Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2017, Page 2

Víkurfréttir - 21.12.2017, Page 2
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg. FINNDU OKKUR Á FACEBOOK JÓLA- OG NÝÁRSKVEÐJUR SENDUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR OG ÖÐRUM SUÐURNESJAMÖNNUM OKKAR BESTU 845 0900 Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@ vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Ásta Kristín Hólmkelsdóttir, sími 421 0001, asta@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@ vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið asta@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­ frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM Síðustu vikur hefur talsvert verið rætt um umsvif Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli og fjárveitingu upp á um einn og hálfan milljarð króna sem Bandaríkjaher hefur fengið til að endurnýja flugskýli á Keflavíkurflugvelli. Friðþór Ey- dal fv. upplýsingafulltrúi Varnar- liðsins og núverandi starfsmaður ISAVIA þekkir vel til þessara mála. Er bandaríski herinn að koma aftur? „Ég hef þann starfa hjá ISAVIA að fylgjast með þessum málum og hafa umsjón með þeirri þjónustu sem við erum að veita í þessu sambandi. Þetta er dálítið ofsagt. Það hefur ekkert breyst hjá Bandaríkjamönnum. Þeir vilja og nýta aðstöðu á Íslandi eftir því sem þeim hentar í hagræðingarskyni fyrst og fremst. Eftir að þeir fóru að nota nýjar kafbátaleitarflugvélar þá þurfa þeir að koma oftar á þessar slóðir til þjálfunar. Þá er gott að geta stungið þeim inn í hús og það er það sem stefnt er að varðandi breytingar á flugskýli hérna en þeir eru ekki að koma hingað til að vera með fasta viðveru eða neitt slíkt. Ef þeir týna kafbát einhverntímann svona vestar- lega í hafinu þá er þægilegra að leita hans héðan frá Keflavíkurflugvelli heldur en frá Skotlandi, þar sem þeir ætla að vera með meginaðstöðuna á þessu svæði“. Þær framkvæmdir sem bandaríski herinn hefur nú fengið fjárveitingu til er að breyta húsgafli á flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli, þannig að hurðarop verður hækkað þannig að koma megi stéli nýju kafbátaleitar- flugvélanna þar inn en stél nýju Po- seidon-vélanna er hærra en á gömlu Orion-vélunum. Þá verður einnig reist þvottastöð stil að skola sjó og seltu af vélunum þegar þær hafa komið inn til lendingar. HÆRRI HURÐ Á FLUGSKÝLI FYRIR EINN OG HÁLFAN MILLJARÐ KRÓNA - og reisa þvottastöð til að skola sjó og seltu af kafbátaleitarflugvélum Agusta Westland CH-149 Cormorant, björgunarþyrla kanadíska flughersins var við æfingar á Íslandi í ársbyrjun 2016. Hér er þyrlan framan við flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli. Til stendur að gera breytingar á flugskýlinu en hækka þarf hurðarop svo stél Poseidon-kafbátaleitarflugvélarinnar komist inn í skýlið. Myndin hér að neðan sýnir kafbátaleitarfélina og eins og sjá má á myndinni er stél hennar mjög hátt. Myndirnar tók Hilmar Bragi Bárðarson. Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum kærlega fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Sjáumst á nýju ári! Opnunartími á Langbest yfir jól og áramót: Þorláksmessa 11–22 - Aðfangadag lokað - Jóladag lokað - Annan jóladag opið frá 17–22 Gamlársdagur lokað - Nýársdagur opið frá 17–22 TÖLVUBÚNAÐI FYRIR 20 MILLJÓNIR STOLIÐ - Lögregla leitar upplýsinga Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð 554, Ásbrú í Reykjanesbæ aðfararnótt 6. desember sl. Í húsnæðinu var verið að setja upp gagnaver og var búnaðurinn til þess ætlaður. Um er að ræða 600 skjákort, 100 aflgjafa, 100 móðurborð, 100 minniskubba og 100 örgjörva og var þetta allt glænýtt. Sá eða þeir sem þarna voru að verki höfðu komist inn í gegnum lítið gat á norðurgafli hússins en fyrir það hafði verið fest spó- naplata. Innbrotið átti sér stað á tímabilinu frá 20:00 að kvöldi þriðjudagsins 5. desember til kl. 09:10 að morgni miðvikudagsins 6. desember. Í byggingu að Heiðar- tröð 555 hafði einnig verið farið og þaðan einnig stolið nokkru af tölvubúnaði. Lögreglan á Suður- nesjum rannsakar málið og biður þá sem kunna að búa yfir upp- lýsingum um það, að hafa samband í síma 4442200. Jafnframt að koma upplýsingum á framfæri sé verið að bjóða til sölu nýjan tölvubúnað samanber ofangreint.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.