Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 18
18 fimmtudagur 24. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR KRAFTUR ● TRAUST ● ÁRANGURFasteignasalan TORG Garðatorgi 5 210 Garðabæ Hef hafið störf á Fasteignasölunni TORG, býð alla í fasteignahugleiðingum velkomna í viðskipti, fagleg ráðgjöf og topp þjónusta. Bestu kveðjur, Gunnur Magnúsdóttir Löggiltur fasteignasali Sími: 864-3802 Gunnur Magnúsdóttir Viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali Sími: 864-3802 gunnurm@fstorg.is Stuðningsfulltrúi Sálfræðingur Leikskólakennari Stuðningsfulltrúar Eftirskólaúrræði með fötluðum ungmennum Umsjónarkennari á miðstigi Þroskaþjálfi Starfsmaður á heimili fatlaðra barna LAUS STÖRF Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanes- bæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. MYLLUBAKKASKÓLI FRÆÐSLUSKRIFSTOFA LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL AKURSKÓLI FJÖRHEIMAR HOLTASKÓLI MYLLUBAKKASKÓLI VELFERÐARSVIÐ Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði. VIÐBURÐIR NESVELLIR Leikfimi eldri borgara hefst aftur eftir sumarfrí mánudaginn 28. ágúst. Boðið er upp á leikfimi mánudaga og fimmtudaga kl. 10.00 á Nesvöllum. Allir íbúar 60 ára og eldri velkomnir. Bjóðum sérstaklega nýja þátttakendur velkomna. Klippikort til sölu í afgreiðslu Nesvalla. VETRARÁÆTLUN STRÆTÓ Vetraráætlun Strætó hefur tekið gildi. Breytingarnar taka bæði til innanbæjarstrætós og landsbyggðarstrætós, sem meðal annars ekur til flugstöðvar og í nágrannabæjarfélög. Áætlanir má nálgast á vefjum Reykjanesbæjar og Strætós bs. BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Skráning er hafin á Fanzine bókagerðanámskeið sem fer fram í safninu laugardaginn 26. ágúst klukkan 11-17. Skráning fer fram á heimasíðu safnsins; https://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn. Raunfærnimat í Verslunarfulltrúa ■ Vinnur þú við verslun og þjón- ustu eða hefur reynslu af því? Langar þig til að styrkja stöðu þína á vinnumarkaði eða bæta við menntun þína? Ef þú ert orðin/orðinn 23 ára og hefur unnið verslunar- og þjónustu- störf í þrjú ár eða lengur ættir þú að lesa áfram og kynna þér málið. Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum (MSS) býður nú í haust upp á raunfærnimat í Verslunarfulltrúa. Það er 29 eininga starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Matið er þátt- takendum að kostnaðarlausu. Raunfærnimat er frábær leið fyrir fólk til þess að kortleggja færni sína og auka möguleikana á ýmsum sviðum. Margir einstaklingar á vinnumarkaðnum hafa í gegnum áralanga reynslu, byggt upp umtals- verða færni en ekki lokið námi af einhverjum ástæðum. Þessir ein- staklingar búa yfir raunfærni sem vert er að skoða og meta. Raunfærni- mat er ferli þar sem metin er þekking og færni á ákveðnu sviði, sem ein- staklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi og félags- störfum. Á undanförnum árum hafa rétt tæp- lega fjögur þúsund einstaklingar farið í gegnum raunfærnimat í ýmsum iðn- og verkgreinum, auk raunfærni- mats í almennri starfshæfni, hjá MSS og öðrum símenntunarmiðstöðvum um allt land. Það er samdóma álit þeirra að það hafi styrkt stöðu þeirra og sjálfstraust. Margir hafa í kjölfarið lokið löggiltu námi. Matið fer þannig fram að þátt- takendur mæta nokkrum sinnum í Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum, Krossmóa 4, Reykjanesbæ. Eftir kynningu og einstaklingsvið- tal við náms- og starfsráðgjafa, hefst matsferlið. Gerð er færniskráning og í kjölfarið fer fram matssamtal þar sem fagaðili metur stöðu við- komandi í faginu. Matið er staðfest með vottun og skráningu metinna eininga í Innu, skráningarkerfi fram- haldsskólanna. Við raunfærnimat í Verslunarfulltrúa eru þátttakendur metnir skv. nám- skrá Fræðslumiðstöðvar atvinnu- lífsins til 29 framhaldsskólaeininga. Markmiðið er að þeir geti stytt nám í framhaldinu og sýnt fram á reynslu og færni í starfi eða atvinnuumsókn. Eftir matið geta þátttakendur tekið ákvörðun um að ljúka við það sem uppá vantar í námi, nýtt matið sem stökkpall í annað nám eða nýtt það til að skoða hvar þeir eru staddir og hvert þeir vilja stefna með hliðsjón af því. Hér koma að lokum ummæli eins þeirra sem fór í gegnum raunfærni- mat í Verslunarfagnámi hjá MSS, Kristins Sigurjónssonar sölumanns í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Hann er nú nemandi við Háskóla Íslands: Aðalástæðan fyrir því að ég fór í raunfærnimat var að mig langaði í háskólanám. Ég lauk ekki stúdents- prófi á sínum tíma en kláraði versl- unarskólanám í Danmörku. Hefur alltaf langað til að starfa í markaðs- geiranum og langaði í viðskipta- fræði í HÍ. Ég hafði því samband við náms- og starfsráðgjafa og fór í raunfærnimat hjá MSS og átti eftir það auðveldara með að sækja um í háskólanum. Í dag stunda ég nám í Háskóla Íslands með fullri vinnu og gengur vonum framar. Hef þroskast mikið sem ein- staklingur og öðlast áhuga fyrir námi. Ég er með mikla lesblindu sem hefur fram að þessu haft neikvæð áhrif á mig. Háskóli Íslands býður upp á mjög góða þjónustu fyrir þá sem eiga við námsörðugleika að stríða. Raunfærnimatið hefur fært mér vilja og trú á að ég geti lært og ég myndi ráðleggja öllum að skrá sig í raunfærnimat hjá næstu símennt- unarstöð. Það er ómetanlegt að fá starfsreynslu sína metna fyrir nám og gefur af sér óteljandi nýja mögu- leika í lífinu. Nánari upplýsingar veitir Arndís Harpa Einarsdóttir, náms- og starfs- ráðgjafi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, í síma 412-7500 eða tölvupósti; arndisharpa@mss.is Anndís Harpa Einarsdóttir, náms- og starfs- ráðgjafi Kristinn Sigurjónsson, nemandi við HÍ Með SOUL í auga ■ Tónleikaröðin „Með blik í auga“ heldur áfram á Ljósanótt og í þetta sinn verður SOUL tónlist fremst í flokki. Arnór Vilbergsson og Guð- brandur Einarsson sögðu okkur aðeins frá sýningunni og undirbún- ingi hennar. „Okkur langaði til þess að búa til gleðisýningu í ár og soul-tónlist er vel til þess fallin að bjóða upp á gleði og glens og ótrúlega skemmtilega tón- list en þetta er sjöunda árið sem við höldum tónleika í þessari tónleika- röð.“ Hvernig lög verða í sýningunni? „Við höfum alltaf unnið með söguna í gegnum lögin. Í ár byrjum við til dæmis á lögum frá Ray Charles, færum okkur yfir í Aretha Franklin, Marvin Gaye og munum síðan enda með góðum smell, hver veit hvort við lumum ekki á rappi í lokin. Þetta er mikil lagaflóra, gleði og rosalega skemmtileg tónlist.“ Guðbrandur segir að soul-tónlistin hafi í raun og veru byrjað í kirkjunni en þar á hún sinn uppruna í gospelinu. „Flytjendur í ár eru heimamenn ásamt nokkrum stórstjörnum á borð við Jón Jónsson sem er með frábært soul raddsvið, Stefanía Svavarsdóttir og Jóhanna Guðrún koma einnig fram, en þær hafa sungið með okkur áður. Eyþór Ingi sem er frábær söngv- ari og svo er það enginn annar en stuðboltinn og reynsluboltinn sjálfur Helgi Björns.“ Arnór segir þó að hinir flytjendurnir séu stútfullir af reynslu eins og Helgi en hann sé bara eins og gamalt rauðvín, verði bara betri með hverju árinu. Þið hafið komið víða við á síðast- liðnum árum. Er ekkert mál að vera með nýtt efni nýjar hugmyndir? „Í kringum áramótin er púlsinn tek- inn og þá er ákveðið hvort við ætlum að gera þetta einu sinni enn eða hætta þessu. Það hefur gengið vel undan- farin ár en til að byrja með fórum við yfir íslenska tónlist og tímabilin hennar. Eftir það fórum við síðan að færa okkur yfir í þema. Í fyrra vorum við með kántrý tónlist og það hafði enginn sérstaka trú á henni þegar ég skaut því að en sú sýning heppnaðist afar vel,“ segir Guðbrandur. Arnór er hljómsveitarstjórinn og hefur í nægu að snúast fyrir sýning- una og heldur utan um stóran hóp af tónlistarfólki. Við spurðum hann hvernig gengi að halda utan um þetta allt saman. „Þetta er mjög auðvelt í raun og veru. Það sem er svo gott við þetta er hversu sjóaðir allir eru orðnir í þessu. Í ár erum við til dæmis með sömu menn í hljómsveitinni og hafa spilað með okkur síðastliðin fjögur ár. Við erum í raun og veru að æfa í litlum hópum, bandið æfir sér, blásturshljóðfæra- leikarar sér og síðan einn og einn söngvari. Á mánudeginum fyrir sýn- ingu hittumst við öll í Andrews leik- húsinu og æfum saman.“ Langur tími fer í undirbúning á svona sýningu og hálfu ári fyrir hana er byrjað að útsetja, senda út plön, fá raddir og margt fleira. Guðbrandur segir að fyrsti listinn sem hann setti saman á Spotify hafi innihaldið 200 lög en síðan var grisjað smám saman úr honum og að lokum urðu 20 lög fyrir valinu. Hann nefnir einnig að hann hafi reynsluna umfram Arnór í þessari tónlist, því hann sé gamall reynslubolti. Sýningin er frumsýnd þann 30. ágúst og eru örfáir miðar eftir á þá sýningu. Tvennir tónleikar vera svo 3. septem- ber klukkan 16 og 20. Miðasala er á midi.is Fimmtudagskvöld kl. 20:00 Helgi Björnsson á æfingu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.