Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2017, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 21.12.2017, Blaðsíða 25
25MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg. „Jökull fékk gott tækifæri að upp­ lifa Grænland. Hann fór í snjósleða­ ferðir með góðum ferðahóp og kynnti íslenskar pönnukökur fyrir vinum okkar, stundum komst ég líka með. Einnig komumst við út á sjó, í veiði­ ferðir og skoðunarferðir á litlum bátum og ýmislegt fleira skemmti­ legt.“ GEKK Í HÁLFTÍMA Í VINNUNA Grænland er risastórt land og liggur byggðin að mestu út við strendur í bæjum og þorpum. Það liggja ekki vegir á milli landshluta líkt og á Ís­ landi, þannig að samgöngurnar eru með skipum, flugvélum eða bátum. „Ég hef örugglega ekki aldrei gengið jafn mikið og þetta síðasta ár. Ég gekk í vinnuna en það tók mig um 25 til 30 mínútur að ganga og mér þótti það alveg sjálfsagt, ég tók ekki strætó nema að það væri orðið verulega kalt eða ég væri of sein til að ganga.“ BJUGGU Í SKÓLABÆNUM SISIMIUT Bærinn sem Björg starfaði í heitir Sisimiut, en þar búa rúmlega sex þúsund manns og þar er starfrækt sjúkrahús. Bærinn er um sjötíu kíló­ metra norðan við heimskautsbaug. Á Grænlandi eru starfrækt sjúkrahús og heilsugæslur í stærri bæjunum, sem einnig þjónusta þorpin í ná­ grenninu, en í þeim eru einnig litlar heilsugæslustöðvar með einum eða tveimur starfsmönnum. „Það er að færast í aukana að heilbrigðisstarfs­ menn á Grænlandi séu grænlenskir, sem er mikilvægt. Ljósmæðurnar þurfa að fara til Danmerkur til að mennta sig ásamt læknunum, en þau koma gjarnan í starfsnám til Græn­ lands. Hjúkrunarfræðingarnir eru menntaðir í Nuuk og það er komið upp ágætis nám þar.“ Bærinn sem Björg og Jökull bjuggu í er skólabær, en Björg segir að námi sé dreift vel um landið. Iðnmenntun og menntun á heilbrigðissviðinu er til dæmis ekki endilega í sama bænum og svo er kennaranám staðsett annars staðar. Þannig safnast ekki allir saman á sama punktinn. TALAÐI SKANDINAVÍSKU Í GRÆNLANDI Grænlenskan er tungumál sem fáir ná tökum á, nema að vera fæddir og uppaldir í því málumhverfi. Það er mjög sérstætt og ólíkt okkar nor­ rænu málum hér í Skandinavíu. „Ég talaði dönsku eða svokallaða skandi­ navísku og það gekk ljómandi vel, en við vorum alltaf með túlka með okkur ef að þess þurfti. Oft var það þannig að konurnar vildu fá túlka með okkur til að byrja með svona rétt á meðan við vorum að kynnast og svo gekk þetta ágætlega eftir það. Grænlenskan er mjög erfið og maður lærir ekki nema eitt og eitt orð en það var stundum hægt að átta sig á því hvað var verið að tala um, því þeir eiga líka tökuorð úr dönskunni en í heildina er þetta gjörólíkt.“ „Á GRÆNLANDI ER ALLT FRÍTT“ Á Grænlandi var alltaf nóg að gera og mikið um barneignir, heilbrigðis­ kerfið úti er gott að sögn Bjargar og góð þjónusta í boði. Hún segir einn­ ig að grænlenskar konur séu mjög Við erum svo heppin að eiga góðan vin sem á hundasleða og tók okkur með. Það var stórkostlegt að fara með innfæddum manni á sleða. Ég gekk í vinnuna en það tók mig um 25 til 30 mínútur að ganga og mér þótti það alveg sjálfsagt, ég tók ekki strætó nema að það væri orðið verulega kalt eða ég væri of sein til að ganga. Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Ísjakar á stangli. Íþróttaakademía Flugakademía Ragnar kláraði flugnám árið 2012 og starfar nú sem flugmaður hjá Icelandair. Hátt í 300 nemendur stunda nú atvinnuflugmannsnám í Flugakademíu Keilis. Takk fyrir frábært afmælisár Háskólabrú Davíð útskrifaðist af Háskólabrú árið 2014. Hann er hönnuður hjá Porsche í Þýskalandi. Á næsta ári verður boðið upp á alþjóðlega Háskólabrú þar sem hægt verður að stunda frumgreinanámið á ensku. Háskólabrú Flugakademía Hildur Björk útskrifaðist sem atvinnuflugmaður í byrjun árs 2014 og starfar nú sem flugmaður hjá Icelandair. Boðið er upp á bæði áfangaskipt og samtvinnað flugnám, auk flugnámsbrautar Icelandair. Árið 2008 útskrifuðust 85 nemendur í fyrstu útskrift okkar, en síðan þá hafa yfir þrjú þúsund einstaklingar lokið námi í Keili. Deildirnar eru nú orðnar fjórar með á annan tug námsframboða, starfsfólk hátt í eitt hundrað og árleg velta nálægt einum milljarði. Keilir var stofnaður þann 4. maí 2007 og fagnaði því tíu ára starfsafmæli á árinu sem er að líða. Á þessum tíma hefur fjöldi háskólamenntaðra á Suðurnesjum margfaldast samhliða því að námstækifærum hefur fjölgað á svæðinu. Keilir hefur frá upphafi kappkostað að bjóða upp á nám sem höfðar jafnt til þarfa nútíma nemenda og krafa atvinnulífsins, og þannig mætt örum breytingum í kennsluháttum og á vinnumarkaði. Við þökkum samstarfsaðilum, starfsfólki og nemendum skólans - núverandi og fyrrverandi - fyrir samstarfið og samveruna á undanförnum árum. Kærar þakkir fyrir árið sem er að líða. Við hlökkum til þess næsta. Tæknifræði Fida útskrifaðist með BS gráðu í tæknifræði og rekur nú fyrirtækið geoSilica Iceland.Tæknifræðinámið heyrir undir Háskóla Íslands og undirbýr nemendur fyrir þróun og sköpun framtíðartækni. Háskólabrú Fida var í fyrsta útskriftarhóp Háskólabrúar Keilis árið 2008 en í dag hafa yfir1.500 einstaklingar lokið náminu og hafa 85% þeirra haldið áfram í háskólanám. Íþróttaakademía Agnes útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari 2016 og starfar sem einkaþjálfari í World Class. Námið er hið eina sinnar tegundar á Íslandi og hlaut á dögunum evrópska gæðavottun EREPS. Sigrún er tíu barna móðir á Eyjanesi í Hrútafirði og lauk Háskólabrú Keilis í fjarnámi árið 2014. Hægt er að sækja Háskólabrú í staðnámi og fjarnámi, bæði með og án vinnu. Guðmundur lauk leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku árið 2014 og rekur núna Kind Adventure. Námið er á háskólastigi og tekur átta mánuði, þar sem helmingur þess fer fram í náttúru Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.