Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 22
22 fimmtudagur 24. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR Gerðaskóli óskar eftir fólki í eftirtalin störf: Starfsmaður skólasels, eftir hádegi Skólaliði 80% Stuðningsfulltrúi 80% Umsóknarfrestur er til 7. september Umsóknir, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila berist á netfangið johann@gerdaskoli.is eða eva@gerdaskoli.is Nánari upplýsingar veita Jóhann 8984808 og Eva 8984496. GERÐASKÓLI ATVINNA ■ Umsóknir óskast útfylltar á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 4. september 2017. Nánari upplýsingar veita: Sigurð Á. Einarsson í netfanginu sigurdurae@its.is. KOMDU TIL LIÐS VIÐ OKKUR STARFSVIÐ: ■ Ýmis vinna í viðhaldi innréttinga í farþegarými ugvéla Icelandair. ■ Vinnan fer að mestu fram í lengri viðhaldsstoppum ugvéla í skýli yr vetrarmánuðina. Á sumrin er unnið að hluta úti í línuumhvernu við smærri lagfæringar í stuttum stoppum. MENNTUN OG HÆFNI: ■ Aldurstakmark 20. ár ■ Hafa gott vald á íslenskri tungu. STARFSMAÐUR Á INNRÉTTINGAVERKSTÆÐI TÆKNIÞJÓNUSTA ICELANDAIR ITS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI LEITAR AÐ ÖFLUGUM LIÐSMANNI TIL STARFA Á INNRÉTTINGAVERKSTÆÐI ITS. UM ER AÐ RÆÐA DAGVINNU ÞAR SEM VINNUTÍMINN ER 7:45-15:40 MÁNUDAGA - FÖSTUDAGA. Við leitum að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi í spennandi og kreandi starf í góðu starfsumhver. Liðsmanni með framúrskarandi samskiptahæleika sem nnst gott að vinna sem hluti af liðsheild í síbreyti- legu alþjóðlegu umhver. Lögð er rík áhrersla á öguð og sjálfstæð vinnubrögð, samviskusemi og eftirfylgni. ATVINNA FÉLAGSMIÐSTÖÐIN FJÖRHEIMAR  FÉLAGSMIÐSTÖÐIN FJÖRHEIMAR ÓSKAR EFTIR STARFSFÓLKI Í HLUTASTÖRF !   Um er að ræða þrjár 40 % stöður í eftirskólaúrræði með fötluðum ungmennum. Vinnutími er virka daga frá 13.00 – 16.00.   Hæfniskröfur: - Góð færni í mannlegum samskiptum - Reynsla af starfi með ungmennum æskileg - Hæfni til að vinna sjálfstætt - Hreint sakavottorð - Reynsla af starfi með fötluðum æskileg   Umsækjendur þurfa að hafa náð 19 ára aldri. Sækja þarf um störfin á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf   Umsóknarfrestur er til 31. ágúst, æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst.   Að auki er óskað eftir starfsmönnum í kvöldvinnu í félagsmiðstöðinni og möguleiki er á starfi um helgar í Útideild Reykjanesbæjar. Ljósanæturhlaup Lífstíls ●● Hlaupið●í●minningu●Björgvins●Arnars ■ Árlegt Ljósanæturhlaup Lífs- tíls fer fram miðvikudaginn 30. ágúst næstkomandi. Í ár munu 500 krónur af hverri skráningu renna til Barnaspítala Hringsins til minningar um Björgvin Arnar sem lést fyrir fjórum árum síðan en hann fæddist með sjaldgæfan genagalla. Líkamsræktarstöðin Lífstíll sér um framkvæmd hlaupsins en hlaupið verður í kringum götur Reykjanes- bæjar. Vegalengdirnar sem í boði verða eru 3 km, 7 km og 10 km. Ljósanótt er ein stærsta fjölskyldu- skemmtun landsins og því er tilvalið fyrir alla fjölskylduna að skella sér saman að hlaupa, enda eru vega- lengdir í boði fyrir alla. Hlaupið hefst og endar við Líkamsræktarstöðina Lífsstíl. Forskráning er inn á hlaup.is. Miðbæ Barcelona skellt í lás ■ „Ekki mjög skemmtilegt að svona gerist nánast í bakgarðinum hjá manni,“ segir Sandgerðingurinn Jóna Júlíusdóttir sem er búsett í hverfinu þar sem Sendiferðabíl var ekið á hóp fólks við Römbluna í Barcelona á Spáni síðast- liðinn fimmtudag er þrettán manns létu lífið og hundrað særðust. Sand- gerðingurinn Jóna Júlíusdóttir er bú- sett í Barcelona og var hún nýkomin heim úr göngutúr þegar Víkurfréttir náðu af henni tali daginn eftir at- burðina. Fáir voru á ferli um svæðið en borgin þó farin að vakna og taka við sér á ný eftir hörmungar fimmtu- dagsins. „Ég var sofandi þegar þetta gerðist. Ég ætlaði að fara niður í bæ að vesenast en svaf mjög illa og ákvað að leggja mig frekar. Ég vaknaði fyrst við Skype hringingu frá mömmu sem ég huns- aði (sorrý mamma) en svo kom með- leigjandinn inn og sagði mér hvað hafði gerst við enda götunnar okkar. Við tóku klukkutímar í símanum að láta fólk vita og tékka á vinum hér og svara skilaboðum frá fólki heima áður en maður gat skráð sig örugga á Facebook,“ segir Jóna. Daginn eftir voðaverkið hjá Jónu fór að mestu leyti í það að skoða spænsku fréttirnar ásamt mikilli bið. „Þar sem við búum á Römblunni var út- göngubann lengst hér á svæðinu. Fólk í öðrum hverfum mátti orðið snúa heim en við máttum ekki fara út í búð. Miðbænum var bara skellt í lás. Svo um miðnætti náði ég loks að fara að lesa fréttir. Það er ekki mjög skemmti- legt að svona gerist nánast í bakgarð- inum manns. Svo er ansi vinsælt torg Plaza Reial á móti okkur og við vorum hræddar um aðra sprengingu þar.“ Á Facebook síðu Jónu sagðist hún hafa verið þakklát fyrir að hafa átt svefnlitla nótt og verið sofandi þegar atvikið átti sér stað. Vinur Jónu starfar sem læknir rétt fyrir utan Barce- lona og var kallaður út á eitt stærsta sjúkrahúsið í þar til þess að vinna eftir atburði fimmtudagsins. Hann er sérfræðingur í slysa- og bráðalækn- ingum og kom hann heim eftir mið- nætti. Allt tiltækt læknalið hafði verið kallað út og voru sumarfrí aukaatriði. Jóna segir lögregluna, sjúkralið og lækna hetjurnar þeirra. Þessir atburðir voru frekar súrealískir að sögn Jónu og þá sérstaklega þegar þeim var tjáð að einn árásarmann- anna hafði falið sig inni á veitinga- stað nálægt þeim. Margir vinsælir veitingastaðir og meðal annars stórt veitingatorg eru nálægt þeim og hefði árásin í raun og veru geta átt sér stað hvar sem er í kringum íbúðina þeirra. Jóna þakkar öllum þeim sem hugsað hafa til hennar eftir atburði fimmtu- dagsins en hún hafði ekki undan síð- astliðinn fimmtudag að svara skila- boðum, símhringingum og símtölum á Skype eftir að fréttirnar bárust til Íslands. Þátttaka í íþróttum og tómstundum getur skipt sköpum ■ „Það er mjög fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf í bænum okkar. Þátttaka barna og ungmenna í slíku starfi getur skipt sköpum,“ segir Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, í viðtali við FFGÍR, Foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ. „Það kennir ýmissa grasa hjá okkur. Stærstu íþróttirnar eru að sjálfsögðu sund og fimleikar, ásamt körfu- og fót- bolta. Það eru margar góðar íþrótta- greinar í gangi. Svo er líka fjölbreytt tómstundastarf í boði. Við erum með félagsmiðstöð fyrir 13 til 16 ára krakka og einnig ungmennahús fyrir 16 ára og eldri. Svo er gott starf, bæði hjá KFUM og KFUK, Skátunum og mörgum öðrum,“ segir Hafþór og hvetur börn til þátttöku í starfinu. FFGÍR vill einnig hvetja foreldra til að skrá börn sín til þátttöku nú þegar skólastarf er að hefjast. Foreldrar geta sótt um hvatagreiðslur, en fyrir hvert barn eru þær 21.000 krónur. Upp- lýsingar um hvatagreiðslurnar er að finna á mittreykjanes.is. Þeir sem eiga í erfiðleikum með að sækja um greiðslurnar geta haft samband við Hafþór.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.