Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 14
14 fimmtudagur 24. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR Söguskilti afhjúpað á stórafmæli Tjarnasels ■ Nýtt söguskilti við Strandleið var afhjúpað í dag en skiltið var gjöf frá Reykjanesbæ til Tjarnasels í tilefni 50 ára afmælis leikskólans. Skiltið er við steintröllin „Stein og Sleggju“ sem horfa út á hafið neðan við Bakkalág. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, og leikskólabörn Tjarnasels afhjúpuðu söguskiltið. Nokkur lög voru sungin af leikskóla- börnunum, þar með talinn afmælis- söngurinn og bæjarstjórinn bauð öllum upp á ís. Þetta er eitt af fyrstu skiltunum sem nú hafa verið sett upp á íslensku og ensku í bænum en fleiri skilti munu bætast við á næstu vikum. Um er að ræða skilti sem innihalda upplýsingar um sögu bæjarfélagsins, sögu þjóðar og landafræði. Erlendir ferðamenn, ekki síður en heimamenn, sýna skiltunum mikinn áhuga en þau eru unnin af starfsfólki Reykjanesbæjar, Plexígleri og Skiltagerðinni. HOLLT, GOTT OG HEIMILISLEGT Opnað verður fyrir áskrift 22.ágúst á www.skolamatur.is skolamatur.is I Sími 420 2500 skolamatur@skolamatur.is I Iðavellir 1, 230 Reykjanesbær Þú finnur okkur á Vel gekk að ráða í grunnskólana á Suðurnesjum ■ Vel gengur að ráða í grunn- skólana á Suðurnesjum og enginn skortur er á starfsfólki. Eitthvað er um að leiðbeinendur séu í stöðum grunnskólakennara en flestir þeirra eru með aðrar háskóla- gráður eða í kennaranámi. Í Reykjanesbæ verða 217 kennarar starfandi við grunnskóla Reykja- nesbæjar í vetur. Af þeim eru 174 með kennsluréttindi. Leiðbeinendur verða 43 og af þeim eru 27 með há- skólagráðu og margir að ljúka námi til kennsluréttinda. Í Stóru Vogaskóla er búið að ráða í allar kennarastöður fyrir þetta skólaár. Óvenju margir eru ekki með kennsluréttindi, af 25 kennurum eru 8 sem eru ekki með kennsluréttindi. Allir nema einn eru með háskóla- menntun, ýmist eiga þeir lítið eftir í kennsluréttindin eða eru með aðra háskólagráðu. Í Gerðaskóla eru 26 kennarar í 24 stöðugildum og búið er að ráða í allar stöður. Sótt var um undanþágu fyrir fjórar kennarastöður. Þar af er einn sem er með BA í félagsráðgjöf og búinn að kenna sl. þrjú ár, tveir eru með Bed gráðu í grunnskóla- fræðum en ekki leyfisbréf því það var eftir að krafan um mastersnám kom fram. Einn kennari, sem er menntaður leikskólakennari, mun kenna í 1. bekk og fylgir nemendum úr leikskólanum. Í Sandgerðisskóla er lítil breyting á starfsmannahópnum og búið er að ráða í allar stöður og sömu sögu er að segja um Grunnskólann í Grindavík. ●● Emilía●Björg●fyrrverandi●Nylon●söngkona●stofnar●söngskóla●á●Suðurnesjum „Ég vil að nemendur gangi út eftir tímann með bros á vör og fullir sjálfstrausts,“ segir Emilía Björg Óskarsdóttir, en í vor stofnaði hún Söngskóla Emilíu. Hún segir við- tökurnar hafa verið rosalega góðar og að fullt hafi verið á fyrsta nám- skeið hennar á innan við viku. „Það var því greinilegt að fleira fólki fannst þetta vanta á Suðurnesjunum. Söngskóli Emilíu er fyrir alla. Innst inni elska allir að syngja. Við leitum í tónlist við hinar ýmsu aðstæður. Ég vinn mest með jákvæðni, að byggja upp sjálfstraust nemenda og láta þeim líða vel með sig sjálfa,“ segir Emilía. Hún var meðlimur hljómsveitarinnar Nylon en árið 2007 sagði hún skilið við hljómsveitina. „Ég hef reynslu af söngkennslu svo ég ákvað að gera þetta bara sjálf. Námskeiðin hafa gengið rosalega vel. Ég er í góðu sam- bandi við foreldra og það skiptir mig máli.“ Emilía hefur nú verið búsett í Reykja- nesbæ í þrjú ár og segist elska að búa hér. „Hér er allt til alls. Við gætum ekki hugsað okkur að búa annars staðar.“ Í sumar voru námskeiðin í boði fyrir krakka á grunnskólaaldri en í haust mun Emilía einnig bjóða upp á nám- skeið fyrir 16 ára og eldri. „Þar geta fullorðnir áhugasöngvarar komið og fengið kennslu í tækni. Ég býð einnig upp á einkatíma.“ Upplýsingar um skólann má finna á Facebook-síðu skólans „Söngskóli Emilíu“, en skráningar fara einnig fram þar. Þá talar Emilía einnig reglu- lega um skólann á snapchat undir nafninu emiliabj. Innst inni elska allir að syngja Kolbrún Dís syngur eins og engill. Kolbrún Dís, Ingibjörg Svava, Guðbjörg, Drífa og Nanna Ísold æfa fyrir lokatón- leikana. Emilia reynir að byggja upp sjálfstraust nemenda og láta þeim líða vel með sig sjálfa. Emilía með efnilegum söngkonum. Gabríel og Tómas styrktu Rauða Krossinn ■ Þeir Gabríel Aron Sævarsson og Tómas Tómasson söfnuðu á dög- unum pening til styrktar Rauða Krossinum, en þeir söfnuðu pen- ingnum hjá ættingjum og foreldrum sínum. Rauði krossinn vill færa þeim bestu þakkir fyrir. ■ Eldur var kveiktur við 88 húsið á Hafnargötu í Keflavík á áttunda tím- anum á sunnudagskvöld. Eldurinn logaði í porti undir trépalli en það var vegfarandi sem réðst til atlögu gegn eldinum með handslökkvitæki. Slök kv i l ið Br unavar na Suðurnesja kom svo á vett- vang og slökkti í glæðum. Kveikt hafði verið í eldfimum efnum í portinu. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Tilraun til íkveikju í 88 húsinu Frá slökkvistarfi við 88 húsið í Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.