Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2017, Síða 8

Víkurfréttir - 21.12.2017, Síða 8
8 VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg. Nýjar vörur frá Búðaráp Rönnslu og Sobbu: Verslum í heimabyggð Hver hefur ekki sagt oft og mörgum sinnum: „Æi, ég nenni ekki til Reykjavíkur að versla“? Það hafa eflaust margir brunað til höfuðborgar- innar til þess að leita að gjöf undir jólatréð en gripið í tómt og komið til baka í heimabyggð og fundið það sem leitað var að. Í Reykjanesbæ eru margar verslanir sem bjóða upp á mikið úrval af gjafavöru fyrir unga sem aldna. Blaðamenn Víkur frétta tóku hús á nokkrum verslunum í Reykjanesbæ og fundu jólagjafir undir 3.000 krónum og einnig vinsælustu vöru verslananna. Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is Rannveig Jónína Guðmundsdóttir rannveig@vf.is BÚÐARÁP HERRAFATAVERSLUNIN VIBES, AÐ HAFNARGÖTU 32, hefur verið starfrækt í um eitt og hálft ár og er hún full af flottum vörum fyrir fólk á öllum aldri. Derhúfur hafa verið vinsælar hjá unga fólkinu undanfarin misseri en þessar derhúfur fást í mörgum litum í Vibes á undir 3.000 krónur. Hvíti gallajakkinn er heitur í Evrópu um þessar mundir að sögn Írisar Harðardóttur eiganda og hefur rúllukraga-bolurinn líka notið mikilla vinsælda í ár. Rúna, eigandi GALLERÍ KEFLAVÍK AÐ HAFNARGÖTU 32, er með margt flott í versluninni sinni. Þessir fallegu eyrnalokkar fást í Gallerí undir 3.000 krónur og segir Rúna að pelsarnir hafi verið afar vinsælir í ár og þeir rokið út. Þessir fallegu pelsar fást í Gallerí Keflavík en ýmsir litir eru til í búðinni. HÚSGAGNAVERSLUNIN BÚSTOÐ er flestum Suður- nesjabúum kunn enda rótgróin verslun í hjarta Reykjanesbæjar, staðsett að TJARNARGÖTU 3. Þessi fallegu hús fást hjá þeim fyrir tæpar 3.000 krónur og í rökkrinu kemur falleg birta af kertinu inn í húsinu. Hnettirnir hafa verið vinsælir undan- farin misseri og fást hnettir í alls konar litum og stærðum í Bústoð.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.