. ÍBV komst aftur yfir með marki frá Kristínu Ernu Sigurlásdóttur á 67. mínútu. Grindvík jafnaði aftur með marki frá Maríu Sól Jakobsdóttur á 82. mínútu. Lokastaðan því 2:2 og er Grindavík er 7. sæti með 14 stig. Njarðvík og Víðir í toppsætum 2. deildar ■ Njarðvík gerði 1:1 jafntefli við Magna frá Grenivík á föstudag. Krystian Wiktorowicz skoraði jöfnunarmark Njarðvíkur í upp- bótartíma. Víðir sigraði Huginn 1:0 á laugardaginn. Ari Steinn Guðmundsson skoraði mark Víðis á 8. mínútu. Njarðvík er í 1. sæti og Víðir í 3. sæti 2. deildar. Þróttarar komnir í 3. sæti 3. deildar ■ Þróttur Vogum sigruðu KF 2:0 í toppslag 3. deildar í um síðustu helgi. Aran Nganpanya kom Þrótti yfir 21. mín og Andri Björn Sigurðsson skoraði seinna mark Þróttara á 69. mín. Sigur Þróttara var aldrei hættu þrátt fyrir mikla baráttu. Mikil stemmning var á leiknum og létu stuðningsmenn Þróttar vel í sér heyra. Þróttarar hafa verið um miðja deild í allt sumar og eru í fyrsta sinn á meðal þriggja efstu liða deildarinnar. Reynir með sigur á Víkingsvelli ■ Reynir Sandgerði sigraði Berseki 1:0 á Víkingsvelli í 3. deild í knatt- spyrnu karla í síðustu viku. Tomis- lav Misura skoraði eina mark leiks- ins fyrir Reyni á 25. mínútu. Reynir er í næst neðsta sæti deildarinnar með 9 stig. Knattspyrnusamantekt Þjónusta við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2018 – 2023. Sorphirða og útvegun íláta, flutningar og kaup á endurvinnsluefni. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: Sorphirðu fyrir heimili á Suðurnesjum, útvegun á endurvinnsluílátum, flutninga efnis og kaup á endurvinnsluefni. Útboð þetta er auglýst á EES svæðinu. Þjónustutímabil er 5 ár, frá 1. febrúar 2018 til 31. janúar 2023. Útboðsgögn eru afhent frá og með 28. ágúst og fást með því að senda ósk um gögn með tölvupósti á netfangið beimur@simnet.is. Fram skal koma nafn bjóðanda svo og nafn, símanúmer og netfang tengiliðs hjá bjóðanda. Tilboð verða opnuð hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, Berghólabraut 7, Reykjanesbæ, þriðjudaginn 3. október 2017 kl. 11.00. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. S o r p e y ð i n g a r s t ö ð S u ð u r n e s j a s f. --- Útboð verksamninga --- ■ Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja gerði sér lítið fyrir og sigraði á öðru mótinu í röð á Eim- skipsmótaröðinni í golfi en um síð- ustu helgi var keppt á síðasta móti ársins, Sequritas mótinu, þar sem leikið var um GR bikarinn. Karen vann eftir æsispennandi keppni og var höggi betri en Berglind Björns- dóttir sem varð stigameistari ársins. Karen lék hringina þrjá á 11 höggum yfir pari en fór á kostum á loka- hringnum sem hún lék á pari. Hún fékk fjóra fugla á fyrstu átta holunum og náði svo forystu í mótinu þegar fimm holur voru eftir og hélt henni. Fyrir lokaholuna voru þær jafnar, Karen og Berglind, en GS-konan tryggði sér sigur með því að fá par en Berglind fékk skolla. Vel gert hjá Karen sem hefur verið að bæta sig þegar liðið hefur á sumarið. Hún vann Hvaleyrarbikarinn fyrir tveimur vikum, varð í 4. sæti á Íslandsmótinu í höggleik og vann svo núna lokamótið. Karen endaði í 2. sæti í stigakeppni Eimskipsmótaraðarinnar. Golfkúbbur Suðurnesja átti tvo aðra keppendur í kvennaflokki en Laufey Jóna Jónsdóttir varð í 9. sæti á 27 yfir pari og Kinga Korpak sem rak lestina á 33 yfir pari en Kinga var langyngsti keppandinn í mótinu, aðeins 14 ára. Kinga kom gríðarlega á óvart þegar hún blandaði sér í toppbaráttuna á næsta síðasta mótinu á Hvaleyri þegar hún leiddi fyrir lokahringinn. Gekk hins vegar illa á lokahringnum og Karen kom, sá og sigraði og fór m.a. holu í höggi í því mótinu eins og við sögðum frá nýlega. Suðurnesjamenn áttu einn keppanda í karlaflokki en Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr GS varð í 13.-14. sæti á 7 yfir pari en hann endaði í 31. sæti í stigakeppni ársins. Guðmundur lék á mótaröðinni í sumar í fyrsta skipti í mörg ár og stóð sig vel þó hann hafi ekki náð í verðlaunasæti. Íþróttir á Suðurnesjum Annar sigur Karenar Guðna- dóttur í röð á Eimskipsmóta- röðinni Breytum notuðum fatnaði í matvæli Fatasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands er opin alla virka daga frá kl 13 til 18 að Baldursgötu 14, Reykjanesbæ. Baldursgötu 14, Reykjanesbæ Eyþór keppir á HM í taekwondo ●● Einungis●tveir●Íslendingar●keppt●á●mótinu●en● báðir●eru●þeir●Keflvíkingar ■ Keflvíkingurinn Eyþór Jónsson keppir á Heimsmeistaramóti ung- menna í taekwondo í Sharm El Sheikh í Egyptalandi. Mótið fer fram dagana 24.- 27. ágúst. Eyþór hefur verið í ungmennalands- liðinu í langan tíma og hefur náð góðum árangri bæði innanlands og erlendis. Hann er meðal annars ríkjandi Ís- landsmeistari í sínum flokki, bikar- meistari, sigraði opna hollenska og opna skoska mótið, allt á þessu tímabili. Eyþór verður eini fulltrúi Íslands á þessu móti, en hann keppir í -65 kg flokki. Þetta er í annað sinn sem Íslendingur keppir á þessu móti, en fyrir tveimur árum keppti Keflvíkingurinn Ágúst Kristinn Eðvarðsson á sama móti. ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ ÓSKAR EFTIR STEFNUMÓTUN TÓMSTUNDAFÉLAGA Í REYKJANESBÆ Íþrótta- og tómstundráð óskar eftir því að forsvarsmenn tómstunda- félaga í Reykjanesbæ komi saman og fari yfir hver séu brýnustu verk- efnin í náinni framtíð og að hugað verði að stefnumótun í starfi sínu. Óskað er eftir að sent verði á íþrótta- og tómstundafulltrúa á net- fangið hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is fyrir 15. september nk. Fulltrúum gefst svo kostur á að fylgja eftir stefnumótun á fundi ÍT ráðs í byrjun október. Aron, Samúel og Sindri í landsliðshópnum ■ U21 landsliðshópurinn sem mætir Albaníu þann 4. september næstkomandi á Víkingsvelli hefur verið valinn. Þrír Suðurnesjamenn eru í hópnum en það eru þeir Aron Freyr Róbertsson sem leikur með Grindavík, Samúel Kári Friðjóns- son leikmaður Valerenga í Noregi og Sindri Kristinn Ólafsson sem leikur með Keflvíkingum. Leikurinn verður fyrsti leikur liðsins í undankeppni Evrópumóts U21 árs landsliða árið 2019.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.