Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 17
17fimmtudagur 24. ágúst 2017 VÍKURFRÉTTIR Lúxusgisting við höfnina í Grindavík Lúxusgisting með útsýni yfir höfnina í Grindavík, sem ber heitið Harbour View, verður í boði frá og með 1. september næstkomandi en Grindvíkingarnir Gylfi Ísleifsson, Jakob Sigurðsson, Kjartan Sigurðsson, Sigurður Óli Hilmarsson og Þormar Ómarsson standa á bakvið fyrirtækið. „Við fengum hugmyndina að þessu fyrir nokkrum árum þegar við keyrðum fram hjá svæðinu, að vera með eitthvað flott þarna, með útsýni yfir höfnina,“ segir Jakob í samtali við Víkurfréttir, en þessa dagana er framkvæmdunum að ljúka. „Húsin eru tilbúin að innan og í vikunni ættu þau að vera alveg klár en við gefum okkur góðan tíma í að prófa áður en við förum að bjóða borgandi kúnnum að koma.“ Unnið er að tíu húsum en áætlað er að þau verði tuttugu. Jakob segir framkvæmdirnar kostnaðarsamar en lagt var upp úr því að húsin væru vel einangruð, úr gæðaefni og byggð til að þola íslenskar aðstæður. Nú þegar reka Jakob, Kjartan og Sigurður fyrirtækin Fjórhjólaævin- týri ehf. og Reykjanes bike. „Þetta verkefni er til að efla ferðaþjónustu í Grindavík og til að hafa meiri mögu- leika,“ segir Jakob og tekur það fram að í Grindavík sé þjónusta til fyrir- myndar. „Hér er hugsað vel um kúnnann. Þjónustan á svæðinu hefur verið vel rekin síðustu ár og við erum að skila frá okkur ánægðu fólki. Svo fannst okkur kjörið að tengja þetta við tjaldsvæðið i hérna í Grindavík sem er glæsilegt.“ Ferðamenn í Grindavík hafa aldrei verið fleiri en nú í sumar, en í júní var aðsóknarmet á tjaldsvæðinu slegið þegar gestafjöldinn fór yfir þrjú þús- und. Ferðamennirnir leita oft niður á höfn og njóta þess að sjá lífið þar. Virkjaðu hæfileikana Máttur kvenna er nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Kennsla fer fram í fjarnámi þar sem þátttakendur geta sjálfir stjórnað því hvenær horft er á fyrirlestra og verkefni unnin, allt eftir hentugsemi hvers fyrir sig. Kynntu þér málið á bifrost.is Námið byggir á fjórum kjarnanámskeiðum • Upplýsingatækni • Fjármál og bókhald • Stofnun fyrirtækja og rekstrarform • Markaðs- og sölutækni Á vinnuhelgum verður ennfremur lögð áhersla á • Námstækni • Nýsköpun og frumkvöðlar • Skapandi stjórnun • Framsækni og tjáning Næsta námskeið hefst 15. september

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.