Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2017, Blaðsíða 46

Víkurfréttir - 21.12.2017, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg. Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Keflavíkurflugvöllur í 8. sæti í alþjóðlegri ánægjumælingu Keflavíkurflugvöllur er með átt- undu ánægðustu farþega heims sam- kvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól. Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins. Það er finnska fyrirtækið HappyOr- Not sem birtir niðurstöðurnar úr mælingum frá 160 flugvöllum í 36 löndum. CNN Europe birti fyrstu frétt um málið. Byggt er á gögnum sem var safnað frá nóvember 2016 til nóv- ember 2017. Mæld var reynsla fólks af öryggisleit, farangursafgreiðslu, salernum og fleiru. Keflavíkurflugvöllur er í áttunda sæti af þessum 160 flugvöllum og ánægjan þar meiri en til dæmis hjá farþegum sem fóru um Heathrow-flugvöll í Lundúnum og Óslóarflugvöll. OPNUNARTÍMI Á FITJUM YFIR HÁTIÐARNAR: ÞORLÁKSMESSA 11 TIL 20 // AÐFANGADAGUR 11 TIL 13 // JÓLADAGUR 16 TIL 20 ANNAR Í JÓLUM 11 TIL 20 // GAMLÁRSDAGUR 11 TIL 13 // NÝÁRSDAGUR 16 TIL 20 VIÐ SENDUM SUÐURNESJAMÖNNUM HUGHEILAR JÓLA- OG ÁRAMÓTAKVEÐJUR MEÐ ÞÖKK FYRIR FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA. ISSI OG HJÖRDÍS LOKAORÐ ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON Jólahefðir og jólahrekkir Það er nánast korter í jólin. Þetta er allt saman að bresta á. Mig langar til þess að deila með ykkur sannri sögu okkar æskuvinanna, en við gátum verið ansi miklir hrekkjalómar á árum áður. Fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan eða á þeim tíma þegar næstum allar fjölskyldur sendu vinum og vandamönnum falleg jólakort og lögðu mjög mikinn metnað í kortin, þá gerðum við vinirnir „smá“ saklaust glens í einum úr vinahópnum. Fjölskyldumyndir eða stakar myndir af börnunum voru algengustu form jólakortanna og það verður að viðurkennast að mjög gaman var að fá þau flest. Margir hengdu þetta upp sem skraut og rituðu niður frá hverjum þeir fengu kortin til þess að gleyma ekki viðkomandi næstu jól. Á þessum tíma vann ég í borginni og ásamt góðum vin þá keyrðum við saman nánast daglega. Í einni slíkri ferð fengum við þá snilldarhugmynd að láta prenta og útbúa fallegt kort frá einum besta vini okkar – sem við sendum svo í hans nafni. Sá drengur er vandaður maður og á afar fallega fjölskyldu en við ákváðum að nota einungis mynd af honum framan á kortið, fundum afar bjánalega/vandræðalega mynd af kauða og létum prenta þetta í nokkrum tugum eintaka. Að sjálfsögðu sendum við þetta á vini hans og vandamenn, einnig nokkra ókunnuga. Textinn var misjafn eftir því hver fékk kortið en oftast nær voru skila- boðin nokkuð væmin og sjálfhverf enda fjölskyldumaðurinn með mynd af sjálfum sér og engu öðru á kortinu. Þetta sló í gegn og var það afar gaman þegar þessi vinur okkar sá eitt kortið hjá fjölskyldumeðlim sínum sem fannst það afar undarlegt að fá tvö kort frá fjölskyldunni! Við gátum mikið hlegið af þessu vinirnir og þetta er oft rifjað upp. Einnig sömu jólin þá fjárfestum við í ástartæki í kynlífstækja- búð einni í Reykjavík, fundum eitt sem var svona frekar óhuggu- legt en í fallegum kassa. Létum pakka þessu inn og á merkimið- anum stóð að pakkinn væri frá atvinnurekanda eins vinar okkar, til hans. Þessu var svo laumað undir tréð hjá honum og þótti nú frekar „spes“ gjöf frá atvinnurekandanum þó svo vinur okkar hafi þó fljótlega kveikt á perunni enda sjálfur tekið þátt í hrekkjum og vissi því fljótt hvaðan þessi gjöf átti uppruna sinn að rekja. Aldrei var samt tækinu skilað, svo kannski eftir allt vakti þetta lukku? En sem betur fer þá höfum við vinirnir þroskast og látum það duga að hittast alltaf fyrir jól, borða saman, hlægja og rifja upp skemmti- legar minningar. Þetta er dýrmæt jólahefð hjá mér því ég tel mig afar ríkan af góðum vinum sem hafa fylgt mér frá á unga aldri. Eðlilega þá hittumst við ekki jafn oft og við vildum en þegar við hitt- umst þá er afar kátt á hjalla. Það er nefnilega þannig, sama hvað menn raula og tauta að samveran er lang besta gjöf jólanna (ásamt Iphone X). Fólk gefur sér þá tíma og hittist, vinir jafnt og fjölskylda. Óska ykkur gleðilegra jóla, farið varlega um hátíðarnar og vonandi eiga allir ánægjuleg jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.