Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 24
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001 S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir Fornbílaklúbburinn hjólar bara í lög- reglustjórann. Mundi SÍMI 421 3811 – KEFLAVÍK 31. ágúst – 2. sept. afsláttur af öllum vörum nema af tilboðsvöru KAUPAUKI Með öllum margskiptum glerjum fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika. Beinum sjónum að sjónum ■ Í þessu dásemdarveðri sem hefur verið í sumar og hef ég notið þess að ganga og hjóla á fallegu strand- leiðinni okkar hér í Reykjanesbæ. Ég segi það fullum fetum að þessi skemmtilega gönguleið hefur stór- bætt lífsgæði mín, ég sæki andlega og líkamlega næringu í fallegt og margbreytilegt umhverfið, hvort sem dagarnir eru sólríkir og lygnir eða þungbúnir og hvassir. Það var sérstaklega skemmtilegt nú í vikunni að fylgjast með makrílbát- unum að veiðum nánast við fjöru- borðið í Keflavíkinni og sjá hafnirnar iða af lífi frá morgni til kvölds. Ég hef lengi átt þann draum að glæða strand- leiðina meira lífi, fá okkur bæjarbúa og gesti okkar meira að sjónum. Ég er nýkomin frá sjávarborginni Seattle í Bandaríkjunum og þar naut ég þess að ganga meðfram sjónum, skoða mig um á alls konar mörkuðum með fersk- an fisk, grænmeti, ávexti og ýmsan listvarning. Þar voru veitingastaðir, kaffihús, barir og söfn þar sem gestir gátu notið matar og drykkjar og fallega sjávarútsýnisins. Við þurfum reyndar ekki að líta út fyrir landsteinana til að finna dæmi um iðandi mannlíf við sjávarsíðuna - Grandinn í Reykjavík er nærtækara dæmi. Þar hefur orðið gríðarlegur viðsnúningur á örfáum árum og glæsileg uppbygging marg- víslegrar starfsemi með iðandi mann- lífi í áður yfirgefnu húsnæði. Strandleiðin okkar er gríðarleg auð- lind, útsýnið fagurt með lokkandi að- dráttarafl. Á köflum hennar er útsýnið hinum megin því miður þó ekki alveg jafn glæsilegt, tóm niðurnýdd hús og vélarusl. Ég vil þó taka sérstaklega fram að margt gott hefur verið gert, smábátahöfnin í Grófinni, svæðið í kringum Duus húsin og neðanverð Hafnargatan hafa tekið stakkaskiptum á umliðnum árum. Mig langar svo í meira svoleiðis. Mig langar til að nýta gömlu niðurnýddu húsin og glæða þau lífi. Ég hef áður nefnt gömlu sundlaugina á þessum vettvangi og svæðið þar í kring, þar eru ótrúleg tækifæri til þess að skipu- leggja „mannlífsaukandi„ starfsemi. Eins svæðin þegar komið er bæði að Keflavíkurhöfn og Njarðvíkurhöfn. Gamlar bensínstöðvar og verkstæði á stórkostlegum útsýnisstöðum hrein- lega bíða eftir nýju hlutverki. Því segi ég - beinum sjónum okkar að sjónum - þar er sannarlega verðmæti að finna. LOKAORÐ Ragnheiðar Elínar Rotaði lögregluþjón og rændi bíl af vegfaranda ●● Eftirför●endaði●með●handtöku●í●Flugstöð●Leifs●Eiríkssonar ■ Lögregluþjónn var sleginn í rot og árásarmaðurinn rændi í kjölfarið bifreið af vegfaranda á Reykjanes- braut og hélt á flótta. Atvikið átti sér stað á sunnudag. Lögreglan á Suður- nesjum veitti manninum eftirför sem endaði með því að flóttabif- reiðinni var ekið á anddyri Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar. Maðurinn hljóp inn í flugstöðina og hafði í hótunum við fólk áður en hann var handtekinn af lögreglu. Atburðarásin hófst við Grinda- víkurveg þar sem bifreið mannsins var mæld á 150 km. hraða í glæfra- akstri. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók á miklum hraða eftir Reykjanesbraut til Reykjanesbæjar. Bifreiðin ók heilan hring í hringtorgi á Reykja- nesbraut við Grænás með lög- regluna á hælunum. Bifreiðinni var einnig ekið á miklum hraða í gengum framkvæmdasvæði, bæði við Þjóð- braut og einnig við Aðalgötu. Þar varð bifreiðin óökufær eftir árekstur við umferðarmerkingar á framkvæmda- svæðinu. Ökumaðurinn kom út úr bifreið sinni og lét eins og hann ætlaði að gefast upp en kýldi svo lögreglumann þann- ig að lögregluþjónninn rotaðist. Í framhaldinu hljóp maðurinn að bif- reið sem var stopp í röð á svæðinu, barði á rúður og öskraði á ökumann- inn. Þá reif maðurinn upp hurð á bílnum og dró ökumanninn, konu, út úr bílnum og hélt áfram flótta sínum undan lögreglunni. Lögreglan elti manninn uppi og náði honum í flug- stöðinni. Lögreglan segir atburðinn mjög al- varlegan en hún gat ekki yfirheyrt manninn fyrr en daginn eftir. Lög- reglan hefur ekki veitt nánari upplýs- ingar um málið en boðar tilkynningu um atvikið sem þá verður birt á vf.is. Frá vettvangi sl. sunnudag.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.