Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2017, Page 47

Víkurfréttir - 21.12.2017, Page 47
47FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg. Sendum starfsmönnum okkar, viðskiptavinum og bæjarbúum öllum okkar bestu jólakveðjur og óskum þeim farsældar á nýju ári. REYKJANESHÖFN Tímabundið húsnæði þarf að stækka Tímabundið húsnæði grunnskóla við Dalsbraut í Innri Njarðvík er strax orðið of lítið. Ráðast þarf í stækkun á húsnæðinu og hefur bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkt að hefja framkvæmdir við stækkun á húsnæðinu. Í bráðabirgðahúsnæðinu er Akurskóli með aðstöðu til að kenna nemendum úr 1. til 3. bekk sem búa í Dalshverfi 1 og 2. Húsnæðið er úr sérsmíðuðum gámaeiningum sem komu frá Sló- veníu og er húsið það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Í húsinu eru kennslustofur og samrými sem er fjölnota. Kostnaður við bygginguna sem tekin var í notkun sl. haust er í kringum 150 milljónir með allri jarðvinnu og komu allar einingarnar tilbúnar þar á meðal með pípulögnum sem sparar heilmikinn tíma. Einungis tók þrjár vikur að reisa bráðabirgðaskólann. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðs- stjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, segir í samtali við Víkurfréttir að um sé að ræða rétt rúmlega 100 fermetra stækkun. Hún er gerð svo hægt sé að hafa skólann einsetinn fyrir 1. til 4. bekk og því þurfu ekki að senda 4. bekkinga aftur í Akurskóla. Kostnaður við stækkunina er um 45 milljónir króna en stækkuninni á að vera lokið í lok júní á næsta ári. FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222 Hafnargötu 40 - Sími 422 2200 ER UMBOÐSAÐILI SMITH & NORLAND Í REYKJANESBÆ REYKJANESBÆ HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR ÞÚ FÆRÐ ALLT Í JÓLAPAKKANN Í OMN!S Hvort sem það eru tölvur, spjaldtölvur, tölvufylgihlutir, prentarar, Bluetooth hátalalar og heyrnatól, myndavélar eða sjónvörp þá er nokkuð víst að við erum með skemmtilegu jólagjöfina fyrir þig og þína! Svo erum við auðvitað með rekstrarvörurnar líka.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.