Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2017, Page 38

Víkurfréttir - 21.12.2017, Page 38
38 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg. Heimilisfólk og starfsmenn Hrafnistu Reykjanesbæ Bestu jóla- og nýárskveðjur sendum við til ættingja og vina með þakklæti fyrir liðnar stundir SENDUM ÍBÚUM Í VOGUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR Guðmundur Lárusson starfar þessa dagana í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í „catering“ hjá WOW air. Í haust stefnir hann á háskólanám í verk- fræði. Guðmundur á einungis eftir að kaupa eina jólagjöf en meðal þess sem hann gefur á jólunum í ár eru föt til Rauða Krossins. Hvar ætlar þú að verja aðfanga- degi? „Hjá mömmu.“ Ert þú byrjaður að kaupa jóla- gjafir? „Ég er búinn að kaupa allar gjafir nema eina.“ Ert þú með einhverjar hefðir um jólin? „Það eru alltaf sömu jólaboð á sama stað. Það er laufabrauðsgerð í byrjun desember hjá Ingu, kærustu minni. Hjá pabba er hefð að púsla nýju púsli á Þorláks- messu. Alltaf blómkálsúpa í hádeginu á aðfangadag. Svo eru tvö jólaboð á jóladag, ég fer alltaf í mat hjá mömmu hennar mömmu og eftirrétt hjá mömmu hans pabba. Hjá Ingu er hefð að hittast og drekka heitt súkkulaði og borða smá- kökur á jóladag. Svo hlakka ég bara til að búa til nýjar hefðir um jólin á næstunni.“ Hvað munt þú borða á aðfanga- dag? „Reyktur lambahryggur verður í matinn.“ Er eitthvað hér á Suðurnesjum sem þú mælir með að fólk nýti sér/geri um jólin? „Það er alltaf kósý að labba Hafnargötuna á Þorláksmessu.“ Ætlar þú að láta eitthvað gott af þér leiða um jólin? Ef svo er, hvernig? „Við Inga gefum um það bil fimm poka af fötum í Rauða Krossinn.“ Fara með föt í Rauða Krossinn Mikil hætta er á hruni úr bergi Valahnúks á Reykjanesi. Frá því í desember 2016 hefur verið lokað fyrir uppgöngu á Valahnúk á Reykjanesi. Ákvörðun um lokun var var m.a. tekin í samráði við Almannavarnanefnd Suðurnesja vegna hættu á hruni úr brún hnúksins. Frá þessu er greint á vef VisitReykjanes.is. Á meðfylgjandi myndum sem teknar voru 15. desember sl. og birtar á vefnum má sjá að enn er mikil hætta á hruni úr Valahnúk og varhugavert að vera á ferli nálægt brún hnúksins þegar hrynur úr henni. Fyrir ári síðan var lokað fyrir uppgöngu á Valahnúk með kaðli við göngustíg sem liggur meðfram ströndinni. Auk þess voru settar upp öryggismerkingar. Stuttu síðar var öðrum kaðli bætt við ofar í hnúknum og nær brúninni. Í haust voru tröppur sem lágu neðarlega í hnúknum fjarlægðar m.a. með það að mark- miði að fólk gengi síður á hnúkinn. Reykjanes Geopark mun kanna á næstunni til hvaða aðgerða hægt verður að grípa til þess að koma upplýsingunum um hvaða hættur beri að varast við útivist við Valahnúk betur á fram- færi við ferðamenn og aðra gesti á svæðinu. Myndir af vef VisitReykjanes.is Mikil hætta á hruni úr Valahnúki AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001 ALLT FASTEIGNIR og Solareignir.is óska ykkur öllum gleðilegra jóla. www.alltfasteignir.is - www.solareignir.is Reykjanesbæ – Vesmannaeyjum – Hafnarfirði Grindavík - Orlando – Spánn

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.