Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 24.08.2017, Blaðsíða 20
20 fimmtudagur 24. ágúst 2017VÍKURFRÉTTIR LJÓSANÆTURBLAÐ VÍKURFRÉTTA KEMUR ÚT MIÐVIKUDAGINN 30. ÁGÚST. EFNI Í BLAÐIÐ ÞARF AÐ BERAST Í SÍÐASTA LAGI Á MÁNUDAGINN. SENDIÐ EFNI Á VF@VF.IS. SÍMI FRÉTTADEILDAR ER 421 0002. Þriggja ára beið í tíu tíma með gat á hausnum „Skelfilegt ástand á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,“ segir móðir drengsins ■ „Mér finnst þetta skelfilegt. Á ekki að fara að gera eitthvað í þessum málum? “ spyr Ásdís Ágústsdóttir, en fyrr í vikunni beið hún í tíu klukkustundir eftir læknisþjónustu fyrir þriggja ára son sinn. Aron hafði fengið gat á hausinn á leikskólanum sínum og eftir hádegi fór hann ásamt móður sinni á slysa- og bráðamóttöku Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja til aðhlynningar. Þar biðu þau í þrjá og hálfan tíma án nokkurrar læknisaðstoðar. Einn læknir var á vakt á spítalanum sem að sögn Ásdísar hafði engan tíma til að tala við þau. „Eftir þessa bið fékk ég óþægilega tilfinningu fyrir þessu svo ég ákvað að fara með hann til Reykjavíkur.“ Á Landspítalanum í Fossvogi var vel tekið á móti þeim og þeim fylgt á sérstaka barnastofu en eftir það tók við rúmlega fjögurra klukkustunda bið. Aroni var gefið kæruleysislyf klukkan 21 þar sem hann var svo saumaður af lækni. „Ég er rosalega ánægð að hafa farið með hann til Reykjavíkur en þetta ástand er skelfi- legt. Aron stóð sig hins vegar eins og hetja,“ segir Ásdís. Bæta þarf við starfsfólki á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja svo álagið minnki en Ásdísi finnst ólíklegt að það gerist. „Ég sá aðeins einn lækni og tvær hjúkrunarkonur á flakki á HSS. Það er fáránlega mikið að gera hjá þeim. Það er mikið af frábæru fólki að vinna á HSS en ástandið þar er bara skelfilegt.“ ■ „Húsnæðisskortur einn og sér leiðir ekki til aðkomu barnaverndar eða til þess að mál verði barna- verndarmál,“ segir Hera Ósk Ein- arsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar, í pistli sínum á vef Reykjanesbæjar. Töluverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um húsnæðisvanda fólks á svæðinu og aðkomu barna- verndar í þeim málum. Aðkoma barnaverndar í málum barna byggir á barnaverndarlögum og berist tilkynning um að aðbúnaði og um- önnun barns sé ábótavant ber barna- vernd skylda til að hefja könnun máls. „Það eru svo margar og misjafnar ástæður fyrir því að fólk er í hús- næðisvanda en óhætt er að fullyrða að þær eru í fæstum tilvikum til komnar vegna vanrækslu foreldra,“ segir Hera. Telji barnavernd að þörf sé á stuðningi við viðkomandi barn og fjölskyldu þess er reglan sú að stuðningurinn sé barninu fyrir bestur. Vistun barns utan heimilis kann að koma til álita en er ekki fyrsti kostur í þeirri vegferð. Sé niðurstaðan sú að ekki sé ástæða til aðgerða á grundvelli Barnaverndar- laga að lokinni könnun, þá er málinu lokað hjá barnavernd. Hera segir það reynslu velferðarráðs að foreldrar reyni að gæta hagsmuna barna sinna og veiti þeim það öryggi sem þau þurfa. Sú leið sé oft fundin í gegnum tengslanet fjölskyldunnar en að hún geti líka falist í því að foreldrar kaupi gistingu á gistiheimili, AirB&B, leigi herbergi og búi tímabundið við þröngar aðstæður. Samkvæmt lögum er það hlutverk sveitarfélaga að aðstoða íbúa sem eru tekjulágir eða með þunga fram- færslubyrgði í gegnum félagslega húsnæðiskerfið og segir Hera sveitar- félagið nokkuð vel sett með íbúða- fjölda í félagslega kerfinu í saman- burði við önnur sveitarfélög, þó bið- listinn sé langur. „Íbúar sem leita til félagsþjónustu sveitarfélaga vegna húsnæðismála sinna fá ráðgjöf við húsnæðisleit, upplýsingar um ýmis stuðningsúrræði fyrir tekjulægstu hópana, m.a. sérstakan húsnæðis- stuðning sveitarfélagsins og lán til fyrirframgreiðslu húsnæðis. Félags- þjónusta sveitarfélagsins reynir eftir bestu getu að koma til móts við fólk í þessari erfiðu stöðu, m.a. með því að auðvelda þeim þannig aðgengi að almenna leigumarkaðinum.“ Barnafólk sem leitar að eigin frum- kvæði til barnaverndar vegna hús- næðisvanda síns er bent á að snúa sér til félagsþjónustu sveitarfélaga. Út- hlutun félagslegs húsnæðis er verkefni velferðarsviðs Reykjanesbæjar og fé- lagslegt húsnæði í Reykjanesbæ er rekið af Fasteignum Reykjanesbæjar ehf. Húsnæðisskortur leiðir ekki til aðkomu barnaverndar U M S Ó K N A R F R E S T U R : 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 7 U M S Ó K N I R : I S AV I A . I S/AT V I N N A V I L T Þ Ú V E R Ð A H L U T I A F G Ó Ð U F E R Ð A L A G I ? Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Nú vantar okkur fleiri til að vera hluti af góðu ferðalagi með okkur. V A K T S T J Ó R I F A R Þ E G A Þ J Ó N U S T U Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I Helstu verkefni eru stýring raðakerfa í flugstöðinni, upplýsingagjöf og aðstoð við farþega og utanumhald hóps starfsmanna sem veita farþegum bestu mögulegu þjónustu. Vaktstjóri er ábyrgur fyrir því að öllum verkefnum farþegaþjónustu sé sinnt. Um vaktavinnu er að ræða. Hæfniskröfur • Góðir stjórnunarhæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð • Menntun/starfsreynsla sem nýtist í starfi • Yfirburða þjónustulund og jákvæðni • Líkamleg hreysti fyrir göngur og stöður • Góð samskiptahæfni • Góð íslensku- og enskukunnátta • Þriðja tungumál er kostur Umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar. Leitað er að stafsmönnum sem hafa lipra og þægilega framkomu, eiga auðvelt með að vinna undir álagi, sýna af sér frumkvæði í starfi, eru skipulagðir í verkum sínum og áhugasamir. Isavia hefur hlotið gullmerki PwC fyrir launajafnrétti í jafnlaunaúttekt PwC árlega frá 2015. Við erum stolt af þeirri niðurstöðu og er hún í takt við jafnréttisáætlun félagsins sem hefur það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Maren hefur starfað við uppbyggingu á Keflavíkur- flugvelli í tvö ár. Hún er hluti af góðu ferðalagi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.