Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 16
16 fimmtudagur 24. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR ■ Það er ávallt löng röð fyrir utan starfsstöð Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum þegar matarút- hlutun fer fram. Það eru um 400 manns á skrá sem leita sótt reglulega um matargjafir. Matarúthlutun er einu sinni í mánuði en þá koma þeir sem á hjálp þurfa að halda og sækja sér matarpakka sem eiga að duga í fimm máltíðir. Fjölskylduhjálp Ís- lands er líknarfélag sem rekið með sjálfshjálparfé. Tvisvar á ári er fjár- munum safnað fyrir starfsemina. „Stórir styrktaraðilar aðstoða okkur en það er enginn stór styrktaraðili af Suðurnesjum. Bláa Lónið hefur verið duglegt að færa okkur handklæða- gjafir og annað sem verður eftir hjá þeim. Sigurjón í Sigurjónsbakarí er gull af manni. Hann frystir allt sem selst ekki yfir daginn og færir okkur. Ég er hissa á því að stórfyrirtæki eins og fyrirtæki í sjávarútvegi láti sig þetta ekki varða,“ segir Anna Valdís Jónsdóttir varaformaður Fjölskyldu- hjálpar Íslands og verkefnastjóri starfseminnar í Reykjanesbæ. Sorglegt að sjá hve margir lifa við fátækramörk Að sögn Önnu er þörfin mikil hér á svæðinu og fjöldinn sem leitar til Fjölskylduhjálparinnar alltaf jafn stór. „Við finnum ekki fyrir þessu góðær- inu sem talað er um. Margir sem leita hingað eru á leigumarkaðnum og leiguverð hefur hækkað mikið. Þetta þýðir að þessi hópur hefur minna fé á milli handanna til matarinnkaupa. „Hér kemur fólk sem hefur ekki geta borgað rafmagnsreikninginn sinn og því hefur verið lokað fyrir rafmagnið, jafnvel búið við rafmagnsleysi í nokkrar vikur. Ég er búin að starfa við þetta í sex ár og get ekki séð að þetta hafi neitt lagast á þessum tíma. Það er sorglegt að sjá eldri borgara sem hafa unnið alla sína ævi og borgað til samfélagsins lifa við fátækramörk. Ég hef heyrt af fólki sem býr á Nesvöllum sem á ekki fyrir mat þegar það hefur greitt leiguna og önnur nauðsynleg útgjöld.“ „Það kom til okkar maður sem vinnur fulla vinnu sem náði ekki endum saman. Þegar hann var búinn að borga leiguna, barnameðlögin og annað sem hann þurfti að borga átti hann 20.000 kr. eftir. Hann gat því ekki veitt börnunum sínum mikið þegar þau komu til hans. Hann gat heldur ekki gefið börnunum sínum afmælisgjafir. Þetta er bara eitt dæmi um þá sem leita til okkar.“ Fjölskylduhjálp sér til þess að fólk fái matargjafirnar þegar það kemst ekki sjálft á svæðið að sækja þær. „Ætt- ingar sjá stundum um að aka fólki hingað. Það kemur líka fyrir að fólk eigi ekki heimagengt vegna veikinda og þá reynum við að finna lausn á því. Það eru þung skref hjá sumum að koma hingað og þurfa að viðurkenna að þeir eigi ekki ofan í sig og á,“ segir Anna Valdís. Neyðin mest þegar skólarnir byrja og fyrir jólin „Erfitt er hjá sumum foreldrum þegar skólarnir byrja. Það eru ýmis aukaútgjöld eins og að kaupa nesti fyrir börnin í skólann og það kemur fyrir að foreldrar geti ekki keypt nesti fyrir börnin. Við finnum mest fyrir neyðinni fyrir jólin en þá nær röðin yfir hundrað manns. Það er líka tíminn sem við fáum flestar gjafirnar en það eru fleiri sem gefa eitthvað fyrir jólin. Við erum með pakkatré við Nettó Krossmóa. Pakkarnir fara allir til þeirra sem þurfa aðstoð um jólin. Ef það eru einhverjir pakka eftir þá fara þeir í afmælisgjafir eða jafn- vel jólagjafir ári síðar. Við aðstoðum líka foreldra sem geta ekki keypt föt fyrir börnin sín. Nokkur jól keyrðum við maðurinn minn mat til fólks til klukkan sex á aðfangadag.“ Eigum að hugsa um hvort annað „Við rekum einnig verslun með notaðar og nýjar vörur hér í hús- næðinu. Allur ágóði af sölunni fer til Fjölskylduhjálpar. Það eru alltaf einhverjir sjálfboðaliðar sem aðstoða okkur hér í búðinni. Það gefur þeim tilgang að koma hingað og hjálpa til. Það koma líka nokkrir frá Björginni sem er geðræktarmiðstöð Suðurnesja og aðstoða okkur. Hingað í búðina kemur líka mikið af fólki sem þarf að fá ræða sín mál. Við þurfum að vera sáluhjálparar líka. Margir eiga erfitt og þurfa að ræða við einhvern. Það er svo ríkt í okkur að fela fátækt en við eigum að hugsa um hvort annað, þess vegna eru við á þessari jörð,“ segir Anna að lokum. Finnum ekki fyrir góðærinu hér Anna Valdís Jónsdóttir verkefna- stjóri starfseminnar í Reykjanesbæ. „Við eigum að hugsa um hvort annað,“ segir verkefnastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands Á LJÓSANÓTT ER OPIÐ FIMMTUDAG TIL LAUGARDAGS FRÁ KL. 11:00 – 21:00 MATSEÐILINN ER Á WWW.SOHO.IS TILVALIÐ FYRIR VINNUSTAÐI AÐ PANTA OG SÆKJA FISKRÉTTIR // STEIKUR // SALÖT // KAFFI // KÖKUR Soho Catering – Veisluþjónusta // Hrannargata 6 // Sími: 421 7646 // Gsm 692 0200 // www.soho.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.