Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 6
6 fimmtudagur 24. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar Getur lesið hvar sem er Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Óskar Birgisson, sími 421 0002, oskar@vf.is // Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@ vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Lands- prent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Valgerður Björk Pálsdóttir er framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar og Lesandi vikunnar að þessu sinni. Valgerður les einna helst sögulegar skáldsögur og er rithöfundurinn Haruki Murakami í miklu uppáhaldi. Hvaða bók ertu að lesa núna? A little life eftir Hanya Yanagihara. Ég les yfirleitt ekki svona langar bækur en þetta er 700 blaðsíðna bók, svakalega vel skrifuð „coming of age“ saga. Hún hefur vakið hjá mér sterkar tilfinningar. Ég hef grátið þrisvar sinnum, verið líkamlega illt yfir hrikalegum frásögnum af ofbeldi og líka fengið fiðring í magann yfir óvæntri ástarsögu sem er svo falleg og erfið á sama tíma. Ég var annars að klára virkilega áhrifaríka, erfiða og ótrúlega vel skrifaða bók bók Þór- dísar Elvu Þorvaldsdóttur; Handan fyrirgefningarinnar. Mæli með henni fyrir alla til þess að skilja betur afleið- ingar kynferðisobeldis, nauðgunar- menningu og máttinn til að fyrirgefa. Hver er þín eftirlætis bók? Norwegian Wood eftir Haruki Mura- kami. Þetta er svona bók sem maður ég get alls ekki sagt neinum um hvað hún er því ég hreinlega man það ekki. Eina sem ég man er hversu mikil áhrif hún hafði á mig, aðallega vegna frásagnarstíls Murakami sem ég heillaðist af og las flestar bækurnar hans í kjölfarið. Hver er eftirlætis höfundurinn þinn? Ég á ekki marga höfunda sem ég verð að lesa allt eftir en þeir sem komast næst eru Haruki Murakami, Stein- unn Sigurðardóttir og Khaled Hos- seini. Hvernig tegundir bóka lestu helst? Ég leita mest í sögulegar skáldsögur. Mér finnst svo gaman að komast inn í annan heim þegar ég les, en les samt aldrei ævintýrasögur eða vísinda- skáldskap. Mér finnst meira spenn- andi að komast í huganum til Rúss- lands þegar Sovétríkin voru að liðast í sundur, til Reykjavíkur á seinni hluta 19. aldar eða Suðurríkja Bandaríkj- anna um miðja 20.öld. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Eyðimerkurblómið eftir Waris Dirie. Það er saga sómalskrar baráttukonu gegn umskurði kvenna. Ég las hana 14 ára gömul, í sjokki, og varð í kjöl- farið femínisti. Hvaða bók ættu allir að lesa? How I became the mayor of a large city in Iceland and changed the world eftir Jón Gnarr. Hvar finnst þér best að lesa? Hvar sem er. Við eldhúsborðið með kaffibolla, í sófanum, uppí bústað, í flugvél, í lest. Eða jafnvel meðal fólks á meðan það er spjallað eða horft á sjónvarpið. Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur? Bækurnar hans Haruki Murakami. Frásagnarstíll og karaktersköpun hans er svo hrífandi. Ef þú værir föst á eyðieyju og mættir velja eina bók til að hafa hjá þér, hvaða bók yrði fyrir val- inu? Það ætti að vera bók sem maður væri til í að lesa oftar en einu sinni. Ég get ekki lesið erfiðar bækur oftar en einu sinni þannig að ég held að ég myndi taka bestu „skvísubókina“ sem ég hef lesið, en þær eru ekki margar sem sitja eftir hjá mér. Korter eftir Sólveigu Jónsdóttur gerði það hins vegar. Hvað gerðir þú í sumar? Ég fór til Póllands, uppí sumar- bústað, vann í pólitíkinni og var með stelpunum mínum. Sumarbústaður, gæsun, brúðkaup, Pólland, aðlögun tvíbura hjá dagmömmu, vinna og pólitík. Já og auðvitað lestur, sem ég hef gert heilmikið af í inniveðrinu í sumar. Bókasafn Reykjanesbæjar er opið alla virka daga frá klukkan 09-18 og á laugardögum frá klukkan 11-17. Rafbókasafnið er alltaf opið – nánari upplýsingar á heimasíðu safnsins. Á heimasíðu safnsins http:sofn.reykja- nesbaer.is/bokasafn er hægt að mæla með Lesanda vikunnar. w Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ástríður Hjartardóttir, Bæjarási, Hveragerði, lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi miðvikudaginn 9. ágúst 2017. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Hjörtur Kristjánsson Erna Guðlaugsdóttir Sigurjón Guðleifsson Cecilie Lyberth Ásta Guðleifsdóttir Magnús Jensson Ragnar Guðleifsson Hjördís Harðardóttir Sigurður Guðleifsson Margrét Guðleifsdóttir Hörður Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir mín, tengdamóðir og amma,   Margrét Ágústsdóttir, Norðurvöllum 22, Keflavík,   verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 29. ágúst kl. 13.   Árni Ásmundsson, Ágúst Páll Árnason Birta Rós Arnórsdóttir, Dagný Halla Ágústsdóttir Margrét Arna Ágústsdóttir Hildir Hrafn Ágústsson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju, vegna andláts og útfarar, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Emils Kristjánssonar, fyrrverandi slökkviliðsmanns, Kirkjuvegi 1, Reykjanesbæ,   Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót.     Margrét H. Emilsdóttir Elías Á. Jóhannsson Hafsteinn Emilsson Helena Hjálmtýsdóttir Guðríður Nyquist Per – Olov Nyquist afa og langafabörn. ●● Rúmlega●1.500●manns●hafa●útskrifast●frá●upphafi ●● Anton●Þór●Ólafsson●dúxaði●af●verk-●og●raunvísindadeild● ■ Keilir útskrifaði ellefu nemendur af Verk- og raunvísindadeild Há- skólabrúar við hátíðlega athöfn á Ásbrú síðastliðinn föstudag. Með útskriftinni hefur Háskólabrú Keilis útskrifað alls 113 nemendur á þessu ári og samtals 1.534 nemendur á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á námið. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, flutti hátíðarræðu og Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Há- skólabrúar, flutti ávarp. Í ræðu sinni lagði Hjálmar áherslu á gagnkvæma virðingu okkar fyrir ólíkri menningu, trúarbrögðum og þjóðfélagshópum, en án hennar væri menntun lítils virði. Þá flutti Thelma Rán Gylfadóttir ræðu útskriftarnema. Dúx var Anton Þór Ólafsson með 9,59 í meðalein- kunn. Fékk hann bók og lesbretti frá Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Boðið er upp á Háskólabrú í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir háskólans. Keilir hefur markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennslu- hættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Kannanir í Háskóla Íslands á gengi nýnema hafa sýnt að nemendur sem koma úr Há- skólabrú Keilis eru meðal þeirra efstu yfir þá sem telja sig vel undirbúna fyrir háskólanám. Dúxaði með 9,59 í meðaleinkunn hjá Keili

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.